Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 30

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 30
var hann máli farinn og rökfastur i málflutningi. Ungur aö árum tók hann þátt i starfi ungmennafélagsins i Hnifsdal, verka- lýðsfélagsins þar og stúkustarfi Góð- tem pla r are gl un nar. Er til Reykjavikur kom geröist hann ötull félagi Góðtemplarareglunnar hér og starfaði mikið innan hennar. Guðjón var bersögull, kappsamur og heiðarlegur málafylgjumaður. Hann sagði skoðanir sinar á mönnum og málefnum af hispursleysi og án allrar hálfvelgju. Óhreinlyndi, hræsni og yfirdrep- skapur voru honum framandi. I fari hans voru auðgreind þau sér- einkenni sem þeir menn, er aðhyllast hugsjónastefnur, eiga öðrum fremur. Guðjón var félagshyggjumaður og starfaöi mikið á sviði félagsmála. Þá var hann og góðum iþróttum búinn m.a. afburða sundmaður. En þar sem aðrir mun u minnast þessara þátta i lifi hans skal ekki fjöl- yrt um þá hér. Arið 1930 kvongaðist Guðjón Ingi- björgu Eggertsdóttur Waage frá Litla- Kroppi i Reykholtsdalshrepp i Borgar- firði, listfengri konu, sem btíiö hefur manni sinum vistlegt og notalegt heimili. Þau eignuöust einn son, Eggert húsasmiðameistara, er nú starfar hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins aö Keldnaholti. Kona Eggerts er Eygló Guömunds- dóttir, og eiga þau tvo syni, Guðjón og Magnús. Báðar fjölskyldurnar hafa ávallt búiö undir sama þaki og aldrei fallið skuggi á sambýlið. Eindregni mikil hefur ávallt rikt milli ibúanna af Efstasundi 30, og sár mun söknuöur sveinanna ungu er nú hafa séð á bak afa sinum. Foreldrar Guðjóns eignuðust fjögur börn, og var Guðjón elstur þeirra. Hin eru Magnús starfsmaöur hjá Eimskip h/f, Eli'n,Þóra og Ingibjörg. Milli syst- kinanna allra riktiávalltsamheldni og ástúð. Við orðin vegaskil vil ég þakka Guð- jóni Bj. Guölaugssyni ánægjulegar stundir i leik og starfi á æskustöðvun- um i Hnifsdal og vináttu gegnum árin sem aldrei bar skugga á. Með Guðjóni er genginn drengur góður, trúr hverjum þeim málstað er hann tók tryggð við. Eftirlifandi konu hans, syni og systkinum, tengdadóttur, sonarsonum og öðrum ættingjum hans og vinum flyt ég dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Hannesson t Georg Guð- mundsson Við eigum ákaflega erfitt með að ákvarða aldur þeirra Afrikumanna, sem við hittum hér i Eþiópiu. Mæli- kvarðinn að heiman kemur aö litlu gagni, fólk eldisthér með öðrum hætti. Mörg konan sem við höldum vera á erfi árum, reynist miðaldra, en marg- ur karlinn er miklu eldri en við höld- um. Reyndar vita fæstir raunveru- legan aldur sinn. Þaö skiptir heldur ekki megináli. Timinn er harla afstætt hugtak, og það er nær að njóta sam- vistanna við blessað fólkið en grufla út i aldur þess. Menn segja llka hér i álfu: Hugsunin ákvaröar r.aunveruleg- an aldur einstaklingsins. Þessi sann- leikur var þó okkur ekki nýr. Kynnin af Georg Guðmundssyni höfðu kennt okkur þessa lexiu fyrir löngu. Við vissum auðvitað að hann var aldraður maður, jafnvel oröinn langafi en Georg var alltaf jafngamall viömælanda sinum I hugsun. En hann átti lika rikan sjóð af marg- vislegri lifsreynslu sem hann miðlaði viðmælendum sinum af ómótstæði- legri glettni eöa djúpri samúö. Sjálfs- vorkunnsemi heyröist aldrei af hans munni, en þeim mun meiri geröi hann góðlátlegt grin af sjálfum sér. Við kynntumst Georg fyrst fyrir um 15 árum. Hann kom þá oft aö Holti i önundarfiröi, sem var hans heima- byggð, til Sigurveigar dóttur sinnar og Ekki hafði ég starfað lengi hjá Afaigisvarnarráði er áldraður maður, lágur til hnésins en þéttur á velli, kom á skrifstofuna til min, bauð mig vel- kominn til starfa og kvaðst fús til lið- veislu. Það var Guðjón Bj. Guðlaugs- son sem til moldar er borinn í dag. Við nánari kynni af Guðjóni varð mér ljóst að hann var ekki einungis þéttur á velli heldur einnig þéttur i lund. Ungur hafði hann kynnzt Góö- templarareglunni og verið um ára- tugaskeið traustur liösmaður þar I sveit. Hann ritaði margt um bindindis- mál og flest prýöilega. Hálfvelgja var eitur i beinum hans, hálfsannleikur draupaldrei úr penna hans. Hann vildi reiða öxina að rótum feyskinna trjáa fremur en að daðra við þann vesaldóm sem breytir grænum skógi i fúna kalkvisti. Hann var einlægur bann- maður. Guðjón Bj. Guðlaugsson var ágæt- lega hagorður. Mun mörg snjöll staka hans lifa lengi. — Siðasta grein hans birtist i Ti'manum að honum látnum: Greinarleg og sterk hvatning lifs- reynds m anns og varnarorð i tilefni litt grundaðs tillöguflutnings á Alþingi um áfengt öl. Um leið og ég sendi fjölskyldunni, sem jafnan studdi hann og styrkti I mannbóta- og hugsjónabaráttu hans, hugheilar samúðarkveöjur bið ég þess aö islensk bindindishreyfing megi um alla framtið eiga i röðum sinum hug- djarfa menn á borð við Guðjón Bj. Guölaugsson. Ólafur Haukur Arnason islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.