Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Page 6

Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Page 6
ÚR EINU í ANNAÐ Góðir sjónvarpsþættir — Skólaiólk — Embætti Nor- dals — Svei norrænni samvinnu ~ Rauða skikkjan — SAM og L.R. — Flugfélög — Geta ber þess, sem gott er, og á það vel við um frétta- útsendingar sjónvarpsins. 1 s.l. viku báru af sjónvarps- fréttir af flóðum og ófærum eystra, bæði fréttaflutning- urinn sjálfur og myndatakan. Þá var erlenda fréttayfir- litið skýrt, hlutlaust og vel samið, ásamt ágætum frétta- myndum, sem sjónvarpið hafði aflað sér. Fréttastofan, undir stjóm Emils Björnssonar, virðist ætla að vera með öðru og miklu betra sniði en fréttastofa útvarpsins, sem rekin er, að bezt virðist, „öðruvisi". Ekbi skal á það deilt, þótt menntaskólanemar við Lækj- argötu taki sér göngutúra til hressingar á morgnana í frítímum eða kennsluhléi. En hitt er hinsvegar hvimleiður vani þeirra þegar hópar taka sig saman til að ögra um- ferð, hlaupa fyrir bíla, eða gera sig líklega til að stöðva þá. Máske þykir skólatelpum þeir hetjulegir er þeir glenna sig á götunum, en í rauninni minna þeir fremur á smá- krakka, eem reka út úr sér tunguna í skjóli ,,pabba“. En, svona er það, ólík gerast nú hetjubrögðin í ástalífi ung- linganna. Ætli hann dr. Jóhannes okkar Nordal geti annað öllu fleiri embættum en hann hefur nú þegar. S.l. fimmtudag skýrði Mbl. frá því, að nú væri dr. Nordal orðinn for- máður Hugvisindadeildar Vísindasjóðs og eru þá embætti hans orðin ærið mörg, þótt ekki verði starfskraftur dokt- órsins dreginn í efa. Það má vera erilsamt í öllum þessum embættum, t.d. að standa vörð um að allir bankamir séu sem næst á hausnum, halda ríkisstjórninni í skefjum, slá út allan lausaeyri, sem útlendingar þora að lána okkur og gegna nær 15 embættum og ýmsum sýslunum sam- tímis. Væri ekki ráð fyrir bilaeigendur að fá hann í „olíu- samlagið" sitt? Við ækjum allir á flugvélabensíni innan nokkurra daga. Það hefur löngum verið skapozt að svokallaðri „n<>r- rænni samvinnu“ hér í blaðinu og ekki að ástæðulausu. Skandinavar hafa jafnan verið Skandinövum verstir og við höfum lítt eða ekkert haft til þeirra að sækja, enda hafa kjaftaþing okkar á norrænum fundum jafnan byggzt á fomsögusnakki og fagurgala um frændsemi þjóðanna. Verkin tala þó bezt og mest í Loftleiðamálinu og öllum samskiptum Islands við SAS-samsteypuna. Hagur okkar er fyrir borð borinn, þjóðin og félagið spottað. Nær væri að koma samskiptum okkar við norræna frændur í eitt- hvað heilbrigðara form en árlegar kokkteilsamkomur og gleðiþing fulltrúanna. Satt bezt sagt, Danir em okkur hollastir. Þá hafa Danir afgreitt Rauðu skykkjuna, og auðvitað okkur í hag, þvi kvikmyndara fyrirtækisins tókst vist að ná bráðfallegum myndum af landslaginu. Það er á flestra vitorði, að dönsk gagnrýni er ein strangasta gagnrýni Evrópu og sagt, að bæði leikhús og kvikmyndir, sem sleppi sæmilega í höndum danskra gagnrýnenda, sé borgið í Evrópu og Ameríku. Hvað um það, vonandi fáum við eitthvað af túristum út á hól danskra um landslagið okkar. Hælt var fréttaþjónustu sjónvarpsins hér að ofan, en eigi síður má hrósa sýningunni á kvikmyndinni um Canar- is, sú bezta hjá stofnuninni til þessa. Með