Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 5
M&radagnr 17. júlí 1967 Mánudagsblaðið 5 Á VORI LÍFSINS eftir Rudyard Kipling Þegar ég sagði ykkur, hvernig Ormur lék á undirforingjann, þá lofaði ég ykkur annarri sögu nokkuð líkri, þar sem öllu gamni væri sleppt. — Sagan er svona: Dikky Hart var hremmdur á unga aldri. Ekki var þag þó dóttir húsmóðurinnar, sem hnemmdi hann, eða herbergis- þernan; og ekki var það heldur veitingastúlka eða eldabuska; stúlkan, sem hremmdi Dikky var svo mjög sömu stéttar sem hann, að konur einar hefðu get- að sagt, að hann hefði tekið of- boð dukunarlega lítið niður fyr- ir sig. Atvik þetta gerðist mán- uði áður, en Dikky fór til Indía- lands, og var hann þá fimm dög um betur en tuttugu og eins árs. Stúlkan var nítján vetra, það er að segja, sex árum eldri en Dikiky að veraldar' visku, — og þá í svipinn, hálfu meira flón en hann. Ekkert er eins hrapallega auð- velt og það að ganga í borgara- legt hjónaband, — að því auð- vitað fráskildu að detta af hest- baki. — Öll athöfnin kostar ekki einu sinni fullar 50 krónur, og er engu líkari en að veðsetja grip. Þegar búið er að rita heim ilisfang beggja í bækurnar, má ljúka öllu hinu á fjórum mín- útum, — greiða ómakslaun fó- geta og vottum, og öllu öðru. Svo leggur fógetinn þerriblað yfir nöfnin, og segir kuldalega með pennastöngina milli tann- anna: „Nú eruð þið hjón," og hjónin kreika út á götu, og finnst sem eitthvað sé herfilega ólöglegt í þessu einhiversstaðar. En athöfn þessi er haldgóð, og getur dregið menn niður í glötunina eins rækilega og kreddan, sem klerkamir kyrja frá altarinu og hljóðar þannig: „Það sem guð hefir samtengt, má maðurinn ekki sundur slíta." En á eftir beljar svo söngflokk- urinn sálminn: „Heyr börn þín, guð faðir," með slíkum regin- ofsa, að nærri fýkur þakið af drottins húsi, og glotta að öllu saman. Svona var Dikky hremmdur, og honum fannst ekki lítið til þess koma, því að hann hafði fengið stöðu i Indía- landi, afarvel launaða frá sjón- armiði manna heimafyrir. Hjóna bandinu átti að halda leyndu í eitt ár, en þá átti frú Hatt að koma til Indíalands og ævin að verða einn ósliinn dýrðardraum- ur þaðan í frá. Þannig hugsuðu þau sér það, þar sem þau stóðu hjó ljóskersstönginni í járnbraut arstöðinni við Addisonsveg. En eftir aðeins einn mánuð fóru þau til Gravesend, og Dikky lagði af stað á gufuskipi til hins nýja lífs i fyrirheitna landinu, en stúlkan var alein eftir grát- andi heima í eina herberginu, er hún leigði; það kostaði 30 krónur um vikuna, og var í hlið argötu út úr Montpeliertorgi, skammt frá hermannaskálunum við Riddarabrú. En landið, sem Dikky fluttist til var érfitt land, þar sem „menn" um tvítugt voru álitnir hreinustu börn, og dýrt var líka að lifa þar. Kaupið, sem hafði virzt svo mikið í sex þúsund mílna fjarlægð, hrökk nú skammt, einkum er Dikky skipti því í tvennt, og sendi meira en helminginn á götuna við Mont- peliertorgið. Eitt hundrað og og þrjátíu er ekki mikið til þess að lifa á; og auðvitað náði það engri átt, að frú Hatt gæti um aldur og æyi bjargast á þeim 360 krónum, sem Dikky hafði dregið af því, sem hann átti að hafa til að búa sig út. Þetta sá Dikky, og sendi heim peninga um hæl, en gleymdi því þó ekki, að hann átti að greiða 700 rupees að ári liðnu fyrir för .konunnar til Indíalands á fyrsta farrými. Þegar við þetta smáræði bætist nú einnig hitt, að unglinga lang ar, eins og eðlilegt er, að eyða nokkru fé þegar þeir eru að byrja nýtt líf í ókunnu landi, — langar til að sýna sig og sjá aðra og skemmta sér ögn, — en verða og að bisa við störf sem þeir kunna ekki tökin á, og eiga því, ef rétt er álitið, að heimta óskipta athygli þeirra, — þá sjá allir, að Dikky byrjaði ekki öld- ungis