Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 25
Sigurður Matthíasson Fæddur 24. sept- ember 1924 Dáinn 17. júli 1977 Til moldar oss vigöi hiö mikla vald Hvert mannslif, sem jöröin elur Sem hafsjór er ris meö fald viö fald Þau falla en Guö þau telur Þvi heiöloftið sjálft er huliöstjald. Sem hæöanna dýrö oss feliir. Aöfaranótt sunnudagsins 17. júli sl. andaöist hér i Reykjavík, Siguröur Matthiasson kaupmaöur langt um ald- ur fram eöa aöeins 52 ára aö aldri. Meö Sigurði er genginn einn eftirminnileg- asti og áhrifamesti persónuleiki Ur kaupmannastétt, sem fram hefur komiö á seinni árum og er hans sárt saknað af öllum, sem einhver kynni höfðu af honum bæði innan stéttar hans og utan. Sigurður Hinrik Matthiasson var fæddur i Reykjavik 24. september 1924, kjörsonur hjónanna Guðrtlnar Astu Guömundsdóttur (f. 10/10 1898, d. 24/4 1975) og Matthiasar Jóns Sigurös- sonar sjómanns (f. 20/2 1896 d. 12/8 1973) Um fjögurra ára aldur fluttist Sigurður með foreldrum sinum til Akraness og þótti alla tið vænt um þannstaöog vildi veg hans sem mest- an. Minntist hann oft veru sinnar i knattspyrnu-og skátafélagi á staönum og uröu margir af þeim piltum sem hann ólst upp meö þar, hans beztu og kærustu vinir alla tiö. Kom þar fram tryggð hans og meðfæddur hæfileiki til þess aö laöa aö sér fólk, en þaö átti hann mjög hægt með og var vina- og kunningjahópur hans stærri en al- mennt gerist. A Akranesi stundaöi hann alla al- genga vinnu, svo sem titt var um pilta á þeim árum eða þar til Sveinn Guö- mundsson kaupfélagsstjóri hjá Kaup- félagi S. Borgfiröinga kom að máli við hann og fékk hann eftir nokkra eftir- gangsmuni til þess aö hefja störf hjá félaginu. En þar með var framtið hans ráðim Upp frá þvi helgaöi hann alla starfskrafta sina verzlun og viðskipt- um og á þeim vettvangi naut hann sin til fulls, enda þótt segja megi að fá muni vera þau störf sem Siguröur heföi ekki leyst af hendi með hinni mestu prýöi svo þróttmikill og ihugull sem hann reyndist i hverju þvi, sem hann tók sér fyrir hendur. Hvaöan Sigurði var kaupmennkan i blóð borin, sem raun reyndist er mér ekki kunnugt en tveir móðurbræður hand stunduðu kaupsýslustörf meö miklum ágætum, en það voru þeir Jas- onSigurðsson kaupmaöur á Framnes- vegi 19 siðar i Efstasundi 27 og Dag- bjartur Sigurðsson kaupmaður i verzl- uninni Höfn við Vesturgötu. Frá Akranesi lá leið Sigurðar til Reykjavikur árið 1944, en þar vinnur hann verzlunarstörf hjá öðrum þar til hann kaupir verzlunina Vfsi að Fjöln- isvegi 2 af Sigurbirni Þorkelssyni og fleirum árið 1951 og hefur starf sitt sem sjálfstæður kaupmaður og breytir nafninu i verzlunin Viðir. Með útsjón- arsemi og þrotlaustri vinnu blómgast þetta fyrirtæki jafnt og þétt og á árun- um 1963-’65 reisir hann verzlunarhús að Starmýri 2 og flytur verzlunina þangað. A þessum tima vaxa synirnir tveir Matthias og Eirikur úr grasi og taka æ rikari þátt i verzlunarrekstrinj- um. 1 ársbyrjun 1976 kaupa þeir feðgar verzlun Silla og Valda i Austurstræti 17og hafa rekið hana af sinum alkunna dugnaði og atorku ásamt verzluninni i Starmýriundir Viðisnafninu, sem þeg- arer orðið vel þekkt meöal reykviskra neytenda, en einnig um land allt. Þrátt fyrir umsvif Sigurðar i verzl- unarrekstrinum tekur hann virkan þátt i uppbyggingu samtaka kaup- manna, bæði á hinu faglega sem á hinu hagsmunalega sviði. Munaði um framlag hans á þeim sviöum sem öör um og munu fá ráð hafa verið ráðin, þannig að ekki væri leitað umsagnar hans um hvernig skyldi að staðið.. Þannig átti hann rikan þátt i stofnun Kaupmannasamtaka íslands, sem áð- ur hétu Samtök smásöluverzlana. Einnig studdi hann af alefli stofnun Verzlunarsparisjóðsins nú Verzlunar- banka Islands h.f. og lét sér ætið mjög annt um vöxt hans og viðgang. Þá var hann einn af forgöngumönnum að stofnun heildsölufyrirtækis i eigu kaupmanna, Matkaups h.f. og var hann stjórnarformaður i þvi félagi, er hann lézt. Margt mætti rita um störf Sigurðar fyrir Matkaup h.f. sem bæði voru mikil og farsæl, en á engan tel ég hallaö, þóttsagtsé, að hann hafi verið sú kjölfesta,er aldrei haggaðist, ef um hagsmuni eða framtið þess félags var að ræða, og óhagganlegastur þá mest á reyndi. Sigurður tók einnig þátt i stofnun kjötvinnslu i eigu kaupmanna, Búrfells h.f. og tók hann lifandi þátt i uppbyggingu þess og rekstri, enda þótt hann léti öðrum eftir aö leiða það. Frumlegur og sifellt ihugandi hvað stétt sinni mætti verða að liöi leitaði hann leiða til þess að efla hana til virð- ingar og áhrifa i atvinnulifi þjóðarinn- ar, svo sem hann taldi henni bera, þvi honum var ljóst, að verzlun er nauðsyn og hversem að henni vinnur af alúð og kostgæfni, vinnur þjóð sinni og sam- borgurum vel. Enda þótt Siguröur væri hlédrægur og þaö að minu áliti og margra ann- arra um of.komsthann ekki hjá þvi að vera kosinn i trúnaðarstöður fyrir fé- lög og samtök kaupmanna. Þannig sat hann i mörg ár i framkvæmdastjórn Kaupmannasamtaka Islands, sat i stjórn Lifeyrissjóðs verzlunarmanna og varamaður i bankaráöi Verzlunar- banka Islands h.f., er hann lézt. 1 fleiri stöðum og embættum hefði hann getað setiö í, en meðfædd hlédrægni bannaöi honum að færast meira i fang, enda islendingaþættir 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.