Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1985, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAKEPPNIN: Fullorðnir: Þátttaka var í lágmarki í karla og kvennaflokki, vegna þess að núna keppti hver og einn, ein- göngu í sínum aldursflokki. Þá voru þau Unnur Stefánsdóttir, Soffía Gestsdóttir og Pétur Guð- mundsson á keppnisferðalagi í Svíþjóð. Engilbert Olgerisson sigraði í þremur hlaupagreinum: 100 m á 11,5 sek., 400 m á 54,6 sek., og 800 m á 2:14,5 mín. Ásgrimur Kristó- fersson Self. sigraði í kringlukasti 44,20 m og kúluvarpi 13,04 m. Ingvar Garðasson Skeið. sigraði í 1500 m og 5000 m hlaupum, Kári Jónsson í langstökki, 6,73 m. Þrír fyrstu í langstökki hnokka, 10 ára og yngri. Ljósm. HSK. Þær Birgitta Guðjónsdóttir Self., Ingibjörg ívarsdóttir Samh. og Hildur Harðardóttir Dags- brún voru atkvæðamestar í kvennaflokki. Birgitta sigraði í langstökki, stökk 5,80 m, í spjót- kasti 43,52 m. og 100 m. grinda- hlaupi á 15,8 sek. Ingibjörg varð fyrst í hástökki og 400 m hlaupi 62,3 sek., og Hildur var best í kúluvarpi og kringlukasti 31,30 m. Umf. Selfoss hlaut 92 stig, Skeiðamenn 41 og Hrunamenn 39. 15—18 ára: Kristín Gunnarsdóttir Selfossi setti HSK-met meyja, stúlkna og kvenna í hástökki er hún vippaði sér léttilega yfir 1,63 m. Hún sigr- aði einnig í langstökki 5,22 m og 100 m hlaupi 13,1 sek. Ólafur Guðmundsson sigraði einnig í þremur greinum í flokki 15—16 ára, kringlukasti, hástökki og 100 m hlaupi. Bjarki Viðarsson kast- aði spjóti og kúlu lengst í þessum flokki. í flokki 17—18 ára var það efnilegur hlaupari, Róbert Róbertsson Bisk., sem var nokk- uð áberandi. Hann sigraði í 100 m hl. á 11,8 sek og 1500 m á 4:46,1 mín. Jón B. Guðmundsson Sel- fossi stökk 6,71 m í langstökki, en meiddist og keppti því ekki í fleiri greinum. Sigríður Guðjónsdóttir og Linda B. Guðmundsdóttir Self. voru svo til einu þátttakendurnir i stúlknaflokki og sigruðu þær hvor um sig í þremur greinum. Umf. Selfoss hlaut 113 stig, Umf. Hrunamanna 63 og UBH 48 stig. 14 ára og yngri: í flokki 13 til 14 ára setti Guð- björg Viðarsdóttir Dagsbrún HSK-met í kúluvarpi 10,50 m. Hún sigraði einnig í langstökki og spjótkasti. Arnar Þor Björnsson Hrun., var bestur i langstökki 5,53 m og spjótkasti 35,14 m. Ást- valdur Óli Ágústsson UBH og Linda Larsen Self. hlupu vel í 800 m hlaupunum og sigruðu glæsi- lega. Ólafur Finsen, Rannveig Guðjónsdóttir, Jóhannes Helgi og Einar Gunnar Sigurðsson urðu öll Skarphéðinsmeistara i þessum flokki. í flokki 11—12 ára var keppt i 3 greinum: 60 m hlaup: Guðmundur Jónss. Self. 8,8 sek. Þrjár fyrstu í langstökki hnáta, 10 ára ogyngri. Ljósm. HSK. Ragnheiður Gísladóttir Self. 9,2 sek. langstökk: Jósef A. Skúlas. Self. 4,36 m Auður Á Herm.d. Self. 4,59 m 800 m hlaup: Jósef A. Skúlas. Self. 2:40,0 mín Auður Á Herm.d. Self. 2:58,8 mín Úrslit í flokki 10 ára og yngri urðu þessi: (20 til 30 keppendur í grein) 60 m hlaup: Róbert Jensson Bisk. 9,2 sek. Karl Á Hoffritz Self. 9,4 sek. Bergsteinn Arason Self. 9,4 sek. Björg Ólafsd. Bisk. 9,7 sek. Bergdís Gunnarsd. Self. 9,7 sek. Kristjána Skúlad. Hrun. 9,8 sek. langstökk: Bergsteinn Arason Self. 3,89 m Róbert Jensson Bisk. 2,87 m Daði Georgsson Hrun. 3,67 m Kristjana Skúlad. Hrun. 3,80 m Helena Guðm.d. UBH 3,60 m Guðrún Guðm.d. Samh. 3,59 m. Selfoss fékk 172 stig, Hruna- menn 68 stig og UBH 40 stig. A.H. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.