lausbeislaður. Þetta sá hann líka um augnablik, en hann óraði síst fyrir öllum þeim unaði, er framundan var. Þegar hitna tók í veðri, herti á fjötrunum, og þeir fóru að meiða hann. Fyrst komu bréfin frá konunni, þykkt og stór, sjö arkir útskrifaðar; húnsagðihon- um, hve mikið hún þráði að sjá hann, og hvílík jarðnesk Para- dís mundi opnast þeim, er þau fyndust. svo kom stundum ein- hver kunningi hans, sem bjó í sama húsi og Dikky, og hamraði á dyrnar á herbergiskytrunni hans, bað hann að koma út og líta á fola, — sem væri ein- mitt við hans hæfi. Dikky hafði ekki efni á að eiga hesta, og varð að skýra það fyrir honum. Dikky hafði ekki efni á að búa í húsinu þótt ódýrt væri, og þetta varð hann einnig að út- skýra, áður en hann flutti í herbergisholuna við hliðina á skrifstofunni, þar sem hann vann allan daginn. Húsgögnin voru: borð með grænum vax- dúk á, einn stóll, indverskt rúm- stæði, ein ljósmynd, og ein 13 krónu vatnssía; en fæðið kost- aði eftir samningi 37 rupes um mánuðinn, og var það hið mesta orkuverið. Hann hafði ekkert kælitjald í loftinu hjá sér, því að það hefði kostað 15 rupees á mánuði. En hann svaf á skrif- stofuhúsþakinu með öll bréfin frá konunni sinni undir höfðinu. Stöku sinnum var honum boðið til miðdegisverðar, þar sem bæði var kælitjald og iskældir drykkir. En boðin voru fá, því að fólki gast ekki að unglingi, sem auðsæilega var eins saman- saumaður og skozkur kertasali, og bjó svona durgslega. Dikky gat ekki tekið þátt í neinum skemmtunum, svo að hann naut engrar ánægju nema þeirrar einnar að blaða í bankabókinni sinni, og lesa það, sem þar er sagt um lán gegn góðum trygg- ingum. Sú skemmtun kostaði ekki neitt. En þess er rétt að geta, að hann lét banka í Bom- bay senda peningana heim fyrir sig, og enginn vissi neitt um einkamál hans þar, sem hann bjó. Á hverjum mánuði sendi hann heim til konunnar sinnar allt það, sem hann með nokkru móti mátti missa — en til þess lágu líka önnur rök, er brátt mundu skýrast, enda mundi þá og þurfa meira fé. Um þessar mundir kom yfir Dikky óró og þrásækinn ótti, sem stundum grípur kvongaða menn, þegar illa liggur á þeim. Hann gat ekki vænst neinna eft- irlauna. Hvernig færi nú, ef hann dæi snögglega, og lét eftir sig konuna allslausa? Þessi hugs un greip hann oft svo miskunn- arlaust í næturkyrrðinni og hita svækjunni uppi á þakinu, að hjartað í brjósti honum barðist svo ofsalega, að hann hélt að hann mundi deyja þá og þegar af hjartasjúkdómi. En þetta hug- arástand á enginn unglingurmeð þekkja. Það getur lagst á full- orðna, hrausta menn; en er það kom yfir veslings Dikky Hatt, þar sem hann lá kófsveittur og kælitjaldslaus, þá ló við sjálft, að það gerði hann örvita. Og hann gat ekki sagt nokkrum manni frá þessu. Nokkur eftirrekstur er eins nauðsynlegur manni eins og kúlp á knattborði. Þá geta at- hafnir hvorstveggja orðið furðu- legar. Dikky þurfti mjög á peningum að halda, og þrælaði aði fyrir þeim eins og húðar- jálkur. En, eins og eðlilegt var, vissu húsbændur hans, að ung- lingur getur lifað mjög sóma- samlega á'Sæmilegum tekjum.— laun manna í Indialandi fóru eftir aldri en ekki tilverknaði, eins og kunnugt er —, og ef drengurinn þeirra vildi vinna á við tvo drengi, þá mátti auð- vitað ekki launa honum það, en hitt náði ekki nokkurri átt, að laun hans væru aukin, af þvi að hann var svo komungur! Þess vegna var kaupið hækkað að svo mikið við Dikky, að það nægði ágæta vel handa ung- lingi, — en það var ekki nóg handa konu og barni líka; og vitanlega langt um of lítið til þess að greiða sjöhundruð rupeeferðina, sem hann og frú Hatt höfðu rætt um svo von- glöð endur fyrir löngu. Og þetta varð hann að sætta sig við. Það var einhvem veginn svo, að allir peningamir hans Dikky