Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 36
gefa átta efstu stig, til þess að undirstrika þann vilja okkar að allir sambandsaðilar UMFÍ eigi að vera með í íþróttakeppni landsmótsins, eigi þangað erindi sem sérlegir fulltrúar héraða sinna, og geti þar unnið til stiga. Það vekur líka aðdáun og verð- skuldaða athygli, að i okkar röð- um er nú komið upp fimleikafólk (sýningarflokkar) sem í engu gefa eftir sýningarflokkum frá erlend- um þjóðum. Þessi þáttur starfseminnar hef- ur ekki gerst af sjálfum sér, að baki liggur þrotlaust fórnarstarf tiltölulega fárra einstaklinga í fyrstu, fólks sem trúði á hæfni og getu okkar æskufólks á þessu sviði íþróttastarfs. Enn einn áfanga sigur ungmennafélag- anna. Starfsíþróttii Ungmennafélag íslands hefur nú verið með keppni í starfs- íþróttum á sínum vegum í 30 ár. Fyrirmyndin er að hluta til erlend, en fellur þó vel að ýmsum þeim verkefnum sem ungmenna- félögin hafa látið sér viðkomandi í byggðum landsins. Starfsíþróttir af ýmsu tagi er hægt að stunda svo til hvar sem er á landinu, og þess vegna upplagt fyrir þau sambönd eða félög sem ekki eiga auðvelt með að halda uppi æfingum í hefðbundnum iþróttagreinum, að leggja þá rækt við starfsíþróttirnar. Það er nú orðið mjög brýnt að yfirfara kennslubréf og keppnis- reglur í starfsíþróttum, auk þess sem UMFÍ þarf að efla alla fræðslustarfsemi sem snýr að þessu áhugaverða verkefni. Ýmsar greinar starfsíþrótta draga að sér mikin fjölda áhorf- enda, og þess vegna þurfa fram- kvæmdaaðilar landsmótanna að huga vel að þeim þætti fram- kvæmdarinnar í framtíðinni. Landsmótin vaxa meö UMFÍ Heyrst hafa raddir sem telja að landsmótin séu að vaxa okkur yfir höfuð, fjöldi keppenda og keppnisgreina sé orðinn of mikill, og aðeins stærri samböndin inn- an UMFÍ ráði orðið við þetta verkefni. Ég er ekki sammála þessum röddum, og tel að þær heyrist fyrst og fremst frá þeim aðilum sem ekki hafa tekist á við landsmótsframkvæmd. Mótin verða af ýmsum ástæðum auð- framkvæmanlegri með hverju ár- inu sem líður, svo er fyrir að þakka ýmisskonar nýrri tækni sem nýtist okkur í æ ríkari mæli við framkvæmd mótanna, og stórbættri aðstöðu og uppbygg- ingu viða um land. Mótin verða líka að vaxa að umfangi og glæsibrag, á meðan UMFÍ er í sókn bæði íþrótta- og félagslega, og það skulum við vona að verði enn um langa fram- tíð. Lausnin fyrir fámennari sam- böndin og einstök félög með beina aðild að UMFÍ er að slá sér saman um framkvæmd lands- móta, og höfum við nú þegar góða reynslu af slíku samstarfi, UMSB og Umf. Skipaskagi á Akranesi 1975, og nú 18. lands- mótið i eftirminnilegu samstarfi Umf. Keflavíkur og Umf. Njarð- víkur. Stórbættar samgöngur og sam- göngutækni auðvelda okkur líka nú orðið slíka samvinnu, þótt veðurguðirnir geti þar oft gripið inn í, eins og dæmin sanna nú á síðasta móti. Landsmót UMFÍ eru allsherj- armót sem íþróttaæska okkar stefnir á til fjölda þátttöku og glæstra sigra. Fyrir þetta fólk er árangur á landsmóti mjög eftir- sóknarverður, og hvert stig sem unnið er gefur til kynna verðuga þátttöku viðkomandi íþróttahér- aðs. En það sem mest er um vert að á Landsmótum UMFÍ er hinn sanni íþrótta- og ungmennafé- lagsandi allsráðandi. Keppnis- gleðin skín úr hverju andliti, og fyrir þjálfara og félagsleiðtoga eru landsmótin mikil uppskeru- hátíð, sem jafnframt gefa ómælda orkuvæðingu til áfram- haldandi starfs. Hafsteinn Þorvaldsson Margir þjálfarar, fararstjórar og félagsforystumenn fylgja íþróttahópunum. Hér sjást nokkrir þeirra. 36 SKINFAXI ■

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.