Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 28
Bilað þrekið, farið fjör,
fer að halla degi.
Slitin brynja, brotinn hjör,
barist get ég eigi.
Ekki hafði hann samt látið svartsýni
ná tökum á sér þó snjóþyngra væri en
nú, er hann eitt sinn kvað:
Þö að Is og fannafans
flestum þyngdi sporið,
syngjum innl sálu manns
sumardýrð og vorið
Og:
Vetrarneyðin dökka dvln
dimman eyðist þétta.
Söl i heiði skært mér skin,
skýrist leiðin tétta.
Guðjón vandist sjómennsku frá
barndómi og gerði glögglega mun á að
renna upp að eða upp með vararvegg.
Okkur landkröbbunum er þetta máske
svolitið ljósara, eftia að hið erlenda
skip rann ekki upp með vararveggn-
um — bólverkinu þar eystra-, heldur
að veggnum og á hann, til skaöa fyrir
sjálft sig, bólverkið og önnur skip.
Nú er Guðjón gerði sér alveg ljóst,
hver sigling væri framundan, á þessi
staka háns vel við (þó eldri sé):
Renndi ég upp með vararvegg
verða mun ég feginn.
þegar ég að landi legg
loksins hinumegin.
Og gott er að ala svo bjartan hug
sem þessi bendir til:
Léttist róður, land ég sé
er Ut ég yfir sundið.
Fyrir stormi fæ ég hlé
og fleytuna mlna bundið.
Með þeirri öruggu trú er þessi staka
hans bendir til mun hann hafa kvatt
þérvistina um hádegisbilið mánud. 21.
ínarz.
Guðjón var i framkvæmdanefnd
UMDÆMISSTOKUNNAR nr. 1. er
staðið hefur fjrir bundindismótunum
og má hún, við stúkusystkini hans í
Framtiðinni og öll Góðtemplarareglan
þakka hversu dyggilega hann vann
meðan dagur entist. Ég votta fjöl-
skyldu hans samhug og þakkir.
1 trú, von og kærleika.
IngþórSigurbjs.
t
Guðjón Bj. Guðlaugsson húsasmiða-
meistari er fallinn frí70 ára að aldri.
Þegar Guðjón fluttist til
Reykjavikur ungur maður, gekk hann
fljótlega i KR og iðkaði sund, aðallega
isjónum, eins og tiðkaðist mest á þeim
árum. Nú sjáum við á bak elzta félaga
sunddeildar KR. Guðjón var mjög
félagslyndur maður og var honum sér-
lega annt um velferð unga fólksins.
Guðjón heitinn var algjör bindindis-
maður alla ævi, enda var hann virkur
starfskraftur t Góðtemplarareglunni.
Guðjón var ætið traustur félagi hvar
sem hann starfaði. Til marks um það
vil ég minnast þess að árið 1959 þá er
Guðjón var 53 ára gamall synti hann
Viðeyjarsund í virðingarskyni við
félag sitt KR, sem varð 60 ára á þvi
ári. Þetta var mikið afrek, þar sem
sjávarhitivar 8gráðurog synti Guðjón
ósmurður.
Sunddeild KR hefur verið gæfusöm
að hafa átt Guðjón I slnum röðum.
Guðjón var sannur heiðursmaður,
drengur góður.
Slðasta framlag Guðjóns til KR var
ræða, sem hann flutti á siðasta aðal-
fundi KR, sem haldinn var aðeins 5
vikum fyrir andlát hans.
Guðjónimæltist vel og bar ræðan þvl
vitni hve góðan hug hann bar til æsku-
fólksins. Hann hreifst af góðu upp-
byggingarstarfi félagsins og hvatti
KR-inga til enn frekari dáða.
Nú við andlát Guðjóns kveðjum við
KR-ingar hann með þakklæti. Ekkju
hans og fjölskyldu sendum við beztu
kveðjur.
