Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 31
séra Lárusar. Viö vorum þá i Súðavik
og lögðum gjarnan á Breiðadalsheiði,
þegár færð leyfði til vinamóta. Það
spillti ekki gleðinni, ef Georg var þar
staddur. Hann varð viðstöðulaust afi
Svövu dóttur okkar eins og barnanna i
Holti, og varð svo tengdur okkur að
kom af sjálfu, að þegar við fluttum
austur i Hreppa að hann skautst til
okkar i helgarheimsóknir. Georg kom
ævinlega færandi hendi, ekki aöeins
með höfðinglegar og einstaklega
smekklegar valdar gjafir, heldur flutti
hann með sér gleðibrag og bjartsýni
svo allt virtist auðveldara i hans ná-
vist.
Georg var greindur maöur og
vellesinn. Hann hafði það gjarnan á
takteinum sem hreif huga hans og þaö
var margt og af ýmsu tagi. Hann hafði
næma réttlætiskennd, sem var kveikj-
an til ákveðinna pólitiskra skoðanna
Georgs. Næmleiki hans fyrir þvi fagra
ogfingerðá, varekki beinlinis það sem
maður imyndar sér að einkenni gamla
togarajaxla. En slikur var Georg.
Hann lét ekki binda sig i formúlur
samfélgsins. Hann var fagurkeri og
erfiðismaður, heimsborgari og al-
þýðumaður, sósialista og bjargálna-
maður, en fyrst og fremst var hann
einfaldlega Georg, sem leit á allt sem
lifði og hrærðist með samúð og skiln-
ingi og lýsti upp umhverfi sitt allt meö
þessari dæmalaustu kýmnigáfu sem
mölbraut alla þessa veggi, sem kyn-
slóöir, stéttir og stöður byggja svo
gjarnan i kringum sig.
Aðrir kunna betur að rekja lifssögu
Georgs. Við vitum reyndaraf frásögn-
um hans, aö hann var löngum sjómað-
ur og oft i siglingum. Siðustu árin var
hann netagerðarmaður. Hann varð
snemma ekkjumaöur og minntist
ævinlega konu sinnar einstaklega fal-
lega. Hann naut mjög barna sinna,
tengda- og barnabarna og var þar
áreiðanlega gagnkvæm hlýja.
Georg var trúlega sáttur við lifið og
hefur vafalaust gengiö glaöur inn i
fögnuð Herra sins nú að leiðarlokum.
Við hefðum sannarlega kosið að fá
hann i heimsókn hingað til Blálands,
hvar hann hefði kastað ljósi kýmni-
gáfu sinnar og lifsreynslu á ýmis tilvik
hér, sem hafa verið okkur til angurs og
ama, þannig að þau hefðu oröið okkur
skiljanleg og þess vegna þolanleg.
Ævinlega mun Georg standa okkur
skýrt fyrir hugskotssjónum með
glettnisblik i auga og bros á vör þar
var alltaf grunnt á grallaranum. En
þar sjáum viö fyrst og fremst menn
sem engin svik voru i.
Þar var góður rriaður, Guð blessi
minningu hans.
Rannveig og Bernharður Guðmunds-
son.
Stefán
Frið-
riksson
Fæddur 18.5. 1895,
dáinn 27.10. 1976.
Systurkveðja.
Eg kveð þig eisku bróðir, svo klökk í hinsta sinn.
t hugann koma liðnu æviárin.
Eg dái þinar dyggðir, og drengskap vinur minn,
um vangann streyma viðkvæm tregatárin.
Og aftur verð ég ung, og við eigum saman spor,
i átthögum á bak við fjöllin háu.
Þar geymir sagan minningar um okkar æskuvon,
og aftur blikar sól á iofti bláu.
1 fjarlægð var svo farið, það er gömui saga og ný,
að finna færar leiðir til að iifa.
Frumraunin var erfið, ég get ei neitað þvi,
en allt við áttum hvort öðru að gefa.
Fyrir þina fórnfýsi, færuin við þér þökk.
Þú vildir koma undir búið rótum,
þá faðirinn var horfinn og móðirin stóð klökk,
með börnin ung á eyði vegamótum.
1 æsku varstu að vclja um glæsta frambraut,
og veg scm skyldan býður fólki að berjast,
þú valdir þann kost vænstan að veita þrek i þraut,
þá einstæö móðir átti i vök að verjast.
Svona gengur lifið, það liður smátt og smátt
og limirnir þeir verða göngulúnir.
En kærleikurinn mildar og gjörir lifið sátt,
við drauma um dáð, sem eru löngu flúnir.
Furðu löng var gangan, eftir þrekið okkar þraut,
og þá var gott að eiga samleið beggja.
Um þyrnum stráða göngustiga fótur minn oft hnaut
og þinn var oröinn þreyttur upp að leggja.
Og þegar likamsþrautirnar leggjast llfið á,
er Ijúft að mega sofna hinzta blundinn.
Að verða laus úr fjötrum, og losna kvölum frá,
það veitir mildust viðkvæm dauðastundin.
Vertu Guði falinn, hann fylgi þér á braut,
sem fegri cr og betri en heimsins vegur.
Hans mikla náðog miskunnar gleði I hverrí þraut.
Guð gefi þér á hæðum dýrðar sigur. S.G.
islendingaþættir
35