lélegri þáttum sjónvarpsins var sá, sem sjónvarpsfræðingurinn Sigurður A. Magnússon flutti í tilefni 70 ára afmælis Leikfélags Keykjavíkur. Ef þetta er hugmynd SAM-s um sjónvarp og ástæðan til þess, að hann þolir ekki og berst á móti Kefla víkursjónvarpinu, skilur maður margt, sem áður var ekki ljóst. Sjónvarpsþáttur SAMs um L.R. var lélegur, leiðin- legur og akkúrat í stíl við ' „kennara-kerfið" — jafnvel 60-menningamir þoldu ekki þáttinn. •--------*------:------------------- Skyldi fara eins með flugfélögin og bílasölurnar. Nú spretta upp flugfélög eins og gorkúlur á haug og kaupa nýjar og stærri vélar á tug-milljónir. Þet.ta er eflaust rétti tíminn til að kaupa — hagfræðingar segja útþensluna komna á hápunkt og bráðlega fari fjárbruðlið að „slappa af“ draga úr eyðslu ,og klondæk-kerfið hverfi á brott. Fólkið fer eflaust að treysta bifreiðum fyrir pósti, og engar likur á að sauðf járflutningar hef jist á ný með flug- vélum ein" og rinu sinni var. Það væri máske réttara að fara hægt í ö/ona fyrirtæki, eins og sakir standa. Sjónvarpið Surmudagur 1400 Chapel of the Air 1430 This Is the Life 1500 Golf 1600 Sports 1715 Greatest Fights 1730 G. E. College Bowl 1800 The Smithsonian. Hið fræga safn í Washington 1830 Tele-News Weekly 1845 The Christophers 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 News Special 2000 Bonanza 2100 Ed Sullivan Jimmy Durante, Gwen Vernon, Connie Francis 2200 Jim Bowie 2230 What’s My Line 2300 News 2315 „The Bride Wore Boots.“ Barbara Stanwyck. Bob Cummings. Gamanmynd. Mánudagur 1600 Here’s Edie 1630 Harrigan & Son 1700 „Murder without Crime.“ Dennis Price, Derek Farr. Brezk. 1930 Andy Griffith 1855 Crusader Rabbit 1900 News 1930 Survival 2000 Milton Berle 2100 My Favorite Martian 2130 Roger Miller Bobby Darin gestur. 2200 12 o’clock High 2300 News 2315 The Tonight Show Buddy Hackett, Don Cherry, Josyane Leroy Þriðjudagur 1600 Headline 1630 Joey Bishop 1700 Sjá Sunnudag kl. 11 1830 Swinging Country 1855 Crusader Rabbit 1900 News 1915 Tele-News Weekly 1930 News Special 2000 Death Valley Days 2030 Hollywood Palace 2130 Combat Gilbert Roland gestur 2230 I’ve Got a Secret 2300 News 2315 „The Big Lift“ Montgo- méry Clift, Paul Douglas. Loftbrúin til Berlínar. Miðvikudagur 1600 Dobie Gillis 1630 Mr. Adams & Eve 1700 Sjá þriðjudag kl. 11 1830 Pat Boone Terry Savales, MarniMixon 1855 Crusader Rabbit 1900 News 1930 Beverly Hillbillies 2000 Danny Kaye 2100 Dick Van Dyke 2130 „Inside China.“ 2230 The Third Man 2315 „Highpowered Rifle." Williard Parker, Allison Hayes. Fimmtudagur 1600 Coronado 9 1630 Biography 1700 Sjá miðvikudag kl. 11. 1830 Social Security 1855 Crusader Rabbit 1900 News 1915 E. B. Film 1930 Red Skelton 2030 „Friends and Neighbours." Andy Griffith, Tennessee Ernie Ford, Jim Nabors (Gomer Pyle). 2130 News Special 2200 Gary Moore Jackie Vernon, John Byner Eddie Lawrence, Carol Corbett. 2315 „Father Is a Bachelor" William Holden, Coleen Gray. Föstudagur 1600 Big Picture 1630 Danny Thomas 1700 Sjá fimmtudag kl. 11. 1830 Candid Camera 1900 News 1855 Crusader Rabbit 1930 Addams Family 2000 Voyage to the Bottom of the Sea 2100 Dean Martin 2200 Rawhide Gestur Josephine Hutchinson. ‘>300 News 2315 Sjá mánudag kl. 5. Mánudagur 23. janúar 1967 Á veitingastööum 1.. 