Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 36

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 36
Stefán Jónsson Þann 27. maí s.l. lézt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Stefán Jónsson Skólavegi 31. Það hús nefnist Sléttaból og var Stefán oft við það kenndur. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu mætur maður og góður drengur, sem skilaði miklu ævistarfi í þágu lands og þjóðar. Stefán á Sléttabóli var Austfirðingur að ætt og uppruna, fædd 7. mai 1893 að Þiljuvöllum i Beruneshreppi. Foreldr- ar hans voru Jón Bjarnason bóndi þar og kona hans Antonia Stefánsdóttir. Hann var elzta barn þeirra hjóna, og eru nú tvö á lifi þeirra sjö systkina. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum aö Steinaborg I sömu sveit og átti þar heima um skeið. Skólaganga hans var næsta litil, þó naut hann tilsagnar i reikningi, enda glöggur á tölur, og auk þess náði hann fallegri rithönd og skrifaöi gott mál. Stefán var hagleiksmaöur I eðli slnu og mun i' þvi efni hafa lært nokkuð f þeirri grein er hann vann hjá húsasmið á Seyðisfirði. Stefán var bráðger, fram- sækinn og dugmikill. Ungur aö árum fór hann að stunda sjó og var þegar 18 ára að aldri formaður á bát frá Hafn- arnesi og fiskaði vel. Tekjurnar gengu tii heimilisins að Steinaborg og styrktu þar veikan efnahag, og i framhaldi af þvi lagði Stefán á sig fram um að hjálpa foreldrum sínum til að komasi úr moldarkofunum og reysti timbur- hús á staðnum, sem stendur enn. Á páskadag þ. 20. april 1919 gekk Stefán að eigá eftirlifandi konu sina, Herdisi ólafsdóttur frá Skála á Beru- fjarðarströnd. Það var gæfuspor i lifi Stefáns, enda hjónaband þeirra án skugga, þar til dauðinn skildi með þeim eftir 57 ára samveru. Einkadóttir þeirra er Stefanía, gift Jóni Þórðar- syni báta og húsasmiðameistara I Vestmannaey jum. Ungu hjónin settust fljótlega að á Fáskrúðsfirði. Þar reistu þau hús I kauptúninu komu þar upp smábúskap en aðalatvinna Stefáns var sjósókn, ýmist sem formaður eöa háseti á vetrum, en rak eigin útgerö á róðrar- bátum frá Skálavik á sumrum. Arið 1927 fluttu þau svo aftur I Beru- fjörðinn, og tóku jörðina Núp, sem er yzti bær á ströndinni. Þar komu þau upp góðu, gagnsömu búi. Stefán var dýravinur. Haföi á efri árum unun af að segja'frá háttum þeirra og skrifaði auk þess sögur af þeim I Dýraverndar- ann. Jafnframt stundaði hann sjó á trillum og dró björg I bú. Þegar byr gaf notaði hann segl og kunni vel með skip að fara meö þeim búnaði. Með köflum lagði Stefán fyrir hákarl, sem hann verkaði sjálfur. Búskapartið þeirra hjóna á Núpi, voru fyrst og fremst kreppuárin, fjórði tugur aldarinnar. Þá var verðlag fyrir neðan allar hellur, svo þau hjón söfn- uðu ekki i sjóði fremur en flestir aðrir, þrátt fyrir nokkur umsvif og geysi- mikið vinnuálag. Hins vegar var jafn- an gnægð matar i búri og hjalli. Kom það sér vel, þar sem allmikill gesta- gangur var á Núpi á þeim árum. Hafði Stefán mikla ánægju af að taka á móti gestum og ræða við þá og ekki f jarri aö hann viki að þeim ýsubandi eða há- karlsbita, án þess að sjá til launa. Auk búskapar, sem eins og fram er komið var bæði til sjós og lands, vann Stefán að smiðum. Af þeim verkum má nefna fjölda af róðrarbátum, crill- ur, vefstóla og spunavélar. Ennfremur vann hann að jarðarbótum, túna- sléttun og ræklun. A seinni bú- skaparárum þeirra hjóna á Núpi urðu þau fyrir þvl mótlæti að eina óveöurs- nóttina féll skriða á túnið. Þetta áfall kom illa viö bóndann og jarðabóta- manninn. Stefán átti löngum örðugt með svefn, enda oft kominn að verki kl. fimm að morgni og vann til kvölds. Þrátt fyrir mikið þrek var sllkt vinnuálag varla við hæfi. Atti hann við heilsubrest að striða um skeið. Varö að ráði, að þau hjón fluttu hingað til Vestmannaeyja árið 1947, en dóttir þeirra var þá setzt að hér eins og fyrr er fram komið. Hér keyptu þau húsið Sléttaból, sem þá var ein hæð. Byggði Stefán hæð og ris á húsið og er það nú hið reisuleg- asta. Siðan tók hann upp sin fyrri störf, stundaði sjó, eignaðist nokkrar kindur, ræktaði jarðávexti, en vann þó lengst af að smfðum meðan heilsa og krafta leyfðu. Þau hjón, Stefán og Herdls, ólu upp tvo drengi, Gunnlaug Reimarsson tré- smiðameistara á Djúpavogi og dóttur- son sinn Stefán velameistara hér I Eyjum. Stefán var burðamaður, hár vexti og þrekinn eftir þvi. Framgang- an var hógvær, svipurinn hýr og góð- mannlegur. Hann var bókamaður, kunni vel að segja frá, og var stundum glettinn I tilsvörum. Hann fylgdist vel með öllu sem til framfara horfði, sér- staklega hvað áhrærði atvinnuvegina, en I þvl efni mundi hann tvenna tim- ana. Það er stundum talað um alda- mótamenn, kynslóðina, sem lifði hvern sigurinn af öðrum I frelsisbar- áttunni og gróanda á mörgum sviðum þjóðlifsins. Sú kynslóö alheimti ekki daglaun að kveldi, heldur skilaði nokkru af sínu striti I lófa framtiðar- innar. Stefán var traustur liðsmaður I þeirri sveit, og hlifði sjálfum sér hvergi „meðan fjörið þoldi” og vissu- lega fagnaði hann hverju framfara- spori, sem stigið var til hagsbóta og uppbyggingar I þjóðlifinu. Þó kynni min og Stefáns yröu ekki sérlega náin, verður hann mér minnis- stæður. Hann var svo einlægur og hreinn i hugsun og viðkynningu, aö mér finnst eins og honum hafi tekizt aö varðveita barnssálina og barnshjartað óvelkt frá upphafi til æviloka. Þaö var gott aö vera I návist hans, Hann var drengur góður. Svo vil ég að lokum þakka Stefáni á Sléttabóli fyrir samveruna, og votta ástvinum hans og vandamönnum samúð mina og konu minnar. Sigurgeir Kristjánsson. 40 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.