Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. janúar 1967
Mánudagsblaðið
5
Fjölbreytt og aukin starf-
semi Skotfél. Reykjavíkur
lagsins sífellt vaxandi bæði
vegna aukinnar dýrtíðar og vax-
andi starfsemi. Sagði gjaldkeri
það nauðsynlegt að hækka ár-
gjöld til félagsins verulega eða
Innheimta sérstök æfingagjöld.
Var ákveðið af fundarmönnum
að hækka árgjaldið upp í kr.
400.00.
Ymis ný keppnisatiiði — Félögum fjölgar —
Áhugi almennur —
Aðalfundur Skotfélags Reykja-
víkur fyrir árið 1066 var að
þessu sinni haldinn hinn 20.
nóv. sl. í húsi Slysavarnafélags
Xslands. Fundarstjóri var Bjarni
R. Jónsson, forstjóri, en ritari
frú Edda Thorlacius. í skýrslu
félagsstjórnar kom fram að
starfsemi félagsins hefur verið
fjölbreyttari og meiri en nokkru
sinni fyrr enda hefur meðlima-
tala félagsins nær tvöfaldazt á
árinu.
Æfingar
Félagið hélt uppi reglubundn-
um æfingum innan húss að vetr-
arlagi eins og að undanförnu,
en þar sem þær æfingar voru
orðnar svo fjölsóttar að til vand-
ræða horfði var ákveðið að
fjölga æfingatímum um hélming
og æfa tvisvar í viku. Eru nú
reglulegar æfingar á sunnudags-
morgnum frá kl. 9—12. •
Keppnir
Tvær innanhússkeppnir fóru
fram s.l. vetur á undan hinum
reglulegu vormótum félagsins.
Hinn 23. febrúar var keppt um
styttu sem Axel Sölvason gaf
félaginu til þess að keppa um
í standandi stellingu. Sigurvegari
í þessari kepþni var Ásmundur
Ólafsson og hlaut hann 314 stig
af 400 mögulegum. f marz var
keppt um verðlaunabikar sem
Leo Schmidt, formaður félagsins
gaf til þess að keppa um í
hnéstellingu. Þá keppni vann ó-
vænt einn af yngstu meðlimum
félagsins Björgvin Samúelsson
.og hlaut hann 91 stig af 100
mögulegum.
Mót
Hans Christensen-mótið fór
fram að vénju í marz, Voru
þátttakendur 15 að þessu sinni.
Sigurvegari var hinn þraut-
reyndi skotsnillingur Valdimar
Magnússon.
Vormótið fór fram hinn 4.
mai, að loknum vetraræfingum
og var að venju keppt í öllum
flokkum. Þátttakendur voru að
þessu sinni 15. í meistaraflokki
vann Ásmundur Ólafsson, í 1.
flokki sigraði Egill Jónasson
Stardal, en í 2. flokki Aðalsteinn
Magnússon.
Útiæfingar — Rifflar
Æfingar á útisvæði félagsins
í Leirdal hófust s.l. vor jafn-
skjótt og tíðin leyfði. Var haldið
uppi reglubundnum æfingum
með haglabyssum á leirdúfur öll
miðvikudagskvöld fram í sept-
ember. Voru þessar æfingar yf-
irleitt vel sóttar. Æfingar með
rifflum hófust einnig í vorbyrj-
un og 25. júní var háð 50 metra
mótið með kal. .22 rifflum. Þátt-
takendur voru með færra móti
eða ekki nema 8. Sigurvegari
mótsins varð Axel Sölvason.
Annan júlí var haldið mót aftur
og keppt með stórum veiðiriffl-
um kal. 243 og stærri. Var með
því móti brotið blað í sögu fé-
lagsins því slík keppni hefur
ekki farið fram fyrr í sögu
þess. — Gunnar Sigurgeirsson,
kaupmaður og eigandi Sport-
vöruhúss Reykjavíkur gaf fé-
laginu vandaðan grip til þess-
arar keppni. Var það byssuhylki
af dýrustu gerð að verðmæti
3—4 þúsund krónur. Þátttakend-
ur í þessari keppni voru 8 og
sigraði Þröstur Ólafsson og
hlaut hinn góða grip til eignar.
