Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 4
Iþróttahátíö HSK
Aöalbjörg Hafsteinsdóttir
Íþróttahátíð HSK var haldin
12.—14. júlí á Selfossvelli. Tókst
hún í alla staði mjög vel, þó
strekkingsvindur og kuldi hafi
sett mark sitt á íþróttakeppnina á
föstudag og laugardag.
Um 320 keppendur voru skráð-
ir til leiks í hinum ýmsu greinum
frjálsíþrótta, frá 18 félögum.
Nokkur forföll urðu vegna hey-
skapar í þurrkinum, en það kom
ekki að sök, því keppnin var hin
skemmtilegasta, og þá sérstak-
lega í yngri aldursflokkunum.
Um 70 einkennisklæddir
starfsmenn unnu frábært starf á
þessu móti, og áttu ekki minnstan
þátt í að skapa þá góðu stemmn-
ingu sem ríkti á mótinu. Þá má
ekki gleyma kókinu, pönnukök-
unum og öllu fíneríinu sem konur
úr Sambandi sunnlenskra kvenna
Jón H. Sigurösson og Gísli
Magnússon meö verölauna-
skjölin. Ljósm. HSK.
seldu í stóra tjaldinu. Skipulag
allt og undirbúningur var að-
standendum hátíðarinnar til
sóma, svo og framkvæmdin.
Á sunnudeginum vr hátíðar-
dagskrá tileinkuð 75 ára afmæli
HSK og ári æskunnar. Nokkrir
bestu langhlauparar landsins
kepptu í Jónshlaupinu, 5000 m
hlaupi til heiðurs Jóni H. Sigurðs-
syni hlaupara. Jón ræsti hlaupið
og afhenti síðan sigurvegaranum,
Jóni Diðrikssyni FH, farandbik-
ar, gefin af K.Á. Selfossi.
Guðmundur Kr. Jónsson,
form. HSK, flutti stutt ávarp en
afhenti síðan sérverðlaun móts-
ins. Meðan á því stóð, fylktu
keppendur liði inná vellinum, og
röðuðu sér upp aftan við merki
síns félags.
Það var Umf. Selfoss sem sigr-
aði í stigakeppni hinna eiginlegu
þriggja móta; fullorðina, 15—18
ára og 14 ára og yngri.
Birgitta Guðjónsdóttir Selfossi
og Engilbert Olgeirsson Ingólfi
voru stigahæstu einstaklingar í
karla og kvenna flokki. Þeir Jón
H. Sigurðsson og Gísli Magnús-
son vallarstjóri voru heiðraðir
sérstaklega fyrir góð störf.
4 fræknir júdókappar, undir
forystu Bjarna Friðrikssonar
bronsverðlaunahafa frá síðustu
Olympíuleikum, sýndu júdó.
Sterkasti maður í heimi, Jón Páll
Sigmarsson, mætti í skotapilsi og
sýndi ýmsar listir við mikinn
fögnuð áhorfenda.
Hástíðinni lauk svo með um
800 m löngu ÆSKUHLAUPI um
götur bæjarins. Milli 150 og 200
krakkar hlupu og fengu öll viður-
kenningu að loknu hlaupi. Var
þetta hlaup góður endir á
skemmtilegri hátíð.
Engiibert og Birgitta voru stiga-
hœst. Ljósm. HSK.
4
SKINFAXI