Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagnr 17. júlí 1967 Framkvæmdir hjá Ál- féleginu í Straumsvík Fyrir skömmu hélt íslenzka Álfélagið fund með blaðamönnum og skýrði frá starfsemi sinni all-ýt- arlega, auk þess, sem þeim voru sýndar þær verk- legar framkvæmdir sem unnið er að. Tilgangur fundarins var að kynna framkvæmdir almennt svo og ryfja upp og fræða blöðin um alla tilhögun verksins og framtíðaráætlanir þar í Straumsvík. Vegna plássleysis varð grein þessi að bíða, en þar sem hér er um svo veigamikið mál að ræða þykir sjálfsagt að birta sem ýtarlegasta frásögn af verk inu og er í öllu stuðst við vélritaða skýringu frá stjórn Álfélagsins. Hér á eftir fer fyrst ávarp stjórn- arformanns fsal á blaðamannafundinum, örlítið stytt, en næst greinargerð um áliðjuverið í Straums- vík. Góðir gestir. Ég vil fyrir hönd íslenzka Álfélagsins bjóða ykknr vel- komna. Tilgangurinn með þessum fundi er að kynna fyrir ykk- ur álframleiðslu, eins og hún verður í Straumsvík, og hvar á vegi framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar eru staddar. Álbræðslan í Straumsvík er lokastigið í framleiðslu hrá-áls, áður hefir boxíti ver- ið breytt í alumina, sem í Straumsvík er breytt í ál. Þar til tími þykir til kom- inn að hefja hér á landi úr- vinnslu úr áli, verður hrá- álið flutt til ýmissa markaðs- landa í Evrópd. Ég vil i því sambandi láta þá skoðun mína i ljós, að ég tel, að við íslendingar eig- um, við sömu aðstæður, að geta staðið jafnfætis nágr.- þjóðum okkar í framleiðslu úr áli, því að þótt vegalengd- ir á markað séu héðan lengri, þá er flutningur með skipum ódýrari en með öðrum farar- tækjum. Eins og ‘ þið hafið séð nú í morgun, þá eru fram- kvæmdir við verksmiðjuna stutt á veg komnar. Jöfnun landsins er þó langt komin, og verður henni lokið i ágústmánuði. Verið er að reisa mötuneyti, skrifstofu- byggingu og svefnskála, en þeir síðastnefndu verða fjar- lægðir að framkvæmdum loknum. í næsta mánuði verður hafin vinna við undir- stöður verksmiðjubygging- anna og í október mánuði muri vinna við stálgrindur bygginganna hafin. Til að gefa ykkur hugmynd um stærð bygginganna vil ég nefna, að steypumagn í und- irstöðurnar nemur um 50 þúsund rúmmetrum eða svip- að því steypumagni, sem fer í allar byggingar í Reykjavík á einu ári. Lengsta bygging- in er 640 metrar að lengd eða liðugur hálfur kílómetri. Heildarkostnaður við ál- verksmiðjuna verður um tvö þúsund og fimm hundruð miljónir króna, miðað við 60 þúsund tonna afköst. Starfsmenn við álbræðsluna verða um 500 talsins þegar hún er komin í full afköst, og verða starfsmennirnir flestir íslendingar. Þeir sem nú hafa verið ráðnir og ráðn- ir verða á næstunni fara ut- an til þjálfunar í verksmiðj- um sem þessari i lengri eða skemmri tíma, eftir því sem starf þeirra: krefst.' Tæknilegur framkv.stjóri, Ragnar Halldórsson, verkfr., mun hér á eftir skýra ykk- ur frá hvernig ál verður til, ennfremur verða sýndar hér tvær kvikmyndir, sem sýna framleiðslu á áli. Það er áætlað að virkjan- legt vatnsafl á íslandi sé milli 3 og 4 milljón kílóvatt, þar af eru í dag einungis um 4% virkjuð. Þar sem álþörf- in í