Nýmæli. Haglabyssu-
keppni
Félagið hélt tvö mót í Leir-
dúfuskotkeppni. Þessi íþrótt er
lítt kunn hér á __ landi, en er
mjög vinsæl erlendis. Nefnist
hún skeet á ensku, en orðið
mun komið úr* skandinavískum
málum og er afbökun úr orðinu
að skjóta (skyde). Er hún fólg-
in í því að hæfa með hagla-
byssu leirkringlu sem varpað er
úr tveim turnum á víxl í veg
fyrir skotmann. Kastvélarnar í
turnunum varpa þessum „leir-
dúfum“ á ýmsa vegu fyrir skytt-
una eftir því hvar hann er
staddur á skotbrautinni. Kepp-
endur voru óheppnir með veður
á báðum þessum mótum því all-
mikill vindur var og mismikill,
en hvassviðri veldur því að skíf-
urnar fljúga óreglulega og mis-
jafnt. Félagið á tvo verðlauna-
gripi til keppni í þessari íþrótt,
er annar þeirra skotmannsstytta,
gefin af Niels Jörgensen verzl-
unarstjóra í Goðaborg, en hinn
er myndastytta af íslenzkum
fálka sem Guðmundur Einarsson
frá Miðdal gaf félaginu á sín-
um tíma, en Guðmundur var
einn af hvatamönnum þess að fé-
lagsmenn Skotfélagsins hæfu æf-
ingar í þessari íþrótt. í fyrra
var keppt í fyrsta sinn um fálka-
^tyttuna og vann Karl ísleifs-
son hana þá en nú var keppt
einnig og í fyrsta sinni um
stytíú þá sem Niéls gáf, s'em er
umferðastytta er ekki verður
unnin til eignar. Sigurvegari á
þessum mótum i ár varð Egill
Jónasson Stardal.
Fjármál
í reikningsyfirliti gjaldkera
félagsins kom fram að þó hag-
ur félagsins væri góður fyrir
þetta ár þá færu útgjöld fé-
Spellvirki
Nokkuð hefur að vanda borið
á spellvirkj um á útiæfingasvæði
félagsins í Leirdal, og hafa þar
verið að verki menn sem svala
skemmdarfýsn sinni með skot-
vopn í höndum. Þess vegna hef-
ur verið ákveðið að skylda íé-
lagsmenn til þess að bera ein-
kennismerki félagsins er þeir
sækja útiæfingar að viðlögðum
brottrekstri af svæðinu, en
banna utanfélagsmönnum með
öllu að vera þar á æfingum eft-
irlitslaust með skotvopn.
Á fundinum kom í ljós vax-
andi óánægja yfir því hversu
dregizt hefur að Iosa geymslu-
dót Hitaveitu Reykjavíkur úr
húsnæði því sem Skotfélaginu
er fyrirhugað að halda innan-
hússæfingar i framtiðinni, þ.e.
í kjallara undir áhorfendastúk-
unni á Laugardalsvellinum. Þar
er fyrirhugaður staður fyrir
íþróttafélög Reykjavikur til
hlaup- og stökkæfinga innanhúss
og þar fengi Skotfélagið óska-
draum sinn um 50 metra skot-
braut sem hægt væri að æfa inn-
anhúss. En meðan svo er eigi
er vonlaust fyrir félagsmenn að
bera saman árangra sina við er-
lend skotfélög og útilokað að
æfa með keppni við þau fyrir
augum. Þykir vist flestum
íþróttamönnum furðulegt hve áð-
urnefndu fyrirtæki helst uppi
með að hindra iþróttastarfsemi
í borginni.
Félagið hefur haldið tvo
skemmtifundi á árinu. Árshá-
tíð félagsins var haldin í vor
í Skíðaskálanum í Hveradölum
og í haust var haldinn skemmti-
fundur i Kópavogsfélagsheimil-
inu og voru þá veitt verðlaun
fyrir unnin afrek á árinu.
Stjórn félagsins er nú skipuð
þessum mönnum:
1 tilefni 70 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur sýnir félagið nú Fjalla-Eyvind. Hér sjáum við eina öræfasenuna.
Formaður: Axel Sölvason.
Varaform. Egill J. Stardal.
Ritari: Hilmar Ólafsson.
Gjaldkeri: Sigurður ísaksson.
Meðstjórendur: Jóh. Christen-
sen, Robert Schmidt.
Fráfárandi förm. Leo Sehmidt,
baðst éindrégið undan endurkjöri
og vóru honum þökkuð marg-
víslég og mikil störf af fundar-
gestum.
Þannig skarta dömurnar á sólarleiðum Gullfass.