Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Page 17

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Page 17
vatnsdal og fékk þá yfirsýn um Faxa- flóasvæðið. Komu þeir með reksturinn á áfangastað um óttuskeið og sáu nokkru siðar morgunsólina risa yfir hálendið og baða hnjúka og hamrarið geislum sinum. Sagðist hann þá hafa orðið svo gagntekinn af hrifningu, að hann gleymdi þvi aldrei. Nokkrum árum siðar var það i haustleitum, að hann var ásamt öðr- um manni kvaddur til leitar i efstu göngum,um fjallseggjar nokkrar. Var þá þoka i lofti og útsýni sama og ekk- ert. Hófu þeir svo gönguna á brattann. Er þeir voru komnir langleiðina upp fór þokunni að létta, og er þéir náðu eggjunum var þar glaða sólskin. Gengu þeir þarna klukkutimum sam- an i sól og hita, en sáu þokubakkann i hliðunum fyrir neðan sig til beggja handa eins og ullarflóka. Þegar þeir komu i áfangastað seinni hluta dagsins oghittu aðra ganganamenn, trúðu þeir ekki Jóhannesi og félaga hans, að þeir hefðu alltaf verið i bjartviðri og sól. Þegar ég nú að endingu lit yfir ævi Jóhannesar finnst mér hún minna á göngu hans á fjallseggjunum. Hann var með svo opinn hug fyrir dýrð himinblámans og fegurð lifsins i mörgum myndum og leitandi sólar- geislanna. Hann gladdist við að sjá fagra jurt, ekki sizt háfjallagróður i klettaskoru og var lifið honum þvi oft sólskinsganga. þar sem öðrum finnst þeir aldrei sjá neitt út úr þoku mann- lifsins. Við leiðarlok þakka ég Jóhannesi ánægjulega samveru og samskipti á liðnum áratugum, sem ég mun alltaf minnast þakklátum huga. Sumarferð- in okkar til Austfjarða, var ferð sem aldrei var farin, en þegar minni lifs- ferð likur, myndi ég óska að eiga Jóhannes að ferðafélaga á landinu handan morgunroðans. Kæra Stein- unn, að endingu sendi ég þér, með þessum siðbúnu linum, börnum þin- um, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum, innilegustu samúðarkveðj- ur, og veitég að minningin um skyldu- rækinn og fjölhæfan manndómsmann, sem mannhylli naut i rikum mæli, verður ykkur harmabót á komandi ár- um. Sigurjón Sigurbjörnsson Hermann Hermanns- F. 3. febr. 1907. I). 21. júli 1970. Hann hefði átt sjötugsafmæli i dag. Ég var fyrir löngu búinn að hugsa mér að heimsækja hann á þeim degi og hlakkaði til. Það var gott að koma til þeirra hjónaiAsparfell2. Heimilið var hlýlegt óg fagurt. Viðmót hjónanna heillandi og notalegt. A afmælisdegin- um mundu börnin þeirra, sem nú eru öll vaxin og eiga sum sitt eigið heimili, verða þarna á heimili foreldra. Þetta er myndarlegur hópur og glæsilegur. Og þegargesturinn litaðist um, blas- ir hvarvetna við honum hreinleiki og smekkvisi i húsbúnaði. Já, listin á þar einnig sinn sess. Á gólfum eru rýateppi og dreglar, en einnig sjáum við myndasaum á púðum, flos og fleiri handunna muni. Allt vitnar þetta um listasmekk og snyrtimennsku. En það kann að koma flatt upp á ókunnunga, að flest þetta er handaverk húsbónd- ans, vinar okkar, sem nú er horfinn. Þeir sem ná sjötugsaldri eða meir, reyna allir það, sem Bólu-Hjálmar orðaði svo: „Vinir minir fara fjöld”. Við vorum 18, sem settumst i yngri deild Eiðaskóla haustið 1924. Nú er að- eins helmingur hópsins eftir hérna megin tjaldsins mikla, sem heimana skilur, og öll eigum við skammt eftir að ,,hinum dimmu dyrum”. Eg á glögga minningu frá þvi er ég kom fyrst að Eiðum á myrku haust- kvöldieftir langa göngu frá Seyðisfirði yfir Vestdalsheiði. Kennsla var hafin fyrir nokkrum dögum. Ég var öllum ókunnugur. Vel man ég nokkra af nemendum, sem ég tók eftir viö kom- una. Hermann var ekki einn af þeim. En ekki liðu margir dagar, þar til'ég veitti eftirtekt þessum 17 ára pilti, sem enn bar að ýmsu leyti svip bernskunn- ar. Hann var i hærra lagi á vöxt, grannur og beinvaxinn, friður sýnum, prúður og kurteis. Kynni okkar urðu ekki mikil fyrri námsveturinn, en hinn seinni vetur minn (Hermann var þrjá vetur i skólanum) vorum við herbergisfélag- ar, og auk þess báðir i stjórn matarfé- lagsins. Vegna þessa urðu samskipti okkar margvisleg og vináttauböndin styrktust. Hermann var ekki sterkur náms- maðurá bókleg fræði, enda var hann i son hópi hinna yngstu. En ekki voru allar námsgreinar honum jafnar. Bókhald lét honum vel og i teikningu var hann bæði smekkvis og vandvirkur. Og svo var það utan skólastofunnar t.d. við uppþvott og önnur eldhúsverk, sem okkur bar að vinna, þar fór enginn okkar hinna piltanna i fötin hans. Og ég man, að ekki var laust við að ég öf- undaði hann, þegar komið var á dans- gólfið. Hann var söngelskur og hafði laglega rödd. Við sungum dálitið saman seinni vetur minn með aðstoð Baldurs Andréssonar, kennara, sem bæði hvatti til söngs og var ætið boðinn og búinn til að aðstoða. Enn vil ég geta nokkurs, sem Her- mann vann sér til ágætis á Eiðum. Það hafði tiðkazt, að nemendur „færðu upp” sjónleik á hverjum vetri. Fyrri vetur okkar sýndum við Skugga-Svein við mjög lélegan aðbúnað. Baktjald að grasafjallinu var fengið að láni i Seyðisfirði, og báru einhverjir nemendur það upp yfir Fjarðarheiði. Seinni veturinn, er sýna skyldi Ævin- týri á gönguför, var i fyrsta sinn ráðizt i að koma upp heimaunnum leiktjöld- um. Ég man hve við vorum hrifin af skógarsviðinu og fundum jafnframt, hvað þessi búnaður létti okkur að leika. Það var virkilegur munur frá vetrinum áður. Aðeins einn af nemendum vann að þvi með Guðgeiri kennara að mála tjöldin og koma svið- inu i lag. Það var Hermann Her- mannsson. Annar kom ekki til greina. Hermann fór heim til sin á Seyðis- fjörð að loknu prófi 1926, en ég hafði þá ráðið mig i vorvinnu hjá Guðgeiri kennara en ætlaði siðan að fara land- veg heim til min norður á Þelamörk. Áður en við Hermann skildum á Eiðum, var fastmælum bundið að hann færi með mér norður. Ekki minnist ég þess, að hann ætti neitt íslendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.