Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1985, Síða 25

Skinfaxi - 01.08.1985, Síða 25
Um bijóstkvef og lungnaþembu. Tveii tóbakssjúkdómar Meginhlutverk lungnanna er að sjá um loftskipti á súrefni og koltvísýringi. Lungnapípurnar leiða loftið út í fínni og fínni greinar og eftir u.þ.b. 24 greining- ar er komið út í sjálfar lungna- blöðrurnar. Þar flæðir súrefnið inn í blóðrásina, en koltvísýring- urinn út. Þessi loftskipti fara fram gegnum háræðahimnuna sem er samanlagt um 75 fermetr- ar að stærð. Það eru rauðu blóð- kornin sem flytja súrefnið út í vefina í líkamanum þar sem það er notað t.d. við upphitun á skrokknum og í orkufreka starf- semi af ýmsu tagi. Þegar fólk byrjar að reykja verður það oft fárveikt af vanlíð- an, ógleði og uppköstum. Þetta eru áhrif tóbaksreyksins á hinn óvana líkama. Með síendurtekn- um reykingum myndast þol og bráðu eitrunareinkennin hætta að gera vart við sig. Skemmdirnar á lungunum gerast svo hægt að varla er unnt að taka eftir breyt- ingunni sem verður á heilsufar- inu. Tálið er að um 15—20% þeirra sem reykja að jafnaði fái skemmdir í lungum eins og lýst er hér að neðan. í sumum ganga breytingarnar hratt fyrir sig en hjá öðrum hægt. Hjá flestum skiptir tíminn þó áratug eða ára- tugum. Lungnaskemmdirnar eru afar margvíslegar en í megin- dráttum má tala um þrenns konar breytingar. 1) Slímmyndun í lungnapípun- um. 2) Þrengingar á lungnapípunum og slöppun á vefnum umhverfis. 3) Eyðingu á háræðahimnunni þar sem loftskiptin fara fram. Bifháraþekjan hættir að slá upp þeim 100 ml. slíms sem venjulega myndast í lungnapíp- unum á hverjum sólarhring. Slímmyndandi frumum í lungna- pípunum fjölgar líka. Slímmynd- unin orsakast af tjörunni og fleiri efnum í tóbaksreyknum. Slímið sem ekki flyst upp öndunarveg- inn á venjulegan hátt með bifhár- unum ertir upp hósta. Þessi áhrif eru ein sér ekki hættuleg en óþægileg og óþrifaleg. Þrengingin í lungnapípunum orsakast aðallega af ertandi loft- tegundum í tóbaksreyknum. Lungun missa nokkuð af eigin- leikanum að skreppa saman eftir útsogun og þetta stuðlar að sam- falli á öndunarvegunum. Þreng- ingin í lungnapípunum veldur ýluhljóðum ofan í fólki og það fær mæði, hósta og úthaldsleysi. Tóbaksreykurinn veldur líka hægfara eyðingu á háræðahimn- unni og teygjuvefnum úti í lungnablöðrunum. Vegna þess hve háræðahimnan er stór í heil- brigðum lungum geta furðanlega stórir hlutar hennar horfið án þess að fólk finni úthaldið minnka. Þegar himnan hefur minnkað niður í helming af stærð sinni fer fólk þó yfirleitt að finna fyrir mæði við áreynslu og síðar líka við litla áreynslu eins og að klæða sig eða þvo sér. Eyðing hár- æðahimnunnar veldur því að lungun verða stór og slöpp, þ.e. lungnaþembu. Eins og áður segir tekur breyt- ingin á lungunum hjá þeim sem eru næmir fyrir áratugi en gerist þó jafnt og þétt dag hvern sem reykt er. í fyrstu er aðeins hægt að merkja aukna slímmyndun og enga öndunarteppu. Hin aukna slimmyndun veldur bara hósta en engri mæði og hóstinn er í byrjun bara á morgnana. Sá sem hóstar tekur oftast ekki eftir því sjálfur vegna þess að honum finnst þetta vera hluti af sér og sínu lífi. Með hverju ári sem líður aukast þó þrengsli í lungnapipunum og eyð- ing háræðahimnunnar í lungun- um. Það fara að heyrast ýluhljóð og þar með minnkar vinnuþrekið og úthaldsleysið eykst. Einnig þetta gerist næstum ómerkjan- lega hægt og flestir trúa að það sé bara aldurinn sem valdi. Loks er kominn surgur í lungun sem er meira eða minna stöðugur. Vegna þessara óþæginda leitar viðkom- andi þá oft læknis í fyrsta sinn. Ef reykingum er algerlega hætt á þessu stigi má enn hindra að veru- leg heilsufarsskerðing hljótist af. Ef hins vegar læknir og sjúkling- ur eru sammála um að gera lítið úr öllu saman tapast dýrmætur tími og þegar veikindin reka sjúk- linginn næst til læknis hafa e.t.v. liðið mörg ár. Á þessu seinna stigi er skaðinn oft skeður og reyk- bindindi eftir allan þennan tíma er þá kannski til lítils og bætir ekki berkjuþrengslin eða eyðingu þá sem orðið hefur á háræðun- um. Hins vegar minnkar slím- myndunin alltaf við að hætta að reykja og bara það bætir ástand og líðan, auk þess sem lyfjagjöf hjálpar oft verulega. Þannig er það ekki einu sinni við sextugs- eða sjötugsaldur of seint að hætta reykingum til þess að bæta líðan og minnka sjúkdóms- áhættu. Úr Hjartavernd 20. 2. 1983 (Lítillega stytt og breytt) Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir Lungna- og Berklavarnadeild Heilsuverndarstöð Reykjavíkur SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.