Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 18
erindi á þessari leið annað en að sjá sig
um og að lengja með þessu móti sam-
veru okkar. Urðum við fleiri saman og
var þetta hin ágætasta ferð. Hermann
dvaldi nokkra daga heima i Skógum.
Þetta vari sláttarbyrjun og veður góð.
Það voru ánægjulegir dagar.
Næsta vetur seint gerðist annað
ævintýri, er mér auðnaðist að skreppa
austur að Eiðum til þess einkum að
hitta vini og kunningja.. Þann vetur
gerði Asmundur skólastjóri tilraun
með framhaldsdeild i skólanum. Voru
þar 6 nemendur og allir bekkjarbræð-
ur minirfrá fyrra vetri. Hermann var
einn þeirra. Hafði þá verið byggt við
skólahúsið og var nú rýmra og betur
búið að nemendum en áður. Þessir 6
þriðjubekkingar bjuggu saman i stóru
herbergi, sem nefnt var Háafell. Her-
mann sá um að ég fengi að búa þar,
meðanég dveldi á staðnum, Þeir dag-
ar voru fljótir að liða.
,,Að heilsast og kveðjast, það er lifs-
ins saga”. Það liðu fullir tveir tugir
ára áður en við Hermann hittumst
næst. Það var á Akureyri. Báðir áttu
þá fertugsaldurinn að baki. Margt
hafði breytzt. Við höfðum gengið ólfk-
ar götur. Ég var barnakennari en hann
bryti á millilandaskipi, Hvassafelli,
fyrsta skipi SIS. Það átti heimahöfn á
Akureyri og þvi fluttist Hermann
þangað. Og nú var hann ekki einn,
hann átti konu og fjögur börn. Kona
hans (en hún lifir mann sinn) er
Sigriður dóttir hins þjóðkunna bónda
og fræðimanns, Gisla Helgasonar i
Skógargerði i Fellum og konu hans,
Dagnýjar Pálsdóttur, ættaðri úr
Vestur-Skaftafellssýslu.
Hvað hafði drifið á daga Hermanns
frá þvi við skildum á Eiðum 1927? Það
kom mér ekki á óvart né öðrum, sem
höfðu séð handtök hans og nákvæmni
við eldhússtörfin á Eiðum, er það
fréttist að hann hefði lært matreiðslu
og væri orðinn ,,kokkur” á varðskipi
og si'ðar á strandferðaskipunum Súð-
inni og Esju. Ég minnist þess, að ég
hugsaði sem svo, að ekki mundu þeir
þurfa að kvarta undan kokknum á
þessum skipum.
Störf þessi hafði Hermann i nokkur
ár. Hann er þá enn einhleypur maður
og faðir hans á lifi en hann andaðist
snemma á árinu 1933, og siðari kona
hans, Jakobina, hafði dáið nokkrum
mánuðum fyrr. Þau skildu eftir sig 3
börn um og innan við 10 ára aldur.
Hermann brá við skjótt kom til Seyðis-
fjarðar og settist að i gamla húsinu,
Elverhöj, þar sem hann var uppalinn,
og tókst með aðstoð systur sinnar eða
systra að halda þar heimili og sjá um
uppeldi háfsystkina sinna. Enn er
hann ókvæntur. En hver var nú at-
vinnan? Hann stofnar hótel. Þar kom
honum að góðu liði kunnátta i matar-
gerð, en þrifnaður, snyrtileg
umgengni og prúðmannleg framkoma
var honum allt i blóð borið. En það
mun hótelhaldara allt nauðsynlegt.
Þau Sigriður giftust 1937. Þrem ár-
um seinna varð eins konar bylting á
Seyðisfirði eins og raunar á íslandi
öllu. Ég á við hernám Breta hér á
landi. Þá hætti Hermann hótel-
rekstrinum, en Bretarnir fengu húsið
leigt til sinna þarfa. Hvað var þá til
ráða? Það er eins og þessum manni
hafi verið flestir vegir færir. Nú gerist
hann lögregluþjónn á Seyðisfirði og
siðar tollvörður bæði þar og i Nes-
kaupstað. Og sem tollvörður gengur
hann um borð i Hvassafell og stendur
þá svo á, að það vantar bryta á skipið.
Það er kannski ekki mjög algengt, að
tollvörður sé heppilegasti maðurinn i
þá stöðu, en hér féll allt saman. Hver
skyldi vera hæfari til þess að vera
bryti á skipinu en lærður og vanur
matreiðslumaður og hótelhaldari.
Hvort sem þetta hefur verið rætt meir
eða minna, réðst Hermann nú til þessa
starfsog þess vegna hittumst við núa á
Akureyri. Þangað fluttust þau hjónin
1948 og áttu þar heima i 10 ár. Þá lá
leið þeirra til Reykjavikur. Hermann
hélt áfram að vera bryti á skipum SIS
en ekki alltaf þeim sömu. En þar kom
að hann treystist ekki til að halda þvi
áfram vegna heilsubilunar. Þá gerðist
hann bryti við elliheimilið Hrafnistu
hér i Reykjavik og gegndi þvi starfi
unz yfir iauk En eitt sinn á árunum
milli 1960 og ’70 tók hann að sér for-
stöðu félagsheimilisins á Hvolsvelli,
sem rekið var sem hótel, um tveggja
ára skeið. Var hann beðinn um þetta
og fékk þá leyfi hjá húsbændum sínum
á Skipadeild SIS, en tók aftur við hinu
fyrra starfi að loknum þessum tveim
árum. Hjónin fluttust austur með fjöl-
skylduna, og er þau sneru til baka,
varð ein dóttirin eftir á Hvolsvelli og
býr þar enn.
Hér hefur verið leitazt við að draga
upp ævimynd Hermanns Hermanns-
sonar grófum dráttum. En íslending-
um finnst það léleg eftirmæli, sé upp-
runans að engu getið. Ætt Hermanns
reyni ég ekki að rekja, en foreldrar
hans voru Hehmann Þorsteinsson og
Jóhanna Stefánsdóttir. Þau voru eitt-
hvað skyld, bæði af svokallaðri Njarð-
vikurætt yngri, Afi og amma Her-
manns Þorsteinssonar voru Þorsteinn
Ólafsson og Sigriður Eiriksdóttir, köll-
uð Otsveitarsól. Hermann lauk prófi
frá Möðruvallaskóla 1896 tvítugur að
aldri. 1 20ára minningarriti skólans er
hann sagður skósmiður i Stavanger í
Noregi. Heim kominn til Seyðisfjarðar
gerist hann skósmiður þar, en setur
siðar upp verzlun og fæst við sitthvað
fleira. Fyrri konu sina, móður Her-
manns yngra, missti hann 1918. Þau
eignuðust7 börn og voru flest ung, er
hún andaðist. Eins og áður er getið
kvæntisthann aftur, Jakobinu Jakobs-
dóttur. Hana kann ég ekki að ættfæra.
Þeim varð fjögurra barna auðið, en
eitt dó kornungt.
Sem kunnugt er, var Seyðisfjörður
mikill uppgangsbær fyrir aldamótin
siðustu og lengi bjó staðurinn að þeirri
menningu, sem þá blómgaðist. Her-
mann Hermansson ólst því upp i
snyrtilegu menningarumhverfi. Hve
mikil áhrif það hefur haft á mótun
hans, er auðvitað ekki hægt að segja,
en umhverfið setur þó alltaf svip á þá,
sem það fóstrar. En Hermann endur-
galt það aftur, þegar hann var orðinn
þess megnugur. Mér skilst á kunnug-
um, að hann hafi tekið mjög virkan
þátt i flestu þvi, er til menningar
horfði á þeim árum, sem hann bjó þar
fulltiða maður. Eitt vil ég sérstaklega
nefna, af þvi að mér finnst það i svo
miklu samræmi við eðli hans allt. Er
hann var i lögreglunni, kom hann
þeirri venju á við jarðarfarir, að lög-
reglumaður gekk á undan likfylgdinni
ogsá um að ekki væru hindrariir i vegi,
eða sem sagt að öruggt væri, að allt
færivelfram. Þá veitég, að hann vann
oft að leiktjaldamálningu og fleiru i
sambandi við leiksýningar.
Þess hefur verið getið, að þau Her-
mann og Sigriður áttu fjögur börn, er
þau settust að á Akureyri 1948. Siðar
bættust þrjú við, svo að börn þeirra
eru alls sjö. En til viðbótar má raunar
telja dreng, son Dagnýjar dóttur
þeirra, sem þau ólu upp og er enn i
heimilinu, yngstur i hópnum. Börn
Hermanns og Sigriðar eru þessi i réttri
aldursröð: Jóhann Smári, Gigja,
Dagný, Hermann, Gisli, Ragnheiður
og Stefán. En Hermann hafði eignazt
dóttur áður en hann kvæntist, svo að
börn hans eru þvi átta alls. Þessi dóttir
hans heitir Jakobina og er nú búsett i
Hafnarfirði. Móðir hennar heitir Val-
gerður Hallgrimsdóttir og er frá
Skálanesi við Seyðisfjörð.
Mér virðist systkinin öll vera sér-
staklega geðug og mennileg. Þau virð-
ast hafa erft gott úr báðum ættum og
er það vel.
En þess vil ég geta, að eðlilega
hefur móðirin haft meiri veg og vanda
af uppeldinu, einkum þeirra yngri, þar
sem faðiririn var langdvölum burtu.
Og enn er heimilið i Asparfelli 2 undir
hennar stjórn og opið þeim börnum og
barnabörnum, sem vilja eða þurfa að
hafa þar skjól og vernd.
Ég bíö þeim öilurn Dlessunar.
3. febr.
Eirikur Stefánsson
frá Skógum
18
islendingaþættir