Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Máimdagnr 23. janúar 19S7 Garldrakarlinn í Oz suma leikendur til að nýta skemmtilega leikbrögð til að fá athygli og „samstarf" áhorf- endanna, sem gjarna taka rik- an þátt. í því, sem á sviði ger- ist. Heildarsvipurinn, hraðinn nauðsynlegi, er nák'»':’Dmur og tímanýting hnitmiðuð. Ekki hefi | ég séð skiptingar ganga öllu greiðlegai en nú, snurðulaust og fljótt. Má heita, að ekki þyki barnaleikrit betur heppn- ast en þegar Klemenz leggur þar á gjörva hönd. Bes-si Bjarnason ber nú á- samt Margréti Jónsdóttur hita og þunga verksins. Bessi lék Tómas vinnumann, skemmtinn og fjörmikinn, barnagælu mikla og svo fuglahræðuna. Bæði fór ust honum þessi hlutverk vel úr hendi. Hreyfingar Bessa og framsögn var mcð hreinum á- gæt um; hann kann manna bezt að leika fyrir börnin enda mik- ið uppáhald þeirra. Börnin voru Margrét Guðmundsdóttir fljót að taka þátt í því sem á sviði skeði, að beiðni Bessa. Margrét Guðmundsdóttir, Doro- tea, lék alveg skínandi vel. Margrét, er ekki „t.áningur“ en henni tókst frábærlega vel að sýna gervi ungu telpunnar, draumaríku, bamaleg í fasi, en lipur og eðlileg á sviði, lagleg og hressilega ung. Var leikur hennar allur hinn athyglisverð- asti. Þá lék Jón Júlíusson tvö hlutverk, vinnumanninn önuga og meira hlutverkið, pjáturkarl inn, og innt.i hvorttveggja mjög vel af hendi og sannfærandi. Þá lék Sverrir Guðmundsson Ljón- ið af talsverðum tilþrifum, og vinnumanninn, náði hinu hug- lausa ljóni nokkuð vel og leysti lilutverkin smekklega af hendi. Valdimar Lárusson, var mjög góður bóndi, stjórnandi á sin- um bæ og laus við alla draum- óra, og Nína Sveinsdóttir sómdi sér vel i bóndakonuhlutverki sínu. Þóra Friðrik«dótir var fríð og virðuleg góð norn og Bríet Iíéðinsdóttir lék illu norn- ina af miklum tilburðum og féll röddin mjög vel við gerfið — eiginlega óhugnanlega eðli- lega. Snjólaug litla Guðjohnson vann einkar skemmtilega, Klem enz leiksljóri brá upp mæðu- legri mynd, en ósköp einhæfri Þjóðleflritúsíð: Sviðsmynd Höí. John Harryson — Leikstj.: Klemenz Jónsson Skemmtileg bamasýning við Hverfisgötu Það var reyndar skritið, að ekki skyldi fullskipað hús á frumsýningu Þjóðleikhússins á barnaleikritinu Galdrakarlinn í Oz eftir John Harryson. Sennilega hafa of margir for eldrar haldið að þýðingarlaust væri að reyna að ná í miða á frumsýningu, enda er þetta ekki eins dæmi, þótt allar aðr- ar eýningar hafi verið meira en fullskipaðar. Meginefni leiksing fjallar um drauma Doroteu litlu, æfintýra draumar vel samdir og skemmti lega unnir, enda sýndi unga fólkið að það fylgdist með bæði af áhuga og innlifun. t fjn*stu leikmynd af níu, og lokmynd- inni fjallar leikritið um æfin- týri í Putalandi, hjá fuglahræð unni, ferðalagi, framan við borgarhliðið, í hásætissal galdra karlsins og á halhwfcorginu. All ar þessar myndir eru ágætlega vel upp dregnar og yfir þeim hvílir léttur æfintýra blær, með öllum hugsanlegui íbúum æfintýranna, dýrum og mönn- um, góðum nomum og illum. Litríkt umhverfi og búningar, falla vel inn í allt andrúmsloft leiksins, eöngvar og dansar falla ekki síður í smekk áhorf- enda. Umgjörð leiksins er gerð af Birgi Engilberts baeði svið og búningar og bera hir unga TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- malaráðuneytisins dags. 11. janúar 1967, sem birtist í 7. tbl. Lögbirtingablaðsins 1967, fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða inn- flutningsleyfa árið 1967 fyrir þeim innflutn- ingskvótum sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrúar 1967. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa bor- izt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka Is- lands fyrir 10. febrúar næstkomandi. Landsbanki Islands Útvegsbanki íslands listamanni verðugt lof. Litauðg in og hið listræna handbragð tjaldanna er skínandi gott og búningar ekki síður. Var öll umgjörðin mjög til þess að skapa hið létta, bjarta andrúms loft, sem verkinu er mikil nauð- syn. Það er Kleinenz Jóns«on, leik stjórinn, sem enn sýnir að hann kann að setja á svið verkefni fyrir yngri áhorfendur. Leik- stjórn Klemenzar er að venju vönduð og heilsleypt; hann fær Árni Tiryggvason af dyraverði. Eg hef nú talið upp mest af leikurunum, sem máli skipta. Vitanlega sýndu sumir ekki neitt umtalsvert í leik sínum, utan aðalhlutverk- anna, en allur brugðu þó upp sannfærandi myndum af þess- um skemmtilega Íitriku persón- um. Þýðinguna önnuðust Hulda Valtýsdóttir, textann, og Krist- ján frá Djúpalæk, vísurnar. Þýðing Huldu var óaðfinnan- leg, málið auðskilið, lifandi og smekkleo-f. Söngtextar Krist- jáns voru og mjög vandaðir, bæði þýðing og hið frumsamda og man ég ekki eftir öllu betri vinnu en hjá þeim tveim, sem þýddu verkið saman, á hlið- stæðum leikritum. Dansar æfðir af Fay Wemer voru nú mun bet.ri en það, sem við höfum fengið úr þeirri átt og má vera, að Miss Werner sé nú farin annaðhvort að læra dans- kennslu að gagni eða vanda sig betur en til þessa. Sönglögin fundust mér skemmtileg, eftir þá Harold Allen og OaTl okkar Billich, sem stjórnar hljómsveit inni, þótt varlega megi treysta dómgreind minni í músíkmál- Þeir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni i Mánudags- blaðið — þurfa að koma því fil ritstj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan úikomudegi blaðsins. KROSSGÁTAN LABFTT: LÓÐBÉTT: 1 Samkomuhúsið 2 Ósamstæðir 8 Flöskur 3 Skófla 10 Byk 4 Á rándýrum 12 Söngflokkur 5 Málmur 13 Tónn 6 Byk 14 Brauð 7 Sýkn 16 Eymd 9 Þveginn 18 Hvild 11 Hælast um 19 Hreyfast 13 Karlmannsnafn 20 Skógardýr 15 Drykkjustofa 22 Plat 17 Án f ylgdar 23 Öfugur tvíhljóði 21 Tóu 24 Borða 22 Ölgerð 26 ósamstæðir 25 Málmur 27 Vafinn 27 Fangamark 29 Varð laus 28 Ósamstæðir Bessi Bjarnason um. En lögin fundust mér mjög áheyrileg og skemmtileg. Hér er um ágæta barnasýn- ingiu að ræða, leikstjóra, leik- endum og öðnim til mikils sóma. Sjálfsagt er að foreldrar leyfi börnum sínum að skoða þessa sýningu. Hún svíkur ekki börnin og það er fyrir mestu. A. B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.