Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 29
félagslegum skilningi og skipaði sér
við hlið þeirra manna sem börðust
fyrir réttlátara samfélagi og fegurra
mannlifi. Ég veit reyndar ekki hvort
Guðjón heitinn tók mikinn þátt i starfi
stjórnmálafélaga, en góðtemplara-
reglan var einkanlega starfsvett-
vangur hans á sviði félagsmála og
skoðunum sinum og hugvekjum kom
hann á framfæri i stuttum greinum og
lesendabréfum i bjóðviljanum og
fleiri blöðum.
Hæfileiki Guðjóns til að skoða og
skilja einstök fyrirbæri i stærra sam-
hengi var tengdur skáldaneista sem i
honum bjó, og hugsanir sinar setti
hann stundum frami bundnu máli,
bæði iljóöabálkum og tækifærisvisum,
sem oft voru hnyttilega ortar i léttum
dúr en með alvarlegum undirtón.
Fróðleiksþætti skráði Guðjón einnig,
m.a. um gömul vinnubrögð, en ekki er
mér kunnugt um hvort hann kom sliku
efni á framfæri nema þá i skrifuðum
stúkublöðum.
Með Guðjóni Bj. Guðlaugssyni er
genginn góður fulltrúi þeirrar alþýðu-
menningar sem íslendingar hafa
löngum gumað af. Þrátt fyrir erfiða
vinnu og langan vinnudag gaf hann sér
tóm til að fræðast og hugsa, og hann
var nógu menntur til þess að láta ekki
neina vanmetakennd aftra sér frá þvi
að miðla öðrum af reynslu sinni eöa
skoðunum annað hvort i þröngum hópi
ellegar á prenti.
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið
aö kynnast litillega sllkum samferða-
manni sem Guðjón Bj. Guðlaugsson
var, og ég bið fólki hans blessunar nú
þegar hann hefur verið kvaddur.
Stefán Karlsson
t
Tið og átakanleg hafa slysin verið á
þessu sumri. Margt hjarta helsært við
sviplegan missi ástvinar, og ekki of-
sagt — þjóðin i heild harmilostin æ of-
an I æ. — Eitt þessara hörmulegu
slysa varð að kvöldi hins 17. júli, er
tvær stúlkur i blóma lifs létu lifiö i bil-
slysi vestur i Dölum — eins og alþjóð
veit.
— önnur þeirra, Guðný Maren
Valsdóttir var aðeins 15 ára gömul,
fædd á Akranesi hinn 28. september
1961 — og bar nafn ömmu sinnar. Hún
átti til góðra aö telja. Foreldrar henn-
ar eru Sigriður Garðarsdóttir og Valur
Jónsson, húsasmiöur. Afar hennar og
ömmur: Garöar Finnsson, kunnur
skipstjóri og aflamaður og kona hans
Guöný Maren Matthiasdóttir og Jón
Guðmundsson, húsasmiðameistari frá
Guðnabæá Akranesi og kona hans Sig-
urrós Guðmundsdóttir. — Hún ólst upp
i skjóli ástrikrar móður, við mikla um-
hyggju ömmu sinnar og nöfnu og
Garðars afa sins, en var frá bernsku
löngum hjá föður sinum og Rósu
ömmuá Akranesi.sem hún unni mjög,
og föðursystkinum þar, svo og á Arn-
bjargarlæk, hjá Guðrúnu, föðursystur
sinni og hennar fjölskyldu. t þessum
vina- og frændahópi átti hún sinar
yndisstundir, og öllum þeim var hún
einkar hugljúf og kær.
Maren var mikið náttúrubarn og
kunni vel að meta það, sem sveitin er
og á með öllu sinu, gróðri og grösum
og skepnunum — i fegurð sinni og
frjálsræði, sem borgarlifiö hefur ekki
upp á að bjóða. — Þó að árin hennar
yrðu ekki mörg, lét hún eftir sig þau
spor, sem af lýsir og ljómar, og varð-
veitast i hugum og hjörtum ástvina
hennar og vina. Þar er vissulega bjart
yfir — enginn skuggi, ekkert ljótt, alt
fagurt og tært. Maren var falleg
stúlka, sviphrein — meö skæru augun
sin, sem sögðu það, er inni fyrir bjó.
Bliðlynd var hún og ástúöleg og tillits-
söm, enda átti hún hlýjanstreng i allra
brjósti, sem henni kynntust. Dul var
hún nokkuð og bar ekki tilfinningar
sinar á torg, eigi að siður glaðlynd og
naut þess að vera i hópi jafnaldra
sinna. Er nú stórt skarð opið og ófyllt i
þeirra röðum — og sár tregi. En dýpst
er sárið að sjálfsögðu i hjörtum ást-
vina hennar, móður hennar og föður.
