Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 27
Guðjón Bj. Guðlaugsson
F. 4. ágúst 1906
D. 21. marz 1977
„Vinn þú meöan dagur er,þvi nóttin
kemur þá enginn getur unnið”. Ljóst
mátti öllum vera, er Guöjón þekktu, aö
slik var hans óbrigöula lifsstefna.
Aðeins 10 ára gengur hann I barna-
stúku þar vestra og hvikar aldrei frá
þeirri hugsjón ævilangt.
Guðjón bar nafn frænda sins, er ver-
iö haföi forustumaður i héraöi og al-
þingismaöur og mér skilst aö móöir
hans hafi einnig veriö sterkur per-
sónuleiki sem ekki hafi beðið hvern
sem var að leiða sig i einu eöa neinu.
Ekki er ólíklegt að þetta allt hafi haft
sterk mótunaráhrif á drenginn og hinir
eldheitu baráttumenn eins og Helgi
Sveinsson bankastj. og Vilmundur
læknir oröið þess valdandi að hann
setti sér svo sterkar lifsstefnulinur
sem reynd varö, aö reyna heldur aö
vera leiöandi annarra, en láta leiöa sig
blindan. Likama og sál skyldi hann
rækta svo sem unnt væri, en hart var
þá i ári eins og þetta litla ljóö hans
sýnir, er hann kom hingað frá eins
vetrar námi á Hvitarbakka:
Minn háskóli var kreppa
og litið vinnuval
þvl varð ég oft aö hlma
niöri á Eyri.
Þaö þykir kannski barlómur
og bölvað eymdatal,
en bitur reynsla,
. og hana þekktu fleiri.
Ungur mun Guöjón hafa numið sund
vestur á Reykjanesi er hann iðkaöi
siöan alla tiö, var og um skeið bað-
vörður viö Skerjafjörðinn. Aldrei
kunnihannaö hlifa sjálfum sér, og þar
nutu aörir þeirrar sterku fyrirmyndar,
er hann hikaöi ekki viö löng sund i
köldum sjóeöa neinar æfingartil aö ná
settum mörkum, ekki aöeins i Viöeyj-
arsundinu sem hann var heiðraður
fyrir 1953, heldur mörgum öðrum og
viö margan vanbúnaö er nú mundi
kallað vera. Þá nær fimmtugur. Engin
hætta var á þvi að Guðjón léti neinn
leiða sig úti þann meinleysislega leik,
eins og það var oft orðaö, um reyking-
ar. Þar skyldi hann og vera fyrirmynd
annarra, og geröist harður baráttu-
maður Krabbameinsfélagsins móti
reykingum og þótti þar ekki myrkur
i máli um þær hættur báðar, áfengið og
tóbakið.
Hann átti lika þvi láni aö fagna, aö
öll fjölskyldan stóð saman f þvi sem
ööru, og vera umvafinn umhyggju
sinnar góöu konu og allra sinna, er
þrek og heilsa fóru aö bila.
Kynni min af Guöjóni hófust ekki
fyrr en ég kom i st. Framtiðina 1961.
Þar gegndi Guöjón ýmsum embættum
var m.a. æðstit., ritari, gjaldkeri ofl.
ofl. og nú siöast fjármálaritari.
Ætiö var Guöjón vakandi á verðin-
um og gotttil hans aö leita til starfa á
mörgum sviðum.
Þaö munaði um hann við bindindis-
mótin.
Þeir,sem mest hafa unnið við undir-
búning mótanna og framkvæmd
þeirra, hafa gerst reynt hans góöu
samvinnu bæöi sem smiös og til hvers
er var á nótt sem degi bæði aö Húsa-
felli og Galtalæk.'Slikar gleðistundir
hjápaði hann lika aö endurlifa, er hann
haföi fléttaö endurminningarnar i
gamanbragi, og flutti á skemmti-
kvöldum.
Guðjón taldi ekki eftir sér neitt það
er til heilla gæti verið hugsjóninni um
fyrirbyggjandi starf, eins og það aö
búa sem bezt i haginn til þess aö sem
flestir gætu lært að skemmta sér án
eiturlyfja og eiga aöeins gleöilegar
minningar þar fríT.
Margt af slnum og annarra ljóöum,
gamni og alvöru, varðveitti hann i
myndarlegri bók stúkunnar, og mun
margt af þvi hvergi annarsstaðar aö
finna.
Eins og hann hafði bætt viö sundnám
sittmeö virku starfi i K.R. bætti hann
lika við sitt bóknám meö þátttöku I
Námsfl. Rvikur. Þaö nýtti hann lika
vel i þágu I.O.G.T. var sfvakandi til
sóknar og varnar og siöasta grein
hans, „ViðReykjavíkurbarinn”, kom i
Timanum tveim dögum eftir aö hann
var allur og varö m.a. sú kveikja, aö
Timinn birti næsta dag á heilsiöu þing-
ræðu Vilmundar læknis frá 1932:
„Ahrif öldrykkju á áfengisneyzlu”.
A þessa ræöu haföi Guöjón áöur
minnt i' stúkunni, og er hún enn vel
þess virði aö vera lesin sem allra tima
reynd bjórhættunnar.
Auk félagsstarfanna reyndi ég oft
hversu gott var til hans að leita ef ein-
hverja smiöavinnu skorti þar sem ég
var að störfum, hvort sem vélavinnu
þurfti við, eöa vinnu úti i bæ.
Allt heimilið sýndi samhug allrar
fjölskyldunnar, hliföarlausa vinnu úti
sem inni, reglusemi og myndarskap.
Sumir láta sér a.m.k. nægja ,,að moka
frá sinum eigin dyrum” en Guöjón
sópaði gjarnan langt út á götu.
Trúnaö i störfum mátti marka á þvi,
aö áratugum saman innti Guöjón af
hendi viðhaldsþjónustu fyrir sama fólk
og fyrirtæki.
Þar á verkstæðinu tók ávallt á móti
manni eins og hlýr andblær glettni og
tviræönisoröaleikur, gjarnast i ljóölin-
um, rann saman við verkiö, létti lún-
um höndum starfið.eins og mig rámar
i eitt sinn við hálfgeröa fúaspýtu er
hann bar saman viö sinar hendur lún-
ar-og bætti svo viö: „Ég yrki mitt ljóð
i ónýtt tré, sem eins og ég sjálfur fún-
ar”.
, Margar bjartar bernskuminningar
atti Guðjón vestan frá „Djúpi”, og
væri eitt kvæöa hans um þann lands-
kunna staö öshliöina veröugt aö kom-
ast lengra en i handskrift niöur i
skúffu, þar sem, leiöin þar er rakin
með tugum örnefha, sem hann taldi þó
vanta nokkuð i en honum entist ekki
þrek né timi, eins og hann sagöi:
7 ^
A •f
islendingaþættir
31