Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 24

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 24
Þorbjörn Arnoddsson Hann lézt heima á Seyðisfirði 31. ágúst 1976 á 80. aldursári. Slðari hluta ævi hans var samofinn samgöngumál- um Seyðfirðinga og sá þáttur gildur, sem hann spann i þeirri llftaug, sem öruggar samgöngur eru sérhverri byggð. Farandmenn eins og sá, sem þessar llnur skrifar, gleyma honum seint. Og raunar hygg ég, að Þorbjörn verði næsta hugstæður samferða- mönnum almennt sakir persónuleika hans, burtséð frá afreksverkum á veg- um úti. Ég held lika, aö Þorbjörn hafi verið mjög vinmargur. Aldrei heyrði ég nokkurn leggja honum illt til. Og hann átti trygga og dugmikla sam- starfsmenn sem voru vinir hans. Þorbjörn Arnoddsson fæddist að Giljum á Jökuldal 3. marz 1897. For- eldrar hans voru hjónin Ingunn Antoniusdóttir frá Markúsarseli I Alftafiröi suður og Arnoddur Þorleifs- son frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Þau bjuggu næstu 10 árin á ýmsum bæjum á Jökuldal. Þá fluttust þau út I Hróarstungu, bjuggu fyrst I Heiöarseli og siöar i Brekkuseli til dauðadags. En þau létust meö stuttu millibili árið 1920. Þorbjörn var þá við smlðanám hjá Jónasi Þórarinssyni á Hrafna- björgum. Hann lauk þvl námi, fluttist til Seyðisfjarðar og átti þar heimili upp frá þvl. Þorbjörn vann i fyrstu I vélsmiðju Jóhanns Hanssonar viö járnsmiöi og vélaviðgerðir. Eftir það mátti segja, aðhanværijafn vigurá tré og járn, en næstu árin vann hann viö húsa- og hús- gagnasmiðar. Hef ég fyrir satt, aö hann hafi verið bæði hagur og kapps- fullur við verk. Árið 1925 kvæntist hann Þórunni E. Waage, sem var ættuð frá Seyöisfirði og Mjóafirði. Eignuðust þau eina dóttur, Palinu Kristínu. Hún rekur verzlun á Seyöisfirði og var alltaf samtlöa föður sinum. Um 1935 tókst Þorbjörn á hendur viðgerðir bila og slðan akstur I al- mannaþágu. Það varð eftir það áðal- starf Þorbjörns. Og þótt hann hætti áætlunarferðum hálfs jötugur, þá fékksthann við akstur til sföasta dags. Hann hafði bil i smiöum á verkstæði sinu, snjóbil, og hugðist útfæra þar hugmyndir sinar um ýmsar nýjungar. 28 Var hann búinn að efna sér I bilinn og nokkuð langt kominn meö smiðina. Þorbjörn lifði þróun islenzkra vega I hálfa öld. Torfæruakstur var honum iþrótt og mér fannst hann ævinlega vera við öllu búinn. Það var eitt sinn um vor i leysingu, að við komum að „stórri móðu” i lægð norðanvert á Fjarðarheiði, en litill fólksbíll á vegin- um og vatn upp á miðjar hurðir. — Það var eins og ekkert væri sjálfsagðara! Þorbjörn seildist aftur fyrir sig og tók fram vöðlurmittisháar, sem hann brá sér i, festi taug i þann sokkna og dró hann á þurrt. Ahöfninni buðum við far. Hægt en örugglega ók hann yfir ,,móð- una” og siðan héldum við leiðar okkar eins og ekkert hefði i skorizt. —- Þetta atvik er dæmigert. En sérgrein Þor- björns var þó akstur snjóbíla I bratt- lendi. Þar var hann svo sannarlega brautryðjandi. Gjörbylting varð i vetrarsamgöngum Seyöisfirðinga með tilkomu snjóbilsins. Þaö var undrun- arvert, hversu Þorbjörn komst leiðar sinnar i bullandi ófærð og bráðófæru i veðri. Fjaröarheiðin er ekkert lamb að leika sérviðá vetrardregi. Þar var aöalvettvangurinn — en ekki sá eini, þvi aldrei var neitað ef unnt var að rétta hjálparhönd. Auk þess heilluðu öræfin. Akstur var um langt skeið atvinna Þorbjörns, sem hann haföi lifsfram- færi sitt af. Jafnframt voru góðar samgöngur og batnandi hans hjartans mál. Er þá vel, þegar saman fer hug- sjón og starf. Þorbjörn var sæmdur riddarakrossi hinnar Islenzku fálkaoröu 17. júni 1975 fyrir brautryðjendastörf á sviði sam- göngumála. En hann var raunar verö- ur viðurkenningar einnig sakir ann- arra hluta og er mér þá efst i huga ævilöng eljusemi og trúmennska I verki og órofa tryggð við Island og þess aðskiljanlegu náttúru, dauða og lifandi. Varð ég þess oft var hversu glöggt auga hann hafði fyrir mörgum þeim tilbrigðum daáamlegum, sem fara fram hjá mér og minum likum nema okkur sé á þau bent. Það væri þarft verk til varðveizlu merkrar sögu — og yrði góð lesning að gera myndarlegan þátt um Þorbjörn Amoddsson, æviferilhans, afrek, já og ævintýri, ef svo má aö oröi komast. Hér veröur litlu við bætt þennan fá- tæklega ramma, sem ég læt fylgja ljósmynd hans. A ég þó margar góðar minningar frá samverustundum. Fyrsti fundur okkar Þorbjörns er mér einkar minnisstæður og svo orðin, sem hann sagði. Við mættumst á Ströndinni út hjá Melstað. Hann kom að innan á herbil gagngert til að spara mér sporin. Ég var nýkominn af Brekkugjá, var vist eitthvað latur og haföi hringt frá Hánefsstöðum. Hyar geturðu snúið? spurði ég þegar við höfðum heilsast og sá enga möguleika á örmjóum ruðningnum. Bara hérna, sagði Þorbjörn rólega, sneri bilnum á staðnum og beindi för til réttar áttar. Þegar ég frétti, að Þorbjörn hefði látist árla morguns við verk sitt, þá varð mér aö hugsa: Hefði nú Drottinn spurt: Hvar vilt þú taka vendinguna? Mundi þá ekki Þorbjörn vinur vor hafa svarað sem fyrr: Bara hérna. — Honum var aldrei neitt að vanbún- aði. Og þannig hugsa ég mér að það hafi veriö þá óg verði framvegis. Vilhjálmur H jálmarsson. íslendingaþættír

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.