—Við mannanna börn erum undur litil
og vanmegna, ekki sizt þegar stóru og
þungu höggin dynja yfir. Geislinn
bjarti i sortanum mikla er okkar
kristna trú, trúin, að góður Guð standi
að baki, leiði lifið á hverri stund — og
einnig i sárustu sporunum af visdómi
sfnum. —
Með hjartans þökk fyrir allt hið
unaöslega, sem við eigum og geymum
um okkar blessuðu Maren, brosið
hennar, einlægnina og ástúðina, felum
við hana handleiðslu fööur lifsins og
Frelsarans. Guð græöi sár móður
hennar og föður- og okkar allra, sem
unnum henni, og þerri tárin höfgu, er
er fylgja henni. Föðursystkynin.
t
Þann 21. þ.m. andaöist Guðjón Bj.
Guðlaugsson á Borgarspitalanum.
Hann hafði undan farin ár átt við van-
heilsu að striða og af þeim sökum
þarfnast með nokkru millibili sjúkra-
hússvistar. Honum var fyllilega ljóst
að hver ju stefndi en tók þvi með æöru-
leysi og hugprýði.
Guðjón fæddist i Unaðsdal á Snæ-
fjallaströnd við Isafjarðardjúp 4.
ágúst 1906 Foreldrar hans voru Þóra
Guðmundsdóttir, Þorleifssonar, bónda
i Unaðsdal, og Guðlaugur Bjarnason,
Guðlaugssonar bróður Guðjóns Guð-
laugssonar alþingismanns írá LjUfu-
stöðum.
Guðjón Bjarni bar nöfn Guðjóns afa-
bróður sins frá Ljúfustöðum og B jarna
föðurafa sins. Fullyrða má að hann
hafi ekki kafnaö undir nafni, eins og
stundum er sagt.
Þegar Guðjón var tveggja ára gam-
all fluttu foreldrar hans til Bolungar-
víkur og ólst hann þar upp hjá þeim til
ellefuára aldurs er þau fluttu til Hnifs-
dals, og þar bjuggu þau unz þau árið
1929 fluttu til Reykjavikur.
1 Bolungarvik og Hnifsdal ólst Guð-
jón upp og átti þar sin bernsku- og ung-
dómsár.
Á þessum árum rikti mikil fátækt i
vestfirsku sjávarþorpunum, og var
um algjöra örbirgð að ræöa á fjölda
heimila.
Heimili Guðjóns fór ekki varhluta af
þessum erfiðleikum, en styrkar voru
stoðir þess bæði i andlegum efnum og
likamlegum, svo að ekki hlaust skip-
brot af, þó að oft gæfi á bátinn og barn-
ingurinn væri erfiður, við að hafa i sig
og á.
Strax i æsku lagði Guðjón sig fram
um aö verða heimili foreldra sinna að
liði og byrjaði þvi snemma aö vinna
öll þau verk er til féllu og fáanleg voru
fyrir unglinga en þar var einkum um
aö ræða illa launaða stritvinnu, sem
litið gaf I aöra hönd, og kallaði á lang-
an vinnudag.
En han var snemma harðger, dug-
legur, samviskusamur og trúr hverju
verki, sem hann gekk að, og entust
þeir eiginleikar honum til æviloka.
A uppvaxtarárum Guðjóns voru litl-
ir möguleikar fátæku æskufólki til fra-
mhaldsnáms. Barnaskólanámið mátti
duga flestum, þar eö ungmennin urðu
strax að hasla sér völl á vettvangi
brauðstritsins til að hjálpa til við
framfærslu heimilanna.
Guðjón heppnaöist þóað stunda nám
einn vetur við Hvitárbakkaskóla, sem
þá laut stjórn hins merka skólamanns
LUðviks Guðmundssonar. Taldi Guð-
jón þann vetur hafa veriö sér mikils
virði.
Guðjón hóf nám i húsasmiði hér i
Reykjavik hjá mági sinum Siguröi
Waage, húsasmiðameistara, en með-
an á námi stoð andaðist Siguröur, og
lauk Guðjón þvi námi hjá Ingvari
Þórðarsyni, húsasmiöameistara, jafn-
hliða tilskildu iðnskóla námi 1940.
Eftir þaö helgaði hann sig húsasmiði
ásamt skyldum verkefnum, er hann
starfaði aö fram til hinstu stundar.
Guðjón var prýðilega greindurmað-
ur og vel gerður. Skáldmæltur var
hann I bezta lagi, og orti talsvert, þótt
hann héldi þvi ekki mikið á loft. Vel
tslendingaþættir
33 5 Q