Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 3
Mánudagnr 17. Júlí 1967 Mánudagsbiaðið 3 Kemur út á mánudögum. VerS kr. 10.00 I lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Aguar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Þegnskylduvinnan og æskan Það mun tómt mál um að tala, að .hér á íslandi verði komið á þegnskylduvinnu. IJm þessa hugmynd heíur verið rætt í blöðum og víðar um áratugi en málið hefur hlotið lélegar undirtektir og almennt áhugaleysi almennings. Sennilega mun það til of mikils mælzt, að hver heilbrigður íslendingur fórni einhverri stund úr lífi sínu, nokkrum mánuðum eða jafnvel heilu ári, við störf í þágu alþjóðar, störf, sem eru í senn lífsnauð- synleg fyrir velsæld þjóðarinnar og jafnframt dá- lítil lausn á atvinnuvandræðum, sem hljóta að skapast nú, þegar þjóðin er loksins að finna, að umheimurinn skuldar henni ekki neitt og hún hlýt- ur að hlýða sömu lögmálum í fjármálum og aðrar þjóðir. Erlendar þjóðir telja það hvorki fóm né þrældóm þótt ungir menn, á friðar- og jafnt á stríðstímum séu kallaðir upp og látnir þjóna landi sínu. Þeir em æfðir í herþjónustu til að vera tilbúnir til landvama — og sumstaðar til landvinninga — og engin telur það sérstaka fórn, þótt æskumaður sé drepinn í þágu lands síns. Máske sem betur fer erum við svo smáir og mátt- láusir, að um herþjónustu er vart að tala, enda er þjóðin friðsöm að eðlisfari, og hefur and- s'tyggð á hemaði, nema ef vera skyldi þeirri hlið hans, sem valdið hefur þáttaskilum í lífsafkomu okkar. Hitt er allt annað, að það er einstæður aum- ingjaskapur af okkar hálfu, að hér skuli aldrei hafa verið til þegnskylduvinna hversu illa, sem á hefur staðið í atvinnumálum þjóðarinnar eða heldur hversu mikil þörf hefur verið að hrinda ein- hverju nauðsynjamálinu í framkvæmd. Fyrir nokkrum misserum keyrði þó um þverbak begar nokkrir þingmenn komu á lögum um það, að banna unglingum undir 16 ára aldri að taka hendi til nokkurs og töldu barnaþrælkun ef út af yrði brugðið. Var einsætt, að flutningsmenn þessarar tillögu höfðu í senn engan skilning á mannlegu eðli né heldur vott af viti um þau verðmæti, sem vinna skapar í hugum unglinga. Nú er svo komið, að unglingar í þúsundatali ganga hér um atvinnulausir og atvinnuskorts er farið að verða mjög víða vart úti um landið. Ekkert hefur enn verið gert til að koma á stofn einhverju 'ormi af úrlausn hvorki af hálfu borgarinnar né ríkisins, og hefur víða skapazt vandræðaástand. Ef sá háttur yrði hafður á, að unglingar á viss- um aldi yrðu skikkaðir til að vinna fyrir föður- land sitt einhvern vissan tíma af æfinni myndi þjóð- in í heild ekki aðeins gott upp skera heldur og unglingarnir sjálfir. Það má teljast helvíti hart í þjóðfélagi, sem bein- línis heldur borgurum sínum uppi á styrkjum og allskyns fríðindum, fríu námi, læknishjálp, og ná- lega hverskyns öðrum þörfum skuli verða ofviða að krefja þá um að fórna smáu timabili úr ævi sinni við að sinna þeim þúsundum verkefna sem enn eru óleyst vegna sofandaháttar og brjálæðislegra lifnað- arhátta allt frá styrjaldarárunum. Ef nokkuð