virtust hverfa í ávísanir heim og hinn óskaplega gengismun, og tónninn í bréfunum að heim- an breyttist og varð nöldurs- kenndur. „Hvers vegna vildi Dikky ekki fá konuna sína og barnið til Indlands? Hann hafði þó vissulega laun — ágæt laun — og það var voðalega ljótt ef hann væri að skemmta sér þarna austur frá. En vildi hann ekki — gæti hann ekki haft næstu ávísun dálítið hærri!" Og svo kom löng romsa, nöfn á barnafötum. Og Dikky þráði kon una sína og litla drenginn sinn, sem hann hafði aldrei séð, og er þetta ein af Þeim tilfinningum, sem unglingum er óheimilt að þekkja. Hann sendi því hærri ávisun, og ritaði henni hálfr skrítin bréf, krakkaleg í sumu, en þó karlmannleg öðrum þræði. Hann gat þess, að lífið væri ekki leikur einn, er á allt væri litið, og haxm bað elsku kon- una sína að bíða enn um stund. En konunni hans elskulegu gast ekki að þvi að bíða, þótt henni þætti gott að fá peninga, og það var einhver undarlegur harðneskjublær yfir bréfunum frá henni, og skildi Dikky ekk- ert í því. Og hvemig átti hann líka að skilja það, drengorm- urinn? Og enn litlu síðar, þegar ann- ar drengur hafði kvongast og gert sig að „undri“, eins og komizt er að orði, þá var Dikky sagt, að ef hann kvongaðist, mundi það ekki aðeins verða til þess að hnekkja gersamlega frek ari upphefð hans hjá húsbænd- unum, heldur mundi hann líka missa stöðuna, sem hann hafði nú, — og rétt í sömu svifunum kom svo fregnin um það, að sonur hans, litli drenghnokkinn, væri dainn, en aftan í þa fregn var svo hnýtt heilmikilli lang- loku, sem konan hafði klórað í vonsku; var hún á þá leið, að bjarga hefði mátt barninu, ef gert heféi verið bæði eitt og annað, er allt kostaði peninga, eða ef móðirin og barnið hefðu verið hjá Dikky. Þetta lag hitti Dikky í. hjartastað, en af því að hann hafði ekki opinberlega heimild til að' eiga bam, þá mátti hann ekki láta sjá, að hann ætti bágt. Enginn kann frá því að segja, hvemig Dikky fór að því lifa af næstu fjóra mánuði, eða hvaða vonir lifðu í brjósti hans og knúðu hann til starfa. En hann hélt áfram að-þrælá, þótt sjö- hundruð rupee ferðin hefði aldrei verið fjær en nú, eg, enn bjó hann með sama hætti og áður, nema hvað hann réðst í að fá sér nýja vatnssíu. Skrifstofu- storfin þreyttu hann, fjársend- ingamar gengu mjög nærri hon- um, og vitundin um lát drengs- ins snart, ef til vill dýpra, en ef hann hefði verið fullorðinn maður. En þyngst féll honum þó hið kveljandi, þrotlausa strit daglega lífsins. Gráhærðir, gaml ir jöfrar, sem gast vel að spar- semi og sjálfsafneitun drengs- ins um allt það, sem til skemmtunar mátti verða, minntu hann á gamla spakmælið, að ef ungmenni ætlar að skara fram úr í starfi sínu verður hann að loka hjarta sínu fyrir stúlkun- Og Dikky, sem hét, að hann hefði kannað allar raunir, er manni geta mætt, varð að hlæja og samsinna þetta; en nú var búið að gera upp bankabókina hans, og alltaf glumdi síðasta lína hennar í eyrum hans, nótt og dag. En ein sorgin bættist enn við, áður en lauk. Það kom bréf frá konunni hans elskulegu, — eðli- leg afleiðing hinna bréfanna, ef Dikky hefði bara skilið það. Og aðalefni bréfsins var þetta: „Eg er farin með betra manni, en þú ert.“ Það var talsvert kyndugur samsetningur, þetta bréf, eng- ar kommur, engir punktar, og eitthvað á þessa leið: :„Hún æt!