Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 3
Mánudagnr 23. október 1967 Mánudagsblaðið 3 Blaó Jyrír alla Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Askxifenda- gjald kr. 325,00, Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Stríðið við Hagkaup KAKAL[ SKR/FAR: Upp er risin einkennileg en ákaílega aíhyglis- verð styrjöld innan raða kaupmanna. Stórt fyrir- tæki hér í borg, Hagkaup, sem um árabil hefur rekið margvísleg viðskipti hér í borg hefur verið sett í einskonar bann fyrir að selja matvöru ódýr- ar en aðrar matvöruverzlanir. Hagkaup hafa jafn- an verið þekkt 'fyrir ódýran vaming og mun það orsökin fyrir þeim feikna viðskiptum, sem fyrir- tækið gerir. Ekki skal getum leitt að því hversu þessi deilu- mál fara en þau gefa hinsvegar tilefni ’til nokk- urrar umhugsunar. Ef svo er komið í þjóðfélagi <Æ;kar, að kaupsýslumenn bindast samtökum um að halda uppi vöruverði, þá hefur sú stétt skemmilega svikið þá hugsjón, sem liggja á að baki viðskiptum milli kaupmanna og neytenda. Að vísu skal tekið fram, að forustumenn samtak- anna hafa lýst yfir að hér sé um einkamál að ræða óviðkomandi matvörukaupmönnum og félagasam- tökum kaupsýslumanna almennt, en þó var s.l. fimm'fudagskvöld boðað til fundar til að ræða þetta „varidamál“. Kaupsýslumönnum á Íslandi hefur verið sýnt mikið traust undanfarin ár, verzlun gefin frjáls í hvívetna og treyst á drenglyndi kaupsýslu- manna að misno'ta ekki traust það, sem þeim er sýnt. Hinsvegar hefur víða og oft borið á því, að þeir hafa svikið þetta traust, hækkað varning og reyndar, að sumra sögn, bundizt einskonar þegj- andi samtökum um hátt vöruverð. Hefur þetta og oft komið fram í skrifum og borin saman misræmi í verðlagi á ýmsum vörutegundinm, svo og ofsa- álagningu „yfir alla línuna“ á öðrum. Ef nú er svo komið málum, að kaupmenn ætla að leggja eitt fyrirtæki í einelti vegna þess, að það vill selja varning sinn mun og áþreifanlega ó- dýrar en allur þorri sem verzlar með sömu vöru, er málum komið í illt og vandasamt horf. Þá finn- um við okkur í því fáránlega og hættulega ástandi, að nú er það ekki lengur hagur viðskiptamanns- ins, sem um er keppt eins og allstaðar gerist í frjálsri samkeppni heldur hitt, að kaupmenn sjálf- ir hafa það eitt áhugamál, að halda vörunni í því verði, sem þeim er hagkvæmast og verður mestur gróðinn af. Þetta er óheilbrigði og hrein svik við alla frjálsa samkeppni í viðskiptum. Engum getum skal að því leitt að þetta einka- fyrirtæki, Hagkaup, skuli geta selt matvöru á i miklu lægra verði en hin almenna matvörubúð. Það er viðskiptavininum algjörlega óviðkomandi. En á hitt verður að benda, að það er næsta furðu- legt, að einum manni skuli hægt að selja vöruna á þessu verði án þess að líða fjárhagslegan skaða. Þá er og athugandi, að einmitt þetta fyrirtæki hefur selt ýmsan annan varnin^ á aniklu lægra verði eri almennt gerist og virðast ékki aðrir heild- salar en þeir, sem sömu vöru selja, hafa haft þar nokkuð við að athuga a.m.k. ekki opinberlega. Þetta mál er því athyglisvert að því leyti, að grunur leikur á, og hefur ger’t urp. langan tíma, að vöruverð í matvörubúðum hafi verið — og sé — mikils til of hátt. — Það er þamá, sem hundur- inn liggur grafinn. I hreinskilni sagt Húrra fyrir Ragnari í Helgafelli — Hví Smáranafnið — Menning og sjónvarp — Til- ræði stjórnarinnar við íslenzka menningu — Hættulegt fordæmi — Kjaftshögg og klassísk músik — Bókaútgáfa og stórtap — Raunir hins sanna menningarvita Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér hvað eiginlega hefði orðið oim ísland og um- heiminn ef þau hefðu ekki notið hans Ragnars míns í Smára við. Hvílík reginaf- glöp hefðu ekki átt sér stað a.m.k. i Evrópu og Ameríku ef þessi viti bókmennta, hljómlistar og menningar í heild hefði ekki fengið aó lýsa yfir þessum menningar- snauðu þjóðum. Um síðustu helgi sannaði Ragnar enn. að hann er bæði stórvitur og ótrauður baráttu- maður sem. aldrei hvikar frá sannfæringu sinni og er ó- myrkur í máli þegar hann vill koma henni á framfæri.. í þetta sinn er það O- J., bók- menntagagnrýnandi Alþýðu- blaðsins, scih gengur á vit Ragnars og pumpar hann um það óskaplega vandamál, sem nú hefur dunið yfir — sjón- varpið. Og ekki stendur á svarinu hjá Ragnari. „Sjón- varpið: pólitískt tilræði við menninguna í Iandinu*'. Ekki lítið að tama, stutt og laggbtt, rökvíst og — þegar betur er að gáð harxnavein vegná þess, að bækur seljast ekki nógu veL Annars er það leiður sið- ur, að kenna Ragnar við smjörlíkisgerðina- Ragnar er löngu vaxinn upp úr smjörlíki, kemur þar aldrei og lætur aðra sjá um þessa veraldlegu feitmetisgerð sína en snýr sér einungis að andlegu fæð- unni hvort heldur á þrykki, lérefti eða tónum. Allt annað er honum framandi og á engu öðru hefur hann nokkurn minnsta áhuga — nema einu: hann vill að listamenn hverju nafni sem þeir nefnast og hversu góðir þeir séu eigi að hljóta betri aðbúnað, eigin- lega vera styrktir af ríkinu, einskonar proventugripir hins opinbera. Ragnar er Helgafell, Unuhús endurreist, lifgjafi minni skáldanna og stuðnings- . maður og kjörfaðir hinna eldri og hinna dauðu. En alltaf kenndur við smjörlík- ið, og smjörlíki hefur alltaf haft á sér það orð, að vera einskonar undanrenna smjörs- ins, þ.e. útþynnt dót. Jafnvel O- J. segir ekki í fyrirsögn greinarinnar að Ragnar sé okkar kunnasti útgefandi eða þ. u b. heldur skutlar hann Smáranafninu í stóru letri undir fyrirsögninni, sem hér er feitletruð í byrjun greinar- innar. Og nú þegar haustmarkað- urinn, jólagróðinn og áhyggj- urnar fara í hönd, þá lýsir Ragnar einarðlega skoðun sinni á bókaútgefendum. gróða,1 nýjum tilraunum í útgáfustarfsemi og lélegum viðbrögðum almennings, sem þó er bókelskur eins og öll þjóðin er hámenntuð. En fyrst og fremst er það helvítis sjón- varpið, sem er hinn mikli skelmir — tilræðið við menn- inguna í landinu og aðaltil- ræðismennimir em dr. Gylfi, Vilhjálmur í>. og auðvitað dr. Bjami Bénediktsson, þessir ráðamenn, sem gera ekki ann- að en að kenna þjóðinni „að slá einhvem niður“ þegar Ragnari verður litið á skerm- inn. Engan má furða þótt Ragn- ari sé ekki um að „einhver sé „sleginn niður“ í hvert sinn, sem hann kemur í kult- urheimsókn til vina sinna og verður litið á skerminn. Skýr- ingin er þó einföld, vinimir vita ekki af komu hans og em að hvíla lúin bein og spenntar taugar með því að horfa á sjónvarp — svona í laumi og gmnar ekki að inn- rás menningarvitans í helgi heimilanna sé á næstu grös- um. Það er sko ekki gaman að eiga vin, sem gerir svona voðalegar stikkpmfur, einmitt þegar fjölskyldan er að horfa á Dýrlinginn afgreiða einn óknyttamanninn með vel úti- látnu kjaftshöggi. Betra væri ef Dýrlingurinn hefði þann menningarbrag að æra óvini sína með því að leika fyrir þá fjórðu, fimmtu og sjöttu sinfóníuna allar í einu á full- um krafti og halda þeim við stereo tækið á meðan. Það mundi hrífa og væri mun verri refsing heldur en tiltölu- lega skjótt og laggott kjafts- högg. Annars er gaman að velta því fyrir sér hvers konar ó- vættur þetta sjónvarp er um allan heim, þótt vitanlega sé móðgun að taka útlenda til jafns við okkur Islendinga, sem fundum upp menninguna, músikkina, málaralistina, hljómlistina, hljómkviðumar í öllum myndum, svo 'ekki sé rætt um skáldskapinn bund- inn og óbundinn. Bezt er að byrja á ameríska sjónvarpinu, taka það hreinlega sem dæmi. Og hverskonar rusl er þar bððið upp á. Jú, bara eitt prógram þar vestra hefur m. a. boðið upp á a.m.k- þetta: Maria Gallas, Julie Andrews, Marian Anderson, Rudolf Nureyev og Margot Fonteyn, Piap hina frönsku, Bolsbi ball- eettinn, og þann konunglega brezka t>g danska, þætti úr Shakespeare verkum leikið áf Old Vic, og annað dót sem vart er þess vert að á sé minnst, utan helvítis pólitík- usana, sem ræða í síféllu um heimsmálin. Það hlýtur hver maður að sjá, að ekkert af þessum lista- mönnum og þá enn síður þeg- ar sjónvarpið sýnir okkur opnun málverkasýningu eftir heimskunna menn, stenzt samanburð við að komast í snertingu við listina, sem er bíóin, leikhúsin, sinfónían ís- lenzka og önnur ómetanleg menningarverðmæti, svo ekki sé talað um útgáfutilraunim- ar í Helgafelli þar sem dregin eru fram f dagsljósið skáldin okkar, molskinnsbuxamir frægu. Því aðeins geri ég bandaríska sjónvarpið að dærni hér, að við höfum kynnzt því bezta og versta úr því í Vall- arsjónvarpi vamarhersins. Það er alveg rétt hjá Ragn- ari í Helgafelli, að við hlú- um ekki nóg að listamönnum okkar. Á Islandi ,a.m.k- í Reykjavík, eru vikulega nýj- ar málverkasýningar, annað- hvort í glugga Morgunblaðs- ins, i sölum ríkisins eða þá í skála listamanna. Allt eru þetta heimsfrægir listamenn hvort heldur, að heimurinn segir svo eða ekki. Útgáfu- starfsemi er hér meiri en nokkursstaðar annarsstaðar. Og allra manna bezt veit Ragnar það, að þegar litlu sjeníin hans geta ekki afkast- að nógu, þá gefur hann bara út gömlu veririn á ný, endur- bættar útgáfur og fær eitt eða annað skáldið til að sjá um það- Ef allt þrýtur þá er gripið til þess að gefa út heildarútgáfu þannig að hinn rétti bókasafnari þarf aldrei að vera tómhentur — hvað þá lestrarhesturinn. Högg- myndalistin er lika vannærð og út yfir tekur þegar nátt- úran grípur f taumana og feykir listavericunum til jarð- ar og brýtur þau í spón. Hljómlistin fær útrás í sin- fóníunni og svo eru ópemr og annað viðlíka öruggega sýnt I tvisvar á ári í Þjóðeikhúsinu. Það er þvi full ástæða til að taka undir með Ragnari að sjónvarpið sé pólitiskt til- ræði við menninguna í land- inu. Og margir spyrja: Hví var Ragnar ekki viðurkennd- ur fyrir þessi miklu störf sín, baráttuna gegn ómenningunni, gegn óþjóðlegum stefnum og bölvuðum froðusmekk fyrir innfluttu menningarrusli? Því er auðsvarað. Ragnar hefur unnið mestmegnis í kyrrþey og ekki viljað láta til sín taka nema hann sé beinlínis með valdi dreginn fram í dagsljósið eins t>g O- J. gerir nú. Það er verið að sefja okkur, draga okkur frá bóklestri, afmennta okkur og draga úr allri eðlilegri nátt- úru þjóðarinnar með þessum helvítis erlendu áhrifum. Og svo spyrja sumir: er ekki talsverð menning af að hlusta á Beethoven á plötu, Ieikinni af t.d. heimsfrægum hljóm- sveitum, sinfóníum eða hvað það nú heitir? Eða er beter hægt að komast í snertingu ef fslenzka sinfónían leik- ur slík verk? Þessu get ég ekki svarað en svo er að sjá sem Ragnari finnist, að grammófónninn sé eitthvað djöfuls tól, sem bannar alla snertingu við hljómsveitina, listamennina sjálfa. Vera má að rétt sé- Mér finnst t. d. alltaf miklu skemmtile^a að að sjá hann Ragnar mhm Bjamason á Sögu, and his merry boys, en heyra og sjá þá f sjónvarpinu, svo ekki sé talað um útvarpið. Sama regla gildir eflaust f klassískum fræðum. Og satt segir hann Ragn- ar þegar talað er um gróða- sjónarmið. Til dæmis, segir hann, að Gerpla hafi verið gefin út í 15 þúsund eintök- um, sem allt seldist upp, en samt tapaði Ragnar kr. 80 þúsundum á æfintýrinu og er það mjög athyglisvert. Hugsa sér að gefa út bók í Banda- ríkjunum pg hún séldist í ! 15 miljón eintökum og útgef- andi tapaði 80 milljón dollur- um á menningarviðleitni sinni. Ekki er að furða þótt bókaút- gáfa ytra sé ékki beysnari en hún er. Eins og ég sagðd í upphafi: efcki veit ég hvað yrði af menningunni okkar og heims- ins ef Ragnar í Helgafelli hefði ekki komið til. Hvem- ig nokkurri þjóð, svo ekki sé talað um Island, skuli detta í hug að leggja út á vafasama braut menningarvitleysunnar án þess að leita ráða hjá Ragnari okkar. Það er hörmulegt. 4 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.