er að- kallandi nú, þá er það sú nauðsyn að ^eina starfs- kröftum æskunnar, skólafólksins, inn á þessa braut, láta hana vinna í bágu alþjóðar. Við erum alltaf að skoða okkur sem einhverja fyrirmynd. Nú er tæki- færið að sýna, að við getum veitt öðrum fyrirmynd í verki. KAKALI SKRIFAR: I hreinskilni sagt Hestamamnamót og aðkomuskríll — Hestamenn til sóma — Óþolandi ásókn — Sér tjaldstæði fyrir hestafólkið — Óorðið leggst á sak- lausa — Mót notuð sem drykkjuafsökun — Hörmungarástand hjá 12-20 ára unglingum. Hestemeim, hestemannairwit, þannig hljóma blöðin og mynd- irnar sýna káta menn og kon- ur á gaeðingum símim. Al!t þetta tal „sætter Mod paa tanden“ sw> ég brá mér beina leið austur á Hellu, þar sem haldið var svokaMað fjórð- ungsmót hestamanna, geysi- fjölmennt mót, þar sem hesta- menn úr öllum landshlutum mættu, þó eins og S'killjanlegt er, aðaMega frá Suðurlandi. Kunnugur tjéði mér, að á hestamanmamóti, til þess að komast i snertingu við knapa og knöpur, þá væri happa- drýgst að klæðast reiðfötum, stígvélum og hatti hörðum. Og eftir að hofa komizt f þessa múnderinigu, þá tök ég hvorki hnakk minn né hest, heldur sníkti far hjá kunningja og ók austur, tjaldaði og taiaði með mifclum spekingssvip, en minni spefci, um heste, vöxt, gang, höfuðburð og annað, sem hlustað var á kurteislega en efcki beint af bjartsýni. Hestamenn eru, almennt a- kaflega félagslyndir menn, glaðviaerir, fylgja vel máls- haettinum að vera ákafamenn til hesta og tovenna, — þó mest í huganum, að ég hygg — hjálpfúsir og samhentir á ferðalögum, og ekki fjarhuga, því að fá sér einn dramm, þegar áð er, þótt om drykfcju- skap sé ekki að ræða, nema undantetoningar. Vestenvert við Heilubrú gat að Mte ákaftega marglita tjaldtoorg, sem jókst með klukkutíma hverjum. Hesta- menn höfðu komið fyrst í tjaldsteð vegna þátttnku f mótinu, en síðan komu ýmsir áhugamenn, bæði úr sveit- inni og víðar að, sem skutu upp tjöJdum og undirbjuggu hressandi helgarhviid. 1 kjöl- farið fylgdi nú sá hópur sem minnst erindi á á sifk mót, unglingalýður úr Reykjavík, sem orðinn er hreinasta plága með tjöld sín og pinkla, þrjótandi brennivin, og er al- mennt einhver hvimieiðasti faraldur, sem hugsast gefcurog er tilefni þessa pistils, Upp úr hódegi á laugardag, 1 öskrandi rigningu, tóku bíil- ar að streyma að Heiiu og um eftirmiðdaginn kom rúta eftir rútu fuliar af krökkum fró 12 ára til tvítugs. Þessi „börn" vedtust út úr rútunum, tjölduðu og hófu síðan þá drykkju og skrilslæti, sem minnti einna hellzt á bandóð- an skríl. Ungir piltar klædd- ir afkánaflíkum, stelpur, feimn. ar og uppburðalausar í heima- högum slepptu nú fram af sér beielinu, en hugðust nýta hið fágæta, nýfengna frelsi. Og þar stóð ekki á. Þófct rigning- in væri mikil létti ekki óp- um og öskrum þessa lýðs mílli tjailda, einstaka slags- mál og svo sóðaiegur kjaffcur á krökkunum að jafnvel gaml- ir togarajaxlar roðnuðu og þá ekki síður almennir leigu- bilstjórar. 