- aði sér ekki að bíða hans til ei- lífðar og bamið var dáið og Dikky var bara strákur og hann mundi aldrei sjá hana aftur og hversvegna hafði hann ekkiveif- að vasakilútnum þegar hann fór frá Gravsend og Guð vissi það bezt að hún var vond en Dikkv var ennþá verri að vera að skemmta sér í Indialandi og hinn maðurinn elskaði jörðina undir fótum henni og ætli Dikkymyndi nokkum tíma fyrirgefa henrtiþví að hún ættlaði aldrei að fyrir- gefa Dikky; að það var ekkert heimilisfang að senda bréfið til“. I stað þess að þakka guði fyrir frelsið, varð Dikky nú þess var. hvemig sviknum eiginmanni er innanbrjósts, og er það enn eitt ai því. sem ungflingar eiga ekk- ert með að vita. Og nú hvorflaði hugur hans aftur til konunnar, eins og hann mundi hana í þrjá- tíu króna herberginu við Mont- peli-torgið', er birta tók af degi siðasta morguninn hans í Eng- landi, og hún lá grátandi hjá honum í rúminu, en hann bylti sér á ýmsa vegu, og nagaði sig i handarbökin. Hitt hugleiddi hann ekki, hvort hann muntíi hafa veitt því eftirtekt, ef hann hefði fundið frú Matt eftir þessi tvö ár, að þau höfðu bæði breytzt og voru orðin öll önnur en áður var. Þetta hefði hann að réttu lagi átt að gera. Hann átti bágt nóttina eftir að pósturinn kom frá Englandi. Morguninn eftir hafði Dikky ólyst á störfum. Hann bar því við, að hann hefði farið á mis við æskugleðina. Hann var þreytt- ur, og hafði reynt allar sorgir lífsins, áður en hann hafði þrjá um tvítugt. Sæmdin var farin, sagði hann, og nú myndi hann Ifka fara í hundana. Og það sagði hann af því að hann var unglingur. Svo hneygði hann höf- uðið niður á borðið með græna vaxdúknum og grét, áður en hann sagði af sér stöðunni. og ölu sem henni fylgdi. En nú komu launin fyrirstörf hans. Honum var veittur tvéggja daga frestur til þess að hugsa sig betur um, og þegar yfirínað- urinn hafði simað fram og aftur, sagði hann, að þetta væri að vísu mjög óvenjulegt skref, en vegna dugnaðar þess, sem Dikky hefði sýnt á ýmsum timum og við eitt og annað tækifæfi, þá gasti hann nú boðið honum stöðu af- armikið betri en þá fyrrii fyrst til reynsilu og sáðar veitt honum hana, er stundir liðu. — Og hve mikil eru launin i þessari stöðu, spurði Dikky. „Sexhundruð og fimmtíu rupess“, sagði yfirmað- urinn og dró seiminn, því að hann bjóst við þvi, að ungi mað- urinn mundi allur verða að smjöri af gleði og þaikklæti. Og þarna kom hún þá loksins — Sjöhunruð rupie — ferðin og fé til þess að halda í konuna og bjarga lífi bamsins, og leyfahon- um öruggt og opinibert hjóna- band. — Þama kom það. Og Dikky rak upp skellihlátur, ó- stöðvandi, kuldalegan óþýðan hlátur. sem virtist aldrei ætla að taka enda. Þegar hann náði sér aftur, sagði hann mjög alvar- legur: „Ég er orðinn leiður á vinnunni. Ég er orðinn gamall maður.' Það er kominn txmi M þess fyrir mig að segja af mér, og það ætla ég að gera". „Strákurinn er orðinn vitlaus", sagði yfirmaðurinn. Hann hafði rétt fyrir sér, heíld ég. En Dikky Hatt kom aldrei aftur til þess að leysa úr þeirri spumingu. — B.Ó. þýddi. Sjónvarp Keflavík Framhald á 6. síðu. af því rusl, en innan um ágætis og afbragðsþættir, sem við hér heima höfum aldrei efni á að sjá. Það yrði þvi helvíti h^t ef einhverjir öfgamenn og gamal- ærar heilagar kýr kæmu því til leiðar að þessu yrði hætt, ná- kvæmlega eins og kommúnist- ar og ræflalið þeirra kom í veg fyrir á sfnum tíma, að banda- rískir sérfræðingar, á vegum hersins, legðu fyrir okkur ný- tízku vegi, sem við mundum búa að um fyrirsjáanlega fram- tíð. Dærnin enx hliðstæð. Nú ætla þeir að skerða sjónvarpið, kasta butt þáttum, sem þjóðin, jafnvel stærri þjóðir eins og Svíar og Danir hafa engin efni á að kaupa og dauðöfunda okk- ur af, hefur ekki efni á að sjá né kaupa. í dag höfum við engin efni á að leggja þá vegi^ sem hver þjóð leggur mikið í sölurnar til að fá — en allt það hefðum við nú, ef ekki hefði verið hlustað á þetta þjóðfélagsúrkast, sem kennir sig við kommúnisma og fylgifiska hans. I Sölubörn I ( sem vilja \ selja Mánu- | dagsblaðið i \ áthverfum \ geta fengið \ það sent heim Það borgar sig aíi auglýsa í MÁNUDAGSBLAÐINU

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.