Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 11
sveitir UMSK. 5000 m hlaupið var grein UIA, en þeirra menn urðu í 1., 2. og 4. sæti. í kúluvarp- inu sigraði Helgi Þór Helgason USAH með nokkrum yfirburð- um. HSK mennirnir unnu allir til stiga í kúluvarpinu og svo var einnig í fleiri greinum. í þrístökk- inu stukku þrír 14 m. og lengra. Þar sigraði Guðmundur Sigurðs- son UMSS eins og áður hefur komið fram. Síðustu greinar mótsins voru hluti af hátíðardagskránni á sunnudeginum. í úrslitum í 100 m hlaupinu sigraði Aðalsteinn Bernharðsson UMSE og var þar með búinn að vinna 3 greinar á mótinu. Svanhildur Kristjóns- dóttir sigraði í 100 m hlaupi kvenna. Hún lék sama leikinn og Aðalsteinn að sigra í 3 greinum á mótinu. 1 1500 m hlaupi kvenna sigraði Unnur Stefánsdóttir örugglega. Framkvæmd frjálsíþrótta- keppninnar tókst vel og var hnökralítil. Hátalarakerfið á vell- Helgi Helgason. inum var ekki nógu gott því illa heyrðist það sem sagt var. Mótið sjálft verður minnisstætt, mörg landsmótsmet voru sett og margir einstaklingar vöktu athygli fyrir frábæran árangur. Nokkrir ein- staklingar, áður óþekktir komu á óvart. Hér er hæpið að nefna nein nöfn nema þau sem unnu til sér- verðlauna fyrir afrek sín. Unnar Vilhjálmsson UÍA vann Svanhildur Kristjónsdóttir. besta afrekið í karlagreinum með íslandsmeti sínu í hástökki. Aðal- steinn Bernharðsson UMSE, Brynjúlfui Hilmarsson UIA og Svanhildur Kristjónsdóttir UMSK unnu allar sínar þrjár greinar og hlutu 18 stig hvot. Svanhildur vann einnig besta afrekið í kvennagreinum í 400 m hlaupinu. Tc; 100 m hlaup kvenna. Úrslitahlaupiö hafiö í 100 m hlaupi karla Svanhildur Kristjónsdóttir sígrar í 100 m hlaupinu. SKINFAXI Aöalsteinn Bernharösson sigrar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.