Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 15
23. Rxg7! He5!
Besti varnarmöguleikinn.
Verkefni fyrir lesandann: Hvað
gerist eftir 23.-Kxg7? Lausn í lok
þáttarins.
24. Rf5!
Auðvitað tekur hann ekki
hrókinn. Biskupinn er margfalt
sterkari.
24.-HÍ8 25.Dd2 Kh8 26.Dh6 Hf7
27. Hael Bb5 28.c4!
Skemmtileg brella, sem ginnir
biskupinn frá því að valda e8-reit-
inn.
28. -Bxc4 29.Hxe5 Rxe5 30.Hel
Og svartur gafst upp. Riddar-
inn getur sig hvergi hrært vegna
máthótunar á e8 og ef 30.-Rfg4 er
einfaldast 31.Hxe5 Rxe5 32.De6
Kg8 33.Bxe5 og riddaraskák á h6
vofir yfir.
Þetta var vel tefld skák af hálfu
Shorts en skákir mótsins voru þó
ekki allar af sama gæðaflokki.
Ótrúlegir afleikir á stundum!
Afleikur mótsins kom í næst-
síðustu umferð í skák Jansa
(hvítt) og Rodriguez (svart). Er
þessi staða kom upp eftir 31. leik
hvíts Dd6-e6 voru báðir keppend-
ur í miklu tímahraki. Það afsakar
samt ekki það sem á eftir kom. . .
31.-d4??
Svartur veður í þeirri villu, að
eftir 32.Dxc4 geti hann leikið 32.-
Hfl mát. En hrókurinn er áfram
leppur!
Jansa treysti andstæðingnum
og lék. . .
32. De8 + ?? Hf8 33.Dh5 e4 34.g6
Hf2 35.Dh7+ Kf8 36.Be7+ Ke8!
og eftir þennan leik gafst hann
upp.
í stað 31.-d4?? frá stöðumynd-
inni, var 31.-Dc6! mun sterkara.
Þá er hvítur mát ef hann drepur
drottninguna og eftir 32.Dg4 e4
33. Hdl Hf2 34.Hcl Db6 35.b3
Dd4 36.De6+ Kh7 37.g6+ Kh6
vinnur svartur.
Og víkjum aftur að skák Short
og Van der Wiel. Ef svartur leikur
31.-Kxg7? kemur 32.Dg4+ Kf7
33.Bxf6 Rxf6 34.Hxf6 + ! Kxf6
35.Hfl+ Ke7 36.Dh4+! Kd6
37.Hf6+ og nú 37.-Kc5 38.Db4
mát, eða 37.-Kd7 38.Bh3+ hvítur
á þrjá menn eftir en allir sækja
þeir að kónginum.
Heimsmeistaramót öldunga
Heimsmeistaramót öldunga í
frjálsum íþróttum var haldið í
Róm dagana 22. til 30. júní. Þar
voru tveir keppendur frá Islandi,
þeir Ólafur Unnsteinsson HSK
og Guðmundur Hallgrímsson
UÍA, og stóðu þeir sig með mikl-
um ágætum. Ólafur keppti í kúlu-
varpi og kringlukasti, varð hann í
12. sæti í kúluvarpi og varpaði
11,65 m. í kringlukastinu kastaði
hann 35,14 m. og varð í 11. sæti.
Guðmundur varð 32. í 100 m.
hlaupi á 13,05 sek. í 200 m. hlaupi
varð hann í 29. sæti á 25,83 sek.
hann varð einnig í 29. sæti í 400
m. hlaupi á 57,07 sek. Er þetta
mjög góð frammistaða hjá þeim
félögum þrátt fyrir litla aðstoð
heimafyrir vegna þessarar ferðar.
Ólafur Unnsteinsson í kúluvarpskeppninni í Róm. Ljósm. DV.
SKINFAXI
15