Jón Otti Jónsson
t
Guðjón Bjarni Guðlaugsson lézt 21.
marz sl. á Landspitalanum I
Reykjavik. Það eru aðrir og færari
menn en ég búnir að rekja ætt hans og
uppruna hér i blöðum. Mig langar þó
að flytja honum nokkur þakklætisorð
vegna okkar persónukynna, þar sem
við áttum ógleymanlega vináttu i sau-
tján ár. Guðjón var hæfileikamaður á
mörgum sviðum. Hann hafði húsa-
smiðar fyrir sitt aðalstarf, en frí-
stundum eyddi hann mest til ritstarfa,
og ekki sizt til að hjálpa þeim, sem
áttu við erfiðleika að striða. Bar þar
hæst, að minu mati, bindindismálin,
en hann var mikill bindindismaður
bæði á áfengi og tóbak. Atti hann þvl
láni að fagna, að sjá árangur síns
mikla starfs á þvi sviði, þvl honum
tókst að bjarga mörgum manninum úr
greipum Bakkusar, án þess þó að
minnast nokkurn tima a'alla þá fyrir-
höfn sem þvi fylgdi. Við erfiðleika átti
ég að striða, en hann sagði — engu
þarftu að kviða.
En þannig var, að ég missti heilsuna
og varð að hætta I minu starfi og hafði
fyrir þungu heimili að sjá. En Guðjón
virtist eygj a björtu hliðarnar á hver ju
vandamáli og átti ég honum mikið að
þakka að afturfékk ég vinnu, er ég gat
innt af hendi þrátt fyrir mína örorku.
Sannleikurinn var sá, að til Guðjóns
flutti ég gjarnan min vandamál, og
ætið leið mér betur er ég fór frá Efsta-
sundi 30, en þar bjó Guðjón með eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu Waage.
Lengi mætti skrifa um Guðjón og
það sem hann fékk afrekað um ævi-
dagana. Ég vil þakka að hafa átt þvl
láni að fagna að kynnast Guðjóni, og
bý ég að því sem ég á ólifað.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu, syni,
tengdadóttur og barnabörnum dýpstu
samúð mina.
Ingólfur A. Jónsson
t
Það er ekki alltaf hlaupið að þvi að
fá smið til að dyttá að gömlu húsi, en
þegar við hjónin þurftum á þvi aö
halda fyrir einum sjö árum vorum við
svo heppin að fá til þess roskinn smið
vestfirskan, Guðjón Bj. Guðlaugsson,
og Eggert son hans, sem einnig er
smiður.Okkurer enni minni hvað þeir
feðgar gengu að verki sfnu af mikilli
natni og hvað þeim var sýnt um að
nýta lagfæra allt sem brúklegt var I
stað þess að vilja fleygja á hauga og
smiða nýtt. Það sem þurfti nauðsyn-
lega endurnýjunar við eða umbóta var
gert I sem bestu samræmi við það um-
hverfi sem það átti heima I.
Oftsinnis siðar þurftum viðaðleita til
Guðjóns með ýmsar smlðar og við-
gerðir og jafnvel eitt og annað sem
kom ekki smiðum beinlínis við. Það
brást ekki að hann fyndi smugu til að
veita okkur úrlausn, kæmi á tilsettum
tima og leysti verk sin af hendi á þann
veg sem til var ætlast. Eggert sonur
hans hvarf til annarra starfa, en eftir
það var sonarsonur Guöjóns og nafni
einatt með honum i för, afa sinum til
aðstoðar. Þó að heilsan væri skert sið-
ustu árin, setti Guðjón það ekki fyrir
sig, heldur stundaði sina vinnu þegar
hann hafði fótaferð á annað borð.
Nú er Guðjón Bj. Guðlaugsson allur
og lifsstarfi hans er lokið. Margar fjöl-
skyldur i Reykjavik hafa séð á bak
heimilissmið sinum, en minnast hans
með þakklæti þegar þær s já eða taka á
handaverkum hans, hvort sem það er
stigi, handrið eða ofurlltill hurðar-
húnn.
En Guðjón smiður lætur eftir sig
fleiraen handaverk sln. Hann varekki
aðeins verkmaður sem kom og fór
eftir að hann hafði lokiö sinu verki.
Hann var athugull maður og íhugull,
fróður og skrafhreifinn.
Ungur hafði Guðjón flust að vestan
til höfuðstaðarins, og hann lifði kjör
verkamannsins á kreppuárunum með
stopulli vinnu en stöðugri vinnuleit. Þá
reynslu leit hann ekki einungis á sem
personulegt böl, heldur skildi hana
Islendingaþættir