1 öMu þessu tóku þó steípumar strákunum fram í fclámi og viðbjóði. Þær slög- uðu mffli tjaldanna, buðu blíðu si'na með þeirri atvinnu- mennsku, sem jafnvel Her- bertsstrasse-dömumar i Ham- borg gætu lært mikið af. Og hvergi var dregið úr, þótti fýndið og sjálfSagt að katla hvem hlut sfnu nafni, þótt allmennar umgengnisvenjur banni slíkt. Þar lítoa gengu stelpumar langt fram úrpilt- untrm. Um strákana er það að segja, að þeir sýsluðu aðallega í að sýna vöðva, kyrja söngva um hæfni sína í ástarleikjum og gortuðu almennt af afrek- um, sem telja má vafasamt að þeir hafi nokkru sinni unnið. Látum það nú vera. Bn vissu- lega bar mest á drykkjunni þeirra, þessum tidgangslausa drykfcjuskap, sem einungis endar í dauða og almenmum óstyrfc, því þegar um eftir- miðdaginn var farið að bera su>m ,,karimennin“ í tjöld, en aðrir láu hundlblautir á opnu svæðinu. Undir kvöld va-nnst þó nókkur friður, ekki vegna þess, að ungiingarnir skipuð- ust við fortölur lögreglu- og gæzlumanna. Nei, síður en svo. Það var dansleikur á staðnum og fyrir dansinum létou eflaust einh.verjir síð- hærðir öskurapar, sem í dag, eru fulltrúar æsku menning- arinnar. — Þetta var aðeins hlé á undan storminum. Að dansileik loknum steul- uðust unglingamir hundruð- um saman aftur I tjaldborg- ina og nú hófst djöfulgangur- inn. Slagsmál, óp, öskur og aNmennur djöfuilmóður óx um helming, upp var stytt og bærilegt veður. Hestamenn höfðu f upphafi tja-ldað yzt á svæðinu, slegið einskonar hring um svæðið, en mikil auð opna var í miðið. Og þessa opnu höfðu unglingarnir nú fyllt. Ég og kunningi minn, mikill hestamaður í nágrannasveit Reykjavífcur, ákváðum aðvaka og skoða, og ferðallag okkar u-m svæðið sýndi og færði heim sanninn um það, að sjálft hestefólkið á ekki frek- ar söfc á svona framkomu en Islendingar á arabadeilunni. Sá mun vera háttur hesta- manna, að lokinni reið þegar gengið er ftá hestum, að slá saman í hópa, skóla ogsyngja eða dansa ef næst í „nikfcu" Og þama mitt f djöfuOmóði unglinganna höfðu nokkrir hestamenn og konur, auð- þekktar á reiðfötunum, slegið upp í dans og söng, þvi náðst hafði í hljóðfæralei-kara. Stakk þetta mjög í stúf við umhverf- ið, en unglingarnir létu þetta fólk mesf afskiptalaust. I broddi fylkingar voru þetokt- ir karakterar héðan úr Reykjavík, heldri manna syn- ir, slæpingjar, sem til skrauts höfðu í slagtogi með sér ýms stelpuræksni, sem héldu í ‘al- vöru, að þær væru í kynnum við betna fólk. Skrípa-lætin og orðbragðið, öskrin og lætin stóðu til morguns, svo vart máttu hestemenn safa. Það var heilzt í skjóli tjalda Páks- manna, að noktour ró fékkst, svo í tjaldbúðum Mosfellinga, en þar var sá ljóður á að lýðurinn lagði niður girðingu og þarna myndaðist einskonar aðalsamkomuæð við Hellu, og sífellt unglinganép þar á milli. Nú skildu menn ætla, að friður kæmist á að morgni. En þvi var ekki að heilsa fyrr en framundir hádegi, því þó var almennur skrílskapur kratokanna hafinn að nýju. Hestemenn sOuppu þó vel. því afchafnir voru á skeiðvellinum, sem hestamenn skoðuðu og nokkuð fró tjaldbúðunum. Unglingar ráfuðu um svæðið, dretokandi, snikjandi sjússa, jafnvel bjóðandi a-tlt að 1400 krónur fyrir bren-nivínsflöak- una. Sami leikurín-n endurtók sig næsitu nótt og óþarfi að lýsa því frekar. En á eitt verður að benda. Það er með öllu óþolandi, að svona framkoma endurtaki stg ár eftir ár. í fyrsta lagi spillir þessi sfcríil ölium friAi. Ekki er um gróða að ræða nema fyrir ,-sjoppur“ sem selja pylsur, kaldan mat, gos o.s.frv. því fáir ef nokkrir keyptu sig inn á kappreiðamar og önn- ur atrjði mótsins. í þriðja lagi kemur þessi lýður óverð- skuiduðu óorði á mót hesta- manna, því vitanlega segja þessir fávitar þegar heim kem- ur að þeir hafi verið á hesta- mannamóti — „voða fyllerí‘‘ og sökin skellur á saklausum. Persónulega er mér sama um hvaða leið þessir unglingar kjósa til að fara til helvítis. En ég vildi mælast til, að fé- lög hestamanna myndu í fram- tíðinni ákveða sín tjaldstæði á svona mótum og þar verði engum hleypt inn nema hesta- mönnum með tjöld sín. Þetta er of góður félagsskapur til þess að ölóður skríll sé látinn vaða þar uppi og spilla skemmtun manna. Ef nauðsyn er að hafa einhver böll til að trekkja að> þá má velja lýðn- um svæði annarsstaðar ogláta hann ólmast þar að vild sinni og lögreglunnar. Fyrst minnzt er á lögreglu, þá var aðdáanlegt hversu ljúfmann- lega lögregluþjónunum tókst að lempa þennan skríi. Lög- reglan tók léttilega en ákveð- ið á ofstopamönnunum,skipti ekki skapi né fautaðist enda myndi slikt hafa valdið al- mennri uppreisn meðal rumpu- lýðsins. Um mótið í heild verður þetta sagt. Gestgjafamir stóðu sig með afbrígðum vel. Skeið- völlurinn afbragð, hagar góð* ir, girðingar og annað sem a» hrossunum laut. Verði al- mennt var stillt mjög í hóf — og hræódýrt ef miðað er við Hólahneykslið I fyrra — fyrirgreiðsla öli með ágæt- nm. Að vísu klikkaði veðrið, en við Islendingar erumslíku vanir og sjálft mótið fór prýði- lega fram. Aðeins þessi skríll á tjaldsvæðinu settl sinn venjulega óþverrablett á heild- ina, en algjörlega hestafólk- inu óviðkomandi. Hér heffur stundum verið harðlega ritað um framkomu einstakra hesta- manna á vegum kringum Reykjavik. Slik skrif eruþess- um óviðkomandi. Fellibylur skrilsins gekkyf- ir á sunnudagsnótt þegar dansleik var lokið. Það var ritjulegur lýður, stelpur skitn- ar, strákar stúmir og rifnir sem tóku saman pjönkur sín- ar og tjöld og héldu hcimlcið- is. Lengst sátu 12—14 ára börnin, smávaxin, þunn á vanga og veimiltítuieg. Horf- in var mannsvipur kvöldsins áður. Nú voru þetta bara böm — að bera sig mannalega cn gátu ekki. Friður var kominn á, tjaldsviðið Ieit út eins og vígvöllur, nagaðir kindarhaus- ar, brotnar flöskur, staflar af óbrotnum vinflöskum hér og þar, rifin klæði og allskyns msl. En það var ró. Hesta- menn og tjöld þeirra stóðu eftir. Næsta dag áttu flokk- arnir og félögin að ríða heim. Og nú Iét náttúran ekki á sér standa og lýsti velþóknun sinni yfir hestafólkinu. Sól skcin I heiði er hóparnir riðu með nokkm millibili úr girð- ingunum á Hellu. Framreiðar- menn fyrstir, iausir hestar á eftir og rekstrarmenn f iok- in, undir stjórn hinna ým«u rekstrarstjóra, tii helmkynna austur, vestur og norður. Fjórðungsmótinu er iokið.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.