Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 9
Vestur spilar út laufi, austur tekur tvo efstu og spilar þriðja laufinu sem vestur trompar. Og skilar spaða til baka. Eins og fyrri daginn getur sagnhafi einfaldlega veðjað á tíguldrottninguna öðru hvoru megin, og hugsanlega festir hann hendur á aðalsbornu hári drottn- ingarinnar, en — og það er jafn líklegt — hann getur líka gripið í tómt. En það er sama hve bráðlátir menn eru, allir myndu byrja á því að taka trompin í þessu spili. Og þá kemur sú merkilega staðreynd í ljós að vestur hafði byrjað með einspil. Þar með eru níu spil upp- lýst á hendi austurs, fimm lauf og fjögur hjörtu. Næsta skrefið er að kanna spaðann, taka ás og kóng og trompa spaða. Það er að segja, ef sagnhafi hefur ekki verið svo hirðulaus að henda „ónýtum“ spaðahundi úr borðinu í fjórða hjartað. Það hefur verið afdrifa- rík mistök, því þá væri engin leið að ná fullkominni talningu á austur. En segjum að sagnhafi hafi af framsýni sinni geymt spaðahundinn, sem en aldeilis ekki ónýtt spil. Þá skýrist skipt- ingin fullkomlega þegar þriðji spaðinn er trompaður. í þessu til- felli átti austur þrjá spaða, og þar af leiðandi aðeins einn tígul: Norður s K63 Vestur h ÁD3 t ÁG105 Austur s D9542 1 862 s G107 h 7 Suður h 10854 t D9642 t 8 I 54 s Á8 1 ÁKG109 h KG962 4t K73 1 D73 Ef spaðaþristinum hefði verið fórnað á altari kæruleysisins, gæti sagnhafi ekki komist að því hvort austur ætti 3—1 eða 2—2 í spaða og tígli. Hann þyrfti því að hitta á hvort hann ætlaði að spila vestur upp á tíguldrottninguna eða reyna að taka hana aðra fyrir aftan. Og ágiskun er hlutur sem menn eiga að reyna að forðast í Hausana a sinn staö 34. Sambandsþing UMFÍ 34. Sambandsþing UMFÍ verð- ur haldið að Flúðum dagana 6.—8. sept. n.k. Hefst þingið á föstudagskvöldinu 6. september kl. 20.30 á laugardagsmorgninum verður farið í Þrastaskóg og þing- fulltrúum sýndur skógurinn. Þar verður síðan snæddur hádegis- verður og að honum loknum verður þinghaldi haldið áfram, um kvöldið er fyrirhuguð kvöld- vaka. Áætlað er að þinginu ljúki um miðjan dag á sunnudag. Þing- fulltrúar eru minntir á að gleyma ekki svefnpokanum heima. □ ■ iii i ■a n .p-— SKINFAXI Flúöir þar sem þingiö veröur haldiö. 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.