Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 34
Jón Eðvarð Ágústsson
F. 9.3. 1944.
D. 27. 3. 1977
Jón EövarB Agústsson fæddist I
Reykjavik árið 1944. Það kom I hlut
móðurömmu og afa aö fóstra drenginn
um tlma i bernsku. Við þau tók hann
miklu ástfóstri og virti æ siöan. Það
lýsti sér meöal annars I þvi að hann lét
börn sin bera nöfn þeirra. Samband
þetta var gagnkvæmt. Gömlu hjónun-
um og þá sérstaklega afanum, varð
drengurinn mikill gleðigjafi.
A unglingsárum sinum dvaldist Jón I
sveit á sumrura, framan af hjá skyld-
mennum, en slðar hjá vandalausum.
Sveitastörfin uröu honum lærdómsrik.
Auk þess almenna menntunargildis,
sem vera a góðu sveitaheimili hefur
fyrir kaupstaðarungling, kynntist
hann þar notkun véla I landbúnaöi.
Það, ásamt starfi fööurins, hefur
sennilega átt mestan þátti þvi aöreina
áhuga hans að blfvélavirkjun, sem
hann nam.
Aö námi loknu starfaði hann hjá
nokkrum aðilum I iön sinni, meöal
annarra hjá framkvæmdadeild Vita-
og hafnamálaskrifstofunnar. A vegum
hennar dvaldist hann á nokkrum stöö-
Þeir sem skrifa
minningar- eða
afmælisgreinar í
íslendingaþætti,
eru eindregið
hvattir til þess
að skila
vélrituðum
handritum,
ef mögulegt er
um úti á landi. Þar kynnist hann þeirri
friðsemd, er oft ríkir á smærri stöðum
við sjávarsíðuna. Eftir að hann haföi
sjálfur eignazt fyrirmyndarheimili
hér I Reykjavík og ekkert virtist á
skorta, hafði hann oftar en einu sinni
viö orö, að sér mundi sennilega falla
betur að búa úti á landi, heldur en hér
á höfuöborgarsvæöinu.
A árunum 1967 til 1974 rak hann I
Reykjavik og nágrenni bifreiöaverk-
stæði, ýmis einn, eöa I félagi viö aðra.
Þó að þessi starfsemi gengi öll vel,
sem marka má af því, að á þessum ár-
um eignast fjölskylda hans eigin ibúö,
án stuönings annarra, tók hann gjarn-
an aö sér verkefni úti á landi, ef eftir
þvl var leitáfti
Segja má, aö honum hafi gengið llfs-
baráttan vel. ABstæöur I uppvexti hafa
án efa mótað llfsskoðanir hans og
þroskað hjá honum viljann til þess aö
standa á eigin fótum.
Jón EBvarð kvæntist Guðrúnu Bald-
vinsdóttur úr Reykjavik, árið 1968.
Eignuöustþau tvöbörn, sem bera nöfn
Helgu og Kristins, móöurforeldra
hans, eins og fyrr er getið. Guörún bjó
manni sínum og börnum einkar vist-
legt heimili, bæði hér fyrir sunnan og
eins austur á Höfn I Hornafirði, þar
sem að þau voru setzt að. Reglusemi,
elja og ráödeild voru þeir eiginleikar I
fari Jóns, er komu honum áfram, á-
samt samheldni þeirra hjóna.
Jón Eðvarö var I eðli slnu glaðlynd-
ur. Þegar fjölskyldan og ættmenni
hittust var hann ætíð hrókur alls fagn-
aðar. Hann var greiðvikinn og taldi
ekki eftir sér viðvik fyrir vini og kunn-
ingja, ef svo bar undir.
1 ársbyrjun 1974 var honum boöiB að
taka aö sér rekstur smurstöðvar á
vegum Olluverzlunar tslands á Höfn.
Tók hann því starfi. Fólkið og staður-
inn féll honum strax svo vel, aö hann
kaupir þar hús fyrir fjölskyldu sina og
flytur hún þangað austur sama vor.
Ekki mun hafa veriö ætlunin að setjast
þar aö til langframa þá. En nú hafði
hann haft uppi ráðagerðir um aö
byggja sér vandað einbýlishús þar
eystra, þó að hann ætti þar nýlegt hús
fyrir.
A Höfn sat Jón EBvarð ekki auöum
höndum frekar en endranær. Hann
haföi þar fleiri en eitt járn I eldinum.
Auk reksturs smurstöövarinnar og
skyldrar þjónustustarfsemi, var hann
nýbúinn að koma af stað rekstri
þungavinnuvéla, sem hann batt mikl-
ar vonir viö.
Kona hans, Guðrún, átti framan af
minni samskipti viö fólk á staðnum,
vegna umönnunar um heimilið. Hafði
hún komiö sér upp smá verzlunar-
rekstri til afþreyingar. A þennan hátt
gerði hún sitt til þess að fjöJskyldan
festi yndi þar eystra. Þau hjónin voru
bæði vel látin og mun Jón Eðvarð hafa
notiö trausts Hornfirðinga, því að hon-
um voru þar falin trúnaðarstörf.
Ená skammristundu skipastveður I
lofti. Sorg umlykur annars hamingju-
ríkt heimili. Jón Eðvarð Agústsson
lézt af slysförum sunnudaginn 27.
marz siðastliðinn. Megi minningin um
góðan dreng veita ungri ekkju, börn-
um og öðrum ástvinum huggun I
harmi- Sólveig og Einar
38
íslendingaþættir