Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið ^ ' Mánudagur 17. júlí 1967 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Má íslenzki hesturinn fá sinn skóla? íslenzki hesturinn á litríka sögu. Hann kom með landnáms- fólkinu, sem byggði allt landið á hálfri öld. Hann var einn af fjölskyldunni. Án hans hefði þjóðinni verið ólíft í landinu. Síðan liðu margar aldir; Hest- urinn flutti mest alla þungavöru milli landsmanna, yfir sanda, vegleysur og fallvötn sem oft sýndust ófær. Þá stiklaði hann yfir stórgrýtið og greip sund- tökin ef leiðin var ófær með öðrum hætti. Hesturinn átti oft góða daga. Oft varð hann mik- ill vinur bóndans, húsfreyjunn- ar, bamanna og einkum smalans. En stundum syrti í álinn. Úti- gangshestur lá dauður, grindhor- aður á frosnum, gróðurlitlum heiðum og afréttum. En það er önnur saga. Á vélaöld breyttist viðhorfið. Þjóðin byggði fyrstu stórbrúna yfir Ölfusá, laust fyr- ir síðustu aldamót. Áður byrj- uðu hestar austanmanna að skjálfa þegar þeir komu að ferjustaðnum. Það var kalt að synda yfir jökulvötnin. Enn breyttist ævi hestsins. Þjóðin byggði brýr og vegi. Þá komu ný samgöngutæki, vélbát- ar, gufuskip, bílar og flugvélar. Loks kom gaddavírinn og girð- ingar í bæjum og byggðum. Jafnvel smalinn varð þá minna háður hestinum eftir að girðing- ar komu um flestar byggðir. Mörgurn sýndist hesturinn vera að komast á eftirlaun og eiga marga iðjuleysisdaga. , Skyndilega blasti ný framtíð við hestiiium. Fólk sem átti reið- hjól, bílá, hraðbáta og jafnvel flugvélar fann að hesturinn var of tengdur þjóðinni til þess að hverfa skyndilega úr sögunni. Reiðhesturinn varð vinsæll og dáður tízkugripur. Menn sýndu góðhesta sína á fjölmennum samkomum og léu þá reyna þar fæmi sína. Fyrir nokkrum dögum var slík hátíð haldin á Rangárbökk- SKATTSKRÁ Reykja- víkur áríð 1967 Skattaskrá Reykjavíkur árið 1967 liggur' frammi í Iðnaðarmannahúsinu við Vonar- síræti og í Skattsto.fu Reykjavíkur frá .,12. júlí til 25. júlí n.k., að báðum dögum með- töldum, alla virka daga, nema laugardaga, frákl. 9,00 — 16,00. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Námsbókagjald 4. Sóknargjald 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargjald 7. Slyscctryggingargjald atvinnurekenda 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 9. Gjald til atvinnuleysistryggingasjóðs 10. Tékjuútsvar 11. Eignarútsvar 12. A&stöðugjald 13. Iðnlánasjóðsgjald 14: Iðnaðargjald 15. Launaskattur 16. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða liggja frammi á Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavík Aðalskrá um söluskatt í Reykjavik, fyrir árið 1966. Skrá um landsútsvör árið 1967. Innifalið í tekjúskatti og eignarskatti er '1% á- lag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur er miðaður við gildandi fasteignamat sexfald- að, eignarútsvar miðað við matið þrefaldað. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt of- angreindri skattaskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skattstofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24,00 hinn 25. júlí 1967. Reykjavik 11. júlí 1967. Borgarstjórinn í Reykjavík Skattstjórinn í Reykjavík um. Þar voru 2000 gæðingar og 6000 hátíðagestir úr heilum fjórðungi. Hliðstæðar samkomur eru haldnar árlega annárs stað- ár í landinu. Vel tamdir góð- hestar ganga kaupum og sölum og verð reiknað í háum fjár- hæðum. Nú hefir um nokkra stund verið rætt um að gera ’veg ís- lenzka hestsins enn meiri en áð- ur. Hann fékk óvænta viður- kenningu í vetur. Tvö kvik- myndafélög annað þýzkt en hitt danskt, létu gera og sýna kvik- myndir úr hetjusögum' fyrri alda. Þar kom á leiksviðið Sig- 1 v ; urður Fáfnisbani og samferða- fólk hans. Báðar kvikmyndirn- ar voru látnar gerast áð nokkru hér á landi. íslenzk náttúrufeg- urð og glæsilegir íslenzkir reið- hestar komu mjög fram á báð- um myndunum og voru mesta prýði þeirra. Fluttu hestarnir á þessum myndum bæjarfólkinu hér á landi fegurð hins íslenzka hests, þar sem hann skartár af ókunnri reisn og sköpulagl og hreyfingum. Myndin við Elliða- árnar ber vott um gamla daga, þegar hesturinn bar á þreyttum fótum byrðar heimilanna í öllum byggðum landsins. Glæsileiki ís- lenzku hestanna á kvikmyndun- um tveim og líírin ~myndárlegi aðbúnaður reiðmanna, einkum í kaupstöðum- nú á dögum sýna a?Tfefffeestufirin eí-':hafður j‘há- vegum og er eftirlæti allra bæði á leiksviði og heimilinul Nú hugsa menn eriri lengra um framtíð reiðhesta í landinu. Menn tala um fullkomnari tamn ingu og að kynbæta stofninn með fræðilegu úrvali beztuhesta kynja í landinu. Hér er um að ræða tvö verkefni, miserfið. Vís indalegar kynbætur eru sjálf- sagðar en þær eru ekki fyrsta sporið heldur reiðskóli til að greiða götu fjölmargra hesta- manna, sem hafa ekki tíma eða aðstöðu til að sinna efnilegu klárunum nægilega vel. Nú liggur þeta mál vel fyrir og má á næstunni byrja á þýð- ingarmiklum framkvæmdum. Búnaðarfélag íslands hefur all marga ársmenn sem ráðunauta. Félagið hefur ennfremur hálf- an ráðunaut um málefni hesta, en hann var þá jafnframt bóndi á Laugarvatni. Nú gerist ýmis- legt þroskavænlegt í þessum ’málum. Ráðunauturinn, Þorkell sonur Bjama Bjarnaspnar skóla- stjóra á Laugarvatrii, mun nú bjóða stjóm Búnaðarfélagsins aðstæður fyrir reiðskóla þar sem tamdir væru árlega 30 ung- ir gæðingar. Skólinn byrjaði um áramót en prófi lokið í sláttar- byrjun. Þá gætu eigendur feng- ið sína fola heim að lokinni skólaþjálfun; Sýslunefnd Árnes- sýslu vill láta stjórn Búnaðarfé- lagsins fá nauðsynlega aðstöðu í tvö ár til að stofna skóía með- an verið er að fullreyna reið- skóláhugmyndina í framkvæmd. Eigendur námshestanna yrðu að kosta fóður hestanna eins og foreldrar kosta börn sín í skól- um utan heimilis en Búnaðarfé- lagið og landbúnaðarráðherra yrðu áð greiða af almannafé nauðsynleg kennslugjöld; Eftir sólstöður yrði reiðskólanum slit- ið árlega. Sýslunefnd Árnesinga vill fyrir sitt leyti prófa til hlít- ar hvort hinn lofsverði áhugi í málum hestamanna sé nægilega öflugur til þess að feta megi leiðina á.leiðis til fullkomnunar' í. meðferð og kynbótum stofns- ins eftir þvi sem ástæður leyfa. Ámessýsla og ráðunauturinn hafa stigið nauðsynleg spor á Laugarvatni. Þar er rni'kil tún- rækt og peningshús næg fyrir reiðskóla. Mikill kostur fyrir reiðskóla á Laugarvatni eru tveir ágætir reiðvegir næstum mannlausir fyrri hluta árs. Ann- ar á leið til Þingvalla en hinn í átt til Geysis. Ef reiðskóli væri á Vífilsstöðum eins og sumum hefur komið til hugar, þá má segja að allir, vegir nærri þeim stað séu lítt færir ríðandi fólki sökum bifreiða. Kvikmyndirnar um hetjulíf Sigurðár ' TTáfnisbana og hin mikla hátíð við Rangá sýna að hestaræki,in er vinsæl og. nýtur almennrar viðurkenningar. For- stjóm. þessara mála er í hönd- um Ingólfs JóOssonar ráðherra, Halldórs búnaðarmálastjóra og meðstjórnarmanna hans, Asgeirs Bjarnasonar alþingismanns í Ás- garði, Péturs Ottesen og Þor- steins formanns Búnaðarfélags- ins. Þeir munu leggja hér gott til mála. Fer vel á að láta hina mörgu vini hestanna fylgjast með þróun þessara mála. ÖRYRKJABRNDALAG ÍSLANDS. ÚTBOÐ Tilboö óskast í tvöfalt gler í byggingu Öryrkja- bandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðunum skal skilað á sama stað í síðasta lagi miðvikudaginn 26. júlí n.k., kl. 11 f.h. Öryrkjabancsalag íslands. ÖRYRKJA3ANDALAG ÍSLANDS. Tilboð óskast í miðstöðvarofna í byggingu Ör-; yrkjabandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðum skaJ skilað á sarna stað í síðasta lagi miðvikudaginn 26. júlí n.k., kl. 10.30 f.h. Öryrkjabandalag Islands. Eftirlitsstarf Ákveðið hefur verið að ráða sérstakan eftirlits- mann með friðunarsvæðum vatnsbóla á höfuð- borgarsvæðinu. Starf þetta, sem m.a. er fólgið í daglegu eftirliti mánuðina maí-október, einn- ig laugardaga og sunnudaga, en vikulegu eftir- liti aðra mánuði ársins, er hér með auglýst til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi sé sérmenntaður á sviði byggingamála t.d. tæknifræðingur eða byggingafræðingur. Hann þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið starfið strax. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt kaupkröfum sendist til Skipulagsstjóra ríkisins Borgartúni 7, fyrir 19. júlí 1967. Skipiylagsstjóri. Fyrirkomulag Loftleiða um að gefa farþegum tækifæri að gista einn sóiarhring á iandinu verður æ vinsælla. Fólkið dvelur á Loftleiðahótelinu, heimsækir Guilfoss, Geysi og Þingvelli eftir vild og skoðar höfuðstaðinn. Myndin sýnir gesti í móttökusal Loftleiðahótelsins, en Hótel Loftleiðir skaut húsi yfir nær 5 þúsund gesti frá janúar til júní í ár, og kallast það góð nýting.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.