Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 6
\ 4 / ÚR EINU í ANNAÐ Enn ijm sjónvarpsþýðingar — Ekki fleiri sig- urferðir — Kristmann og skáldið úr Kötlum — Indriði G. og Loftleiðir — Rjúpnaskyttur og neyðarskot — Félagsfræðingurinn og Kín- \ verjar — Menntaskólastúlkan Ekki batna sjónvarpsþýðingamar. í þætti Jóu Jóns í sJL viku var sýnt er vinnukonan kom geispandi og gapandi með morg- unkaffiö til húsmóður sinnar, sýnilega eftir vökunótt. Þegar húsmóðirin sá stúlkuna spurði hún kankvís. Enjoy yourself last night? og já, Gröndal þýðandi lét ekki á sér standa. Á skerminum birtust hin gullfallegu orð: — Svafstu vel í nótt? — Þetta er aðeins dæmi um, lélega þýðingu, mun verri þýðingar sjást, og stundum algjör misskilningur. Eftir hvaða reglum fer sjónvarpið? Þurfa menn aðeins að vera kratar til að fá bitling þar? Þakka má ríkisstjórninni fyrir það, að nú virðist loku fyr- ir það skotið, að knattspyrnumenn okkar haldi áfram að auka hróður landsins með utanlandskeppnum. Nýja gjaldið virð- ist ætla að draga úr þessum flækingi og, satt bezt að segja, er vel að svo sé. Þegar keppendur í öðrum iþróttagreinum fara utan til að keppa, fara fótboltahetjumar aðeins í inn- ka*upaferðir, og það geta þeir gert á eigin spýtur. — Gott dr. Bjami, mjög gott. Kristmann Guðmundsson, skáld, og Jóh^nnes úr Kötlum bjuggu eitt sinn báðir í Hveragerði og hittust oft. Var þá stundum nokkur kítingur milli skáldanna en þó allt í góðu, enda kunningjar miklir. Eitt sinn hittir Jóhannes Kristmann, og var þá Kristmann milli kvenna. Jóhannes vatt sér að Kristmanni og segir stundarháttt svt) margir heyrðu: Lítið veit en list kann Iöngum hafa þær kysst hann, Kristmann. Kristmann glotti nokkuð, leit á Jóhannes og mælti: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötium, ð í Kötlum.' Enginn sem málunum var kunnugur skildi skrif Indriða G. Þorsteinssonar um flugmál. Innihald forsíðugreina hans um flugmál var aðallega það, að ríkisstjórnin, eða réttar sagt Ingólfur Jónsson, ráðherra, hefði staðið sig illa í deil- unni milli Loftleiða og SAS. Allir, sem fylgdust með vissu, að Ingólfur og stjórnín gerðu allt til að halda fram málstað félagsins, en kom fyrir ekki. Eftir skrif Indriða sá stjórnar- formaður Loftleiða sér ekki annað fært en gefa yfirlýsingu þess efnis í. Mbjl. að allt hugsanlegt hefði verið gert af rikis- stjórnarinnar hálfu til að styðja Loftleiðir og skif til hins gagnstæða væru ýkjur tómar og fangindi. Hvað er næst á dagskrá hjá Indriða? Þegar rjúpnaskytturnar byrjuðu að týnast í fyrra, þá var minnst á það hér, að skylda ætti skyttur þessar að hafa a.m.k. þrjú neyðarskot í fórum sínum ef slys bæri að höndum eða þær hefðu lent í sínum alræmdu villum á heiðum uppi. Skot þessi fara um 60 m. í loft upp, skotið úr haglabyssum og myndu vel leiðbeina mönnum ef notuð yrðu. Það er dýrt spaug að gera út marga leitarflokka eftir einhverjum skuss- anum, sem hvorki nennir að hafa kompás eða neyðarskot með og ætti að láta slíka gutta greiða leitarkostnaðinn ef svo ber undir. Hannes Jónsson, félágsfræðingur, er, eins og kunnugt er, starfsmaður í sendiráði okkar 'í Moskvu. Fyrir skömmu berst honum boð frá kínverska sendiráðinu þar í borg og með boðs. kortinu fylgdi eintak af hinni frægu rauðu biblíu Maós. Hannes vildi ekki vera kínverskum síðri og sendi kínverska sendiráðinu hvorki meira né minna en öll ritverk sin, sem fjalla m.a. um ýmislegt varðandi kynlíf, hjónaband almennt o. s. frv. í þessum dúr. Nú situr Hannes í Moskvu algjörlega undrandi yfir því, að ekki orð hefur heyrzt frá þeim kínversku síðan þeir fengu bókmenntir hans. Og svo var það litla menntaskólastúlkan, ,sem var í megr- unarkúr og tók feil á sakkarín-pillunni sinni og getnaðar- varnarpillunni og á nú ákaflega „sætan" lítin strák. SJÓNVARP REYKJAVÍK í ÞESSARI VIKU Sunnudagur 22. okt. 1967. 18.00 Helgistund. Séra Lárus Halldórsson. 18.15 Stundin okkar. Umsjón: Hinrik Bjamason Efni: Færeyskur piltur, Christian Martin Hansen, heimsækir Island; nemendur úr dansskóla Heiðars Ást- valdssonar dansa; sýnd verð- ