Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1967, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 24.07.1967, Blaðsíða 3
Mánudagur 24. júlí 19G7 Mánudagsblaðið 3 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 1 lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Ólikt höfðust þeir að Hingað kom í vikunni finnskt skólaskip í kurt- eisisheimsókn og mun það vera í fyrsta skipti, að við fáum slíka heimsókn. Heimsókn Finnanna var Reykvíkingum ánægjuleg. Finnar eru í mörgu líkir íslendingum, og eina af svokölluðum „skandinav- ísku þjóðum”, sem við höfum ekki illt af að segja, ef frá eru dregnir Danir síðari áratugi. Það er mikill munur á kurteisisheimsóknum. Nú fyrir skömmu réðist hingað óður sænskur sjóliða- skríll, hagaði sér líkt og sigurvegari í hernaði, gekk um götur æpandi og veinandi, eins og vant er með Svíann, þegar hann sleppur úr heimaprísund- inni, varð dauðadrukkinn. Máske hefði mátt fyrir- gefa hinum almenna Svía þá hegðun er hann sýndi hér. Við þekkjum þá, ekki sízt þegar landar þeirra úr Búrfellsvirkjun komust hingað til Reykjavíkur til „skemmtanahalds". Það er furðulegt, að Svíarnir í „kurteisisheimsókninni" voru sjóliðar og fulltrúar konungs síns og þjóðarinnar, en það virtist engu máli skipta þessa norrænu heiðursmenn. Það er því mun ánægjulegra að geta tekið við Finnum hingað eins og bezt ber að taka gestum. Þetta er yfirlætislaus þjóð, sem hefur virðingu alls heimsins fyrir þrautsegju, dugnað, föðurlandsást, og það sem sjaldgæft er, algjörlega hreinan skjöld í alþjóðaviðskiptum og þó hefur þessi smáa þjóð orð- ið að greiða meira í skaðabætur en nokkur þjóð önnur og greitt allt skilvíslega af hendi. Finnum er jafnan við brugðið þegar rætt er um skilvísi á al- þjóðlegan mælikvarða. Það er öllum Islendingum sönn ánægja þegar slíkir heiðursmenn koma í heimsókn. Hræðslan við erlent fjármagn Morgunblaðið er loks farið að ræða það af skyn- semi að tími er til kominn að hætta að taka mark á jarmi stjórnarandstöðunnar um hættuna við erlent fjármagn. Erlent fjármagn, ef skynsamlega er um hnútana búið, er ekki aðeins blessun, heldur sár nauðsyn fámennri þjóð- Andstæðingar erlends fjár- magns tifa á því í sífellu hversu til tókst í svoköll- uðum bananaríkjum S-Ameríku. Aðstæður þar eru og voru allt aðrar. Spilling stjórnmálamanna þar er einstæð og afstaða landflótta stjórnmálamanna í ríkjunum þar, sem annaðhvort er steypt af stóli eða landflótta á annan hátt, furðuleg. Suður-Ameríku ríkjayfirvöldin veita slíkum flóttamönnum með fullar hendur fjár, grið í hverju landi fyrir sig og skilja vel afstöðu hvers annars. I þessum löndum ríkir ofsaleg örbirgð annarsvegar og óhemju auður hinsvegar í fárra höndum- Á fslendi skiptir allt öðru máli. Um spillingu er ekki að ræða að marki og útilokað er fyrir einstaka aðila að sölsa undir sig fé. En sú staðreynd blasir við allsstaðar í heiminum, jafnvel í austantjalds- löndunum, að erlent fjármagn er oft nauðsynlegt og leysir ýmsan vanda, þar sem hvorki lánsfé né aðstoð duga til. Það er því algjörlega út í bláinn að anza óábyrgu hjali stjórnarandstöðunnar um þá hættu, sem af erlendu fé stafar, ef haft er í huga, að búa svo um hnútanna að allir njóti góðs af og réttur fslands verði hvergi fyrir borð borinn. KAKALI SKRIFAR: I hreinskilni sagt Myndarlegt og glæsilegt fólk — Að'leysa ur læðingi — Nautnasjúkt og nýríkt — Vinnubann. barnaþrælkun — Abyrgð þingsins — Stóriðja — Lausn eða aukinn vandi — Útrásin óhjákvæmileg — Hvert er stefnt — Ný verkefni — Til yfirvalda. — Eg hefi, þessa sólardaga, verið að ganga um götur og torg og virt fyrir mér fólkið, einkum unga fólkið, stúlkur og pilta. íslenzka æskan er vel alin, sælleg og einkar „frjálsmannleg", ef miðað er við hversu hún var fyrir ald- arfjórðungi. Satt bezt sagt, þá var íslenzk æska fyrir 25 árum heldur uppburðarlítil, feimin og fór jafnan hjá sér, enda var allt annað andrúms- loft í þjóðfélaginu áður en hln mikla herför hófst 1939, sem siðar leiddi bölvun yfir alla Evrópu nema ísland, sem loksins hófst upp úr ves- aldómi eftir aldagamlar þreng ingar, vandræði og kúgun. Það er skrítið hvernig of- urlítil peningaráð geta gjör- samlega breytt hugsun, fram- komu og persónuleika al- mennt hjá heilli þjóð. Sá upp burðarlitli verður upplitsdjarf ur, sá hlédrægi verður áburð- armaður í klæðum og allri hegðan, feimna stúlkan vérð ur hávær, tilhaldssöm, og vinnufólk allt fyllist sjálf- stæði og uppsteit gagnvart yfirboðurum sínum. Þetta er víða kallað lýðræði, en sumir kalla þetta frelsi úr hand- jámum hinna auðugu — enn aðrir segja þetta aðeins inni- birgða ósvífni, sem út brjót- ist í sambandi við óeðlilegan og illa fenginn auð í hendur hinna óverðskulduðu. Lubb- inn hrópar kommúnismi og fagnar, kratinn dásamar al- sæluþ j óðskipulagið. Þegar við göngum um göt- urnar í sólskininu í síðustu viku var ekki laust við að nokkur öfund vaknaði í garð hinnar áhyggjulausu en atvinnulausu æsku, sem spíg- sporaði um göturnar í alla- vega litum glitklæðum, sum afkáraleg önnur falleg og björt. En þrátt fyrir alltþetta áhyggjuleysi gætti einhvers ó eðlilegs svips í andliti þessa fólks. Að mæla göturnar og hanga yfir kók eða ís er gott nokk, en jafnvel æska, sem bannað er að taka hendi til nokkurs, verður leið eða hlýt- ur að verða leið á því, að hafa ekkert fyrir stafni. Hvert mannsbarn, nema óeðli legar undantekningar, þarf að hafa eitthvað „hobby“ ef ekki fæst vinna og mann- skepnan, þrátt fyrir öflugar fullyrðingar, til hins gagn- stæða, þarf einhverja útrás. Útrásarleysið lætur ekki að sér hæða og fyrst við bönnum þessu sællega, heilbrigða og kraftmikla fólki, að vinna, þá finnur það eitthvað annað til dundurs og afþreyingar og hér, að ég hygg, kemur dá- lítil skýring á þvi fyrirbrigði, sem allir formæla en enginn gerir minnstu tilraun til að skýra eða bæta. Hin æðisgengna útrás ung- linganna um helgar i sveit- ir, á samkomur eða sumar- dvalarstaði er hörmulegt þjóðarfyrirbæri. Að vísu fást sambærileg dæmi í alsælurík- inu Svíþjóð, en jafnvel sú sam kunda, Svíar, ganga ekki eins langt og við, og þá ekki nema í sárafá skipti í samanburði. Útrásin þar er meiri þegar komið er út fyrir landstein- ana, því jafnvel krataandinn í því landi, verðurað lúta fyrir eindæma snobbi og sýndarmennsku í daglegri umgengni heima fyrir. Við hérna búum við alveg sérstök skilyrði. Fátækt- in og aumingjaskapurinn hef ur mótað eldri kynslóðir, ný- fenginn auður samfara alls- kyns pleibeiskum liðnaðar- háttum, sem fjöldinn trúir að „sé fínt“ hefur gert æskuna í dag að hálfgildings villidýr- um, aðhaldslausum ogilla sið- uðum, án aga og ábyrgðar Flest þetta fólk er „önnur kynslóð" frá auðflóðinu 1940, böm fólks, sem man vel ör- byrgð og lætur nú sjálft sig og böm njóta þess, að pen- ingar em í vasa og matur í maga. Það er alls ekki vítavert, að fólk njóti nýfengins auðs, borði bet- ur, skemmti sér meira og njóti þeirra lífsgæða, sem þjóðfélagið býður upp á. Við því er ekkert að segja, og samgleðjast allir því, að þess ir möguleikar em fyrir hendi. En of langt má ganga og of- gert er nú viða, svo ofgert, að þjóðinni stafar hætta af. Foreldrar, jafnvel við góð efni, sem senda 12 ára krakka, stelpur og stráka í sjálfstæðar útilegur, vita vart hvað þeir gera, ekki að- eins sjálfum sér heldur böm- um sínum. Sveitaböllin eru gróðurstía allskyns lifnaðar hátta, sem ekki þykja heppi- legir til fordæmis 12 ára böra um né 18 ára unglingum. Ýmis mót eru nú í vandræð- um vegna ásóknar þessara hópa, allt 12—20 ára ungling- ar, sem Alþingi hefur bannað að vinna. Þessir energisku, en atvinnulausu hópar, þús- undir, eigra nú um götur, en verða snaróðir um helgar og flykkjast út í náttúruna til athafna, sem vekja myndu viðbjóð allra þeirra, sem kynntu sér málavöxtu, hegð- an og útveg allan, sem er að- alþáttur þessara helgaferða. (Hér er hvorki átt við skáta- ferðir né ferðalög bindindis- manna og aðrar hlistæðar mótsferðir, sem sagðar eru til sóma). Miðaldra foreldrar eiga nú i stríði við unglinga, sem í rauninni em að leysast úr læðingi. Svo hörmulega sem öll aðstaða var fyrir striðið hjá almenningi, er hún, í viss u mskilningi, síður en svo betri nú, nema ef metið er í mat og drykk, klæðum og þeim veraldlegu gæðum, sem eru eins ákjósanleg og þau em hættuleg ef ekki er skyn samlega að farið. Hér á landi er stritazt við að koma á velferðarskipulagi, sem er Iangtum ofar öllum fjárhagslegum skilningi beztu fjármálamanna, sem skyn bera á þjóðfélagsrekstur í heild. Ábyrgð er komið af einstaklingnum, en í stað þess komið upp þvílíku trygg ingarkerfi, að vitað er fyrir- fram, að ekkert er framund- an nema almenn stöðnun I fjármálum og vandræði al- menn. Svíar, fordæmið, em nú komnir í þrot eða sem næst að þrotum enda hafa þeir keyrt þjóðfélag sitt, ekki aðeins á óeðlilegan hátt frá sjónarmiði fjármála heldur svo yfirkeyrt styrkjakerfi sitt, að fjárhagur ríkisins er í rauninni allur rekinn á fölsk- um forsendum, sem þeir þurfa innan skamms að gera upp. Danmörk er að komast í fjárhagsvandræði og orðið óskiljanlegt hvemig þjóðfé- lagið er rekið þar. Fyrr eða seinna, og þó fyrr en seinna, kemur að þvi, að bæði þessi lönd verða að gripa í taum- ana og takmarka við sig og sína. Það vita allir, að það er ólikt létt ara að koma af stað háum lifnaðarháttum, á fölskum for sendum, en að kippa í taum- ana hjá þjóð, sem orðin er sællífinu vön. Hvorki íslend- ingar né Skandinavar yfir- leitt hafa skapgerð brezkra aristokratsins, að leigja hall- ir sínar og flytja i íbúðir bíl- stjóra sinna eða kofa landset- anna, eins og komið er fyrir þeim ágæta klassa þar. Það getur orðið i senn ær- ið Iærdómsríkt að sjá hversu sumt okkar fólk bregzt við þegar ólin þrengist og tak- markanir, óhjákvæmilegar, ríða yfir. Við þurfum ekki annað en að missa af strætis- vagninum í sildinni, eitt ár, svo ekki sé talað um tvö, þá eru vandræðin riðin í garð og ekki um undankomn að ræða. Þó má þakka ríkis- stjóminni, að hún hefur séð fram á þennan möguleika og komið af stað undirbúningi að stóriðju, verk, sem þótt allt annað verði henni van- þakkað, mun halda nafni hennar á lofti. Þar er sá mót leikur, sem merkilegastur er og sennilega sá hinn sami, sem eftir á að halda því jafn vægi í fjármálum okkar, sem þjóðinni er lífsnauðsyn. En þótt víða séu möguleik- ar og sumir góðir og aðrir verri, þá er það, þegar á allt er litið, æskan, sem að öllu jöfnu fer verst út úr því ef eitthvað alvarlegt bjátar á. Það er gott nokk að mennta, telja það höfuðnauðsyn heil brigðs þjóðfélags. En mennt- un er síður en svo einhlít og bókvitið ekki étið, ef sá hlnn sami er öllu óvanur nema bókinni og því einu vanur að þjóðfélagið styrki hann, fylgi honum frá vöggu til grafar — áhyggjulaust. Hver maður verður að þola sinn andiyr ella verður hann einskisvirði hversu vel sem hann er menntaður og hversu vel sem hann er styrktur. Ríkið og yfirvöldin almennt, ekki sízt alþingi, hefur ekki litla á- byrgð, þegar það neitar þessu likamlega þroskaða fólki að vinna, lætur liggja við ábyrgð ef út af er brugðið. Þessir vvamhald á 5. síðu. * <

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.