2. og 3. flokks staðir — Ekki allir eins — Eld hús og vínleyfi - Búlur og skríll - dfgar og óraun sæi — Þörf breytinga — Illska og kurteisi — Fyllirí eða hófsemi? Eitt af því, sem stöðugt veld- ur undrun innlendra sem er- lendra gesta hér á landi er það, að við, einastir allra, teljum alla landsmenn sjentilmenn, alla í sama flokki, alla hegða sér eins og vera jafnir fyrir guði og mönnum, þótt því sé hér, eins og í öllum löndum, víðs fjarri. í sambandi við hótelmenningu kemur þetta ærið einkennilega út. Engum veitingastað, matstað eða hóteli er leyft vínveitinga- leyfi nema staðurinn sé „fyrsta flokks“ hafi „fyrsta flokks eld- hús“ og „fyrsta flokks" aðbún- að. Þetta fáránlega fyrirkomulag hefur ekki valdið annarri þróun í veitingamálum okkar en þeirri, að bæði veitingamenn og gestir almennilegra staða eru varnar- lausir gegn innrás drykkjulýðs, sláandi peninga, sníkjandi vín og, ef ekki vill betur, berjandi á þeim, sem þeim mislíkar við, jafnvel sáklaust fólk með öllu. Engu eirir þessi skríll, setur sóðasvip á allt sem hann kem- ur nærri, spillir friði og frið- samlegum samræðum, eys sér í brennivínsvímu yfir nærstadda, ekki sízt ef þeim gefst tækifæri að ná sér niðri á þekktum borg- urum, stjórnmálamÖnnum eða áhrifamönnum í viðskiptalífi eða opinberu lífi almennt. Afsök- unin er venjulega sú, að þeir hafa verið vertíð til sjós eða hafa meðlimakort í einhverju verkalýðsfélagi. En sízt er þetta bundið við sjómenn eða verka- menn. Siður en svo, því þar finnast ekki síður sjentilmenn en annarsstaðar. Engu minna af ó- húshæfum skríl má finna í öll- um öðrum stéttum, bókmennta- fólki, verzlunarfólki og enn víð- ar. íslendingar verða að gera sér ljóst, að við eins og allar aðrar þjóðir erum ekki byggðar af tómu sjentilfólki. Misjafn sauð- ur er ekki síður hér. Öll lönd, þá ekki sizt nágrannar okkar og frændur, gera sér þennan mögu- leika Ijósan, og gera ráðstafan- ir í samræmi við það. Við verð- um að flokka niður veitingastað- ina, gera minni kröfur til ódýr- ari staða, meiri til úrvals- eða lúxusstaða. Fólki verður aldrei bannað að fá sér staup. En ekki allir vilja vera innan um rusl- aralýð, né heldur brúka vín til Laugardagur 1030 Discovery 1100 Captain Kangaroo and Cartoon Carnival 1300 Championship Bridge 1330 Football, Wrestling 1700 E. B. Film 1730 Heart of the City 1800 Lawrence Welk 1855 Chaplain’s Corner 1900 News 1915 Coronet Films 1930 Jackie Gleason 2030 Perry Mason 2130 Gunsmoke 2230 Have Gun Will Travel 2300 News 23.15 „Virginía" Fred Mac Murray, Made- leine Carrol, Sterling Hayden. að verða hálfvitlausir, eins og of oft er árangur vínneyzlu hér á landi. Eftirlitið verður að auk- ast, refsingin gagnvart afbrotum veitingamanna í sambandi við aldur gesta að harðna. Einn af okkar ágætu veitinga- stöðum er nú að verða þvílík svínastía, að gestir, almennilegt fólk, flýr þaðan unnvörpum, en eftir situr sláttulýður, ræflar, uppdópaðar kvensur, og allskyns óhæfur skríll. Á öðrum stað er hvergi friður fyrir ... allir erum við jafnir... sjónarmiðinu, eins- konar ræflaútgáfa af kínverska fyrirbrigðinu af kommúnisma. Það er óþarfi að telja þetta upp eða lýsa þessu nánar. Staðirnir þekkjast, og skynsamt fólk, sem drekkur eitt tvö staup sér til hvíldar eða undan mat, flýr að betri stöðum og forðast ósköpin. Sannleikurinn er sá, að veit- ingamenn verða að skipta etöð- um sínum eða stofna staði, 6em taka á móti þeim, sem verða vandræðamenn þegar vín er ann- arsvegar. Vitanlega er þetta af- arkoslur, en að ætla sér að glíma við eða breyta mannlegu eðli og upplagi er ekki nema draumórar fávísra presta, sem horfa óraun- sæjum augum á mannlifið, má- ske öfundaraugum. Við höfum meira en nóg af slíkum óraun- sæjum „draumóramönnum" í at- kvæðastöðum hér. — Það þarf raunsæja leiðtoga til að horfa raunsæjum augum á þeim tím- um sem nú lifa, ekki kjökrandi kerlingaklerka, öfgafulla vellaun- aða postula né sjúka draumóra- menn, fulla af eyjamennsku og óraunsæi. fslendingar búa við 2. og 3. flokks fólk eins og Skandínavar, meginlandsbúar, Bretar og vest- urálfumenn. Því ekki að gera sér það ljóst og hætta öllum há- leitum, öfgafullum, óttafullum og svokölluðum lýðræðislégum sjónarmiðum í þessum efnum? Það myndi bæta mikið. Fróileiksbrot fyrir hina menntuiu «v- 7* "«***» w nr. m •» . Kapítalismi í Rússlandi — Japan no. 3 í bílafram- leiðslu — Alcatraz „friðareyjan" — Lán til Motel- bygginga — Viðbjóður Rússar hafa nú aukið mjög sók ..ina í þá átt að breyta ýmsum iðngreinum sínum yfir í hið kapítaliska reksturskerfi vesturheims. Þessar upplýsingar koma ekki frá neinum öðrum en Evsei Li'ocrman, prófessor, einum ' amsýnasta hagfræð- ingi Sovétrí':janna, sem ver- ið hefur á fyrirlestraferð í ftalíu, og er upphafsmaður hinnar nýju stefnu í Rúss- landi. 1 stað algers ríkisreksturs, hafa Rússar danfarið haf ið þá stefnu að láta mark- aðsöflin sjálf ákveða fram- leiðslu ð og gróða. Sam- kvæmt upplýsingum próf. Libermanns hafa 674 fyrir- tæki (framleiðsl. "yrirtæki) þ.e. 12% af rússneskum framL.oslufyrirtækjum, tek- ið upp hið nýja fyrirkomu- lag. Þessi fyrirtæki hafa sýnt framleiðsluaukningu um 8% á móti 5% meðal framleiðsluaukningu hjá iðn- fyrirtækjum, sem enn eru al- gjörlega rekin af ríkinu. Algjör breyting í iðnaðin- um er áætluð í órslok 1968 en Libermann telur að hún geti orðið fyrr. Prófessor Liberr-ann hef- ur lika sle^ varnagla að Sovétríkjunun. kunni að mista'kast eitthvað þegar þau breyta yfir i rekstursfyr irkomulag hins vestræna kapitalisma. „Framtíðin" sagði Liberman, „verður máske ekki algjörlega að fullu heppnuð". ★ Sl. ár varð Japan þriðja : mesta framleiðsluland í bif- reiðum, (Bandaríkin og V- Þýzkaland), samkvæmt upp lýsingum frá Automotive International Association. Japan framleiddi 1,8 milljón ir bíla frá janúar til októ- ber, en við það féllu Bretar úr þriðja sæti. ★ Alltaf eru vinir okbar Bandaríkjamenn jafn „sein“- lieppnir. "’ns og kunnugt er þá var hið illræmda og heimsfra fangelsi Alcatr- az — staðsett á Alcatraz- eyjunni í San Francisco- höfn — tekið úr notkun fyr ir ca. t\'CÍm árum og staðið autt síðan. A' atraz var ill- ræm’ast allra fangelsa, en talið hið öruggasta. Þai voru heimamcnn eins og t.d. AI Capone, hriðskotabyssu Kelly og aðrir álí' c „frið- menn“, r- -ðinnr.iar, illmnuni, fúlmenni af verstu tegund. Nú ’-'fur nViiviim King- snnn-’ Banda- FraiiihulJ á 3. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.