Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 22
Björn Jóhannesson
Hinn 1. febrúar sl. voru liöin 100 ár
frá fæöingu Björns Jóhannessonar
bónda aö Nolli i Grýtubakkahreppi.
Viö þessi timamót skal hér minnzt
helstu æviatriöa þessa mæta manns.
Björn fæddist aö Nolli 1. febrúar
1877, sonur hjónanna Jóhannesar
Guömundssonar bónda þar og Guö-
bjargar konu hans Björnsdóttur frá
Pálsgeröi.
Þau Jóhannes og Guöbjörg munu
hafa búiö viö mikla fátækt eins og tltt
var um bændafólk á þeim tíma. Þau
eignuöust 14 börn, 5 dóu i æsku, en 9
komust til manns og uröu myndar- og
dugnaðarfólk, náöu flest háum aldri og
erfrá þeim kominn mikill ættbálkur.
Systkini Björns sem upp komust voru:
Jóhanna húsfreyja á Grund i Höföa-
hverfi 1875-1955.
Lilja húsfreyja á Noröfirði 1876-1957.
Hermundur smiöur á Akureyri 1879-
1953.
Auöur húsfreyja á Isafirði, siöar I
Reykjavik 1882-1968.
Kristinn sjómaöur á Akureyri 1884-
1945.
Sesselja húsfreyja á Noröfiröi 1889-
1975.
Sigurður sjómaöur á Akureyri 1891-
1926.
Kristin húsfreyja á Akureyri 1893-
1957.
Björn fór ungur til sjós og var bæöi á
handfæra- og hákarlaskipum. Var
lengi á oröi hve fengsæll fiskimaöur
hann var. Þegar faðir hans andaöist,
áriö 1901, stóö hann fyrir búi á Nolli I
eitt ár með móður sinni og yngri syst-
kinum, en tók siöan alfariö viö búinu
áriö 1905 ásamt eiginkonu sinni Onnu
Pálsdóttur frá Skeri á Látraströnd, en
þau giftust 28. janúar 1903. Þeim Birni
og önnu búnaðist vel þótt rýr
væru efnin I byrjun, enda viöbrugöiö
dugnaöi þeirra og hagsýni.
Björn var hinn mesti hagleiksmaður
og lagöi þvi gjörva hönd á margt með
búskapnum. Auk þess að byggja og
laga sín eigin hús veröa ekki talin
dagsverkin, sem hann miðlaöi ná-
grönnum sinum og sveitungum viö
lagfæringu og uppbyggingu. Sjóinn
stundaöi hann einnig, enda var Nollar-
vikin lengi fengsæl veiöistöö. Sjálfur
smiðaði hann báta sina og aöra
aöstöðu i landi til aö nýta aflann.
Margur góöur fengur kom þar á land,
bæöi þorskur, koli og sild, meöan
Eyjafjörður var fullur af lifi og slld
fyrir öllu Noröurlandi. Menn komu úr
nærsveitum og fengu lánaöan bát og
veiðarfæri á Nolli og drógu oft góöan
afla til búa sinna.
Um margra ára skeiö stundaöi
Björn síldveiöar seinni hluta sumars I
lagnet á Nollarvlkinni og saltaði afla
sinn i landi. Vann heimilisfólkið að
þessu og vænkaðist viö þetta mjög
hagur heimilisins.
Um 1930 smiöaði Björn bát og setti I
hann bensinvél. A þeim bát flutti hann
fólk og varning aö og frá Svalbarös-
eyri og Akureyri þar sem þá var ekki
vegasamband nema um Fnjóskadal
milli þessara staöa og Höhðahverfis.
Ariö 1934 hóf hann mjólkurflutninga á
bát sinum ti Mjólkursamlags KEA á
Akureyri fyrir bændur i Höföahverfi.
Hafði hann þessa flutninga á hendi I
eitt ár, en þá tók við tengdasonur hans,
Kári Baldursson, á stærri bát, enda
jukust flutningarnir frá ári til árs.
Stóðu þessir flutningar til ársins 1940.
Segja má, aö á þessum árum væri
Nollarvík aðalsamgöngumiöstöö ibúa
Grýtubakkahrepps. Var þvi oft gest-
kvæmtá Nolli. Ósjaldan komu hraktir
ogvotir ferðalangar er illt var i sjó, en
Anna sá um aö hafa jafnan heitt á
könnunni eöa mat, svo og aö þurrka föt
eöa lána þurr og hlý. Stundum gistu
margir ef hriö, ill færö eöa myrkur
hamlaöi för. Var þá stundum þröngt I
Nollarbænum, en allt slikt var af þeim
Birni og önnu talið sjálfsagt og
velkomiö. Margir eru þeir, sem
minnast þeirra hjóna meö hlýhug og
þakklæti frá þessum árum.
Björn tók mikinn þátt i kirkjulegu
starfi. Var meöhjálpari I Laufáskirkju
frá unga aldri meöan aldur og heilsa
leyföi og i sóknarnefnd fjölda ára.
Rækti hann þessi störf af samvizku-
semi, enda einlægur trúmaður.
Jafnframt þvi aö stunda sjóinn bátti
Björn jörö sina, enda gaf bú hans
góöan arö. Viöbrugöið var dugnaöi
önnu viö öll störf úti sem inni, enda
féll henni aldrei verk úr hendi.
Sambúð þeirra hjóna var ástrík og
farsæl. Þeim var 7 barna auöið og eru
þau þessi:
Sigriöur Þóra, gift Þorvaldi
Arnasyni sjómanni á Arskógsströnd.
Þau eru nú búsett á Akureyri.
Kristin, gift Hauki Frimannssyni
sjómanni á Arskógsströnd. Nú ekkja,
búsett á Akureyri.
Jóhannes Kristján, kvæntur Gyöu
Jónsdótturfrá Akureyri. Ekkjumaður.
Hefur verzlun á Hjalteyri.
Guðbjörg, gift Kára Baldurssyni
skipasmið á Akureyri.
Hólmfriður Halldóra, gift Ingólfi
Benediktssyni málara, Grenivik.
Snæbjörn Armann, kvæntur Unni
Stefánsdóttur frá Svarfaðardal. Bóndi
á Nolli, fimmti ættliöur sem þar býr.
Ingibjörg Birna, gift Theodór
Gunnarssyni verzlunarmanni á
Akureyri.
Björn á Nolli var maður glaðlyndur,
hrókur alls fagnaöar i góðum vina-
hópi, en var þó aldrei með hávaöa eöa
gambur. Hann naut þess aö greiöa
götu samferöamanna sinna, drengur
hinn beztiog hlaut aödáun og viröingu
allra sem kynntust, enda hefur enginn
26
islendingaþættir