heiminum vex um yfir 500.000 tonn árlega, hefur Alusuisse hug á að færa út kvíarnar til þess að geta full- nægt hluta af þessari auknu eftirspurn. Þessar tvær stað- reyndir urðu til þess, að Al- usuisse fyrir nokkrúm árum sneri sér til islenzku rikis- stjórnarinnar til að leita fyr- ir sér um möguleika á því að reisa áliðjuver á íslandi á grundvelli íslenzks fossa- afls. Viðtökur íslenzku rikis- stjórnarinnar voru jákvæðar, þar sem það hefur lengi ver- ið á dagskrá, að nauðsynlegt sé að renna fleiri , stoðum undir íslenzkt atvinnulíf. Viðræður Alusuisse og rík- isstjórnarinnar leiddu til þess að gerður var samningur milli þessara aðila, sem var staðfestur af Alþingi sem lög 30. apríl 1966. Svo sem kunn- ugt er, inniheldur samning- ur þessi meðal annars eftir- talin ákvæði: — Stofna skal félag að ís- lenzkum lögum, íslenzka Ál- félagið h.f. (ÍSAL), sem skal byggja og reka áliðjuver við Straumsvík. — Landsvirkjun skal reisa raforkuver við Þjórsá, ásamt varaaflstöð, sem á að sjá ál- vinnslunni fyrir raforku. — Hafnarfjarðarbær skal gera höfn i Straumsvík fyrir áliðjuverið. — Alusuisse skal leggja til tæknikunnáttu og hefur sölu- umboð fyrir ÍSAL. Öll þessi ákvæði hafa þeg- ar að meira eða minna leyti komið til framkvæmda, sem hér segir: — íslenzka Álfélagið var stofnað í Reykjavík síðastlið- ið sumar. Formaður félags- stjórnar er Halldór H. Jóns- son. Hafizt var handa með undirbúningsframkvæmdir í Straumsvík snemma á næst- . liðnu vori. Samningar hafa verið gerðir við framleiðend- ur um afhendingu helztu véla og tækjabúnaðar og við verktaka um framkvæmd allra stærstu byggingaþátt- anna. T.d. hefur verið sam- ið við svissneskt fyrirtæki um afhendingu aðalrafbúnað- ar, við norskt fyrirtæki ' Um afhendingu lyftibúnaðar, við þýzkt fyrirtæki um jöfnun á byggingarlóð, við hafnfirzkt fyrirtæki um gerð grunna, kanadískt fyrirtækí um skrif- stofubyggingu, íbúðarhúsnæði og mötuneyti, sænskt fyrir- tæki um undirstöður og for- spennta steypu, svissneskt fyrirtæki um stálgrindarbygg- ingu, reykvískt fyrirtæki um vegg- og þakklæðningu o.m. fl. Samið hefur verið við Eimskipafélag íslands um alla flutninga á efni til lands- ins, og við Brunagótafélag ís- lands um tryggingar. — Framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar við Búrfell hafa nú staðið í um það bil ár. Gerður hefur verið samn- ingur við þýzkt fyrirtæki um hafnargerð í Straumsvík. Framkvæmdir hafa þegar hafizt. — Alusuisse hefur með höndum hönnun á mann- virkjum vegna áliðjuversins og annast um samningsgerð- ir vegna framkivæmda fyrir hönd ÍSAL. Einnig hafa verið ráðnir ýmsir starfsmenn, sem vinna eiga við álverið að byggingaframkvæmdum lokn- um. Eru þessir menn nú til þjálfunar hjá ýmsum dóttur- fyrirt. Alusuisse til að vera undir það búnir að annast rekstur álvinnslunnar. Nýlega hefur verið auglýst eftir fjöl- mörgum vaktstjórum og verk- stjórum, ásamt nokkrum öðr- um starfsmönnum, sem verða ráðnir alveg á næstunni. Þessir menn verða einnig við starfsþjálfun erlendis. Mikið veltur á, að vel takist til um ráðningu þessara manna, því að undir þeim * verður að miklu leyti komið, hversu til tekst með rekstur þessarar stóriðju á íslandi. Framkvæmdaáætlunin er þannig, að gert er ráð fyrir að helzfcu, byggingum verði lokið á næsta sumri og verð- ur þá hafizt handa með nið- ursetningu rafbúnaðar, véla, bræðsluofna og rafgreining- ar kerjanna. Álsteypan á að verða fullgerð í ársbyrjun 1969 til að hægt verði að æfa starfsliðið. Að öðru leyti á framkvæmdum að vera lokið um leið um leið og Búrfells- virkjunin tekur til starfa, eða l.apríl 1969. Fullgert á áliðjuverið að afkasta rúmlega 60.000 tonn- um árlega og verða starfs- menn þá um 450 að tölu, en afkastageta fyrsta áfanga verður rúm 30.000 tonn. Stækkun í full afköst fer fram jafnskjótt og Búrfells- virkjun hefur verið byggð í fulla stærð, 210^000 kílóvött. Er hugsanlegt að svo geti orðið einu ári eftir að fyrsti áfanginn er tekinn í notkun, en að öðrum kosti eigi síðar en árið 1975. Með 60.000 tonna afköstum mun áliðju- verið nota 120.000 kílóvött. Höfnin í Straumsvík mun hafa 220 m langan hafnar- garð, sem verður i senn brimbrjótur og viðlegupláss, með hafnarkrönum og af- hleðslutækjum fyrir áloxíd. Er gert ráð fyrir, að flutn- ingaskip, allt að 30.000 smá- lestir geti athafnað sig þar, en síðar er möguleiki á að stækka höfnina fyrir skip allt að 60.000 smálestum. Áloxídið verður í fyrstu innflutt frá V-Afríku eða Karabíahafi en síðar er fyrirhugað að það verði flutt til Ástralíu. Ál- oxídið verður flutt frá skips- hlið á færiböndum í sérstak- an geymi eða turn, sem tekur 30.000 tonn. Önnur hráefni, svo sem kolskaut og kríólít verða innflutt með skipum af venjulegri stærð. Þau munu og flytja hráálið i plötum og hleifum frá áliðjunni á mark- aði í Englandi og á megin- landi Evrópu og/eða Ame- ríku. Þegar áliðjuverið í Straums- vík verður tekið í notkun, mun það verða eitthvert full- komnasta iðjuver sinnar teg- undar í heiminum, enda mun ekkert til sparað að svo megi verða. Mun meðal annars verða komið fyrir sjálfvirk- um tækjum við álvinnsluna, sem hvergi eru í notkun annars staðar ennþá. Það er því von allra, sem að þess- ari framkvæmd standa, -að starfræksla þess geti farið sem bezt úr hendi, en til þess þarf, auk góðra starfs- krafta, jákvæðan skilning yf- irvalda og íslendinga yfirleitt á mikilvægi þessarar nýju atvinnugreinar fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap í framtíð- inni.' Að lokum ætla ég að leyfa mér að vænta góðs samstarfs við ykkur blaðamenn og fréttamenn hér eftir sem hingað til. 'BflAlEftrAM Wff IARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 SPARIfl OG FVRIRHOFN I Þeir sem þurfa að koma auglýs- j I ingum eða öðru efni í Mánudags-1 | blaðið _ þurfa að koma því til | | ritstj. í síðasta lagi á miðviku- \ j dag næstan á undan útkomudegi | k ! k Krossgátan LÁRÉXT; LÓÐBÉTT: 1 Skip 1 Knattleik 5 Hrós 2 Heimsálfa 8 Ármynni. 3 Nes 9 Verkfæri 4 Klukka 10 Tau 5 Sýslur 11 Bátur 6 Jökull 12 Skott 7 í rúmi 14 Gola 9 Iðnaðarmenn 15 Sjóntækið 13 Óþrif 18 Tónn 16 Aðgæzla 20 Und 17 Öldur 21 Upphafsstafir 19 Snemma 22 Heldur sér vel 21 Brauð 24 Týnt 23 Hæð 26 Hiti 25 Skógarguð 28. Taka saman 27 Guð 29 Yfirhöfnin 30 Látinn 4 1 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.