Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 37
Anna Hansen, fararstjórí danska fimleikafloMzsins, í stuttu spjalli V3Ö Skinfaxa f vM Anna Hansen Á landsmótinu sýndi danskur fimleikaflokkur frá Ringköb- ing. Sú venja hefur skapast, að bjóða dönsku ungmennafélögun- um (DDGU) að senda sýninga- flokk á landsmótin. Þessi hópur, sem samanstendur af niu stúlkum og tólf körlunr ásamt tveimur bjálfurum, fararstjóra og fram- kvæmdastjóra, DDGU kom til landsins 10 dögum fyrir mót. Dvöldu þau fyrst hjá Gerplunum í Kópavogi, en ferðuðust síðan um Norðurland, fóru til Akureyr- ar og í Þingeyjarsýslur. Á landsmótinu sýndi hópurinn við mótssetninguna, á kvöldvök- unni og á hátíðardagskránni á sunnudag. Mótshaldarar héldu Dönunum kveðjukaffi í Glóðinni í Keflavík þriðjudagskvöldið eftir mót, en þeir fóru heim morgun- inn eftir. Tíðindamaður Skinfaxa fór á staðinn og náði tali af farar- stjóranum Önnu Hansen og byrj- aði á því að spyrja hana hver hún væri? Hún segist starfa sem rekstrar- stjóri í skóla í Varde, sem rekur námsflokka fyrir unglinga. í Varde eru um 14 þúsund ibúar en bærinn er um 20 km frá Es- bjerg. Anna starfar í fimleikaráði Ribe Amts Gymnastik Ungdoms- forening, en þar eru um 20.000 iðkendur í fimleikum. Hún var formaður þar í 10 ár. Hún hefur verið fimleikaþjálfari í 25 ár, en er nú hætt því og sinnir nú stjórnar- störfum. Hvernig er svona fimleikahóp- ur valinn? DDGU fær boð frá UMFÍ og þá er skrifað til „Amtanna” og þeirn boðið að sækja um. Að þessu sinni komu 10 umsóknir. Þá er valið úr hjá DDGU með tilliti til þess hvað langt er síðan við- komandi Amt sendi flokk til út- landa. Það kom í hlut Ringköbing Amts að senda flokk til Islands. Margir úr úrvalsflokkunum voru í sumarfríi, svo leitað var í ung- lingaflokkana til að fylla þá tölu sem mátti fara. Þessi hópur hefur æft prógrammið í u.þ.b. mánuð. Nokkrir úr hópnum hafa áður sýnt erlendis t.d. í Færeyjum og USA. Helmingur liðsins er skóla- fólk, en svo eru auk þess kennar- ar, bændur o.fl. „Þetta eru lítil fé- lög, þar sem tilfinning fólks fyrir sínu félagi er mikilý segir Anna. í Ringköbing Amt stunda u.þ.b. 15.000 manns fimleika. Hvernig líst þér á ísland? Ég er stórhrifin af íslandi. Ég á engin orð yfir landslagið hér og ég þyrfti að vera hér miklu lengur til að geta tjáð mig eitthvað um heimsóknina. Það verður ekki fyrr en ég verð kominn heim og fer að upplifa ferðina aftur í hug- anum, að ég fer að átta mig á þessu til fullnustu. Ég kann vel að meta gestrisni ykkar íslendinga, en hér eru allir tilbúnir að rétta hjálparhönd ef með þarf. Mér finnst athyglisvert að hér eru til fjölfarnir ferðamannastaðir, þar sem ekki eru til sjoppur eða önn- ur söluntennska. Þá er jarðhitinn og hitaveiturnar hér alveg stór- kostlegt. Fuglaskoðararnir i hópn- um voru einnig mjög hrifnir af því sem þeir sáu af fuglum. Það er miklu meira að segja, en um það verður hægt að lesa í blaði DDGU seinna. Hvernig líkaði þér á landsmót- inu? Landsmótið hér er frábrugðið því danska, að þvi leyti að þar eru fimleikar i miklum meirihluta. Þangað koma um 25 þúsund þátt- takendur og í fimleikum er ekki takmörkuð þátttaka. Mér fannst athyglis verðast hér, að sjá svo margar íþróttagreinar. Eitthvað að lokum? Okkur langar öll að koma aft- ur. IS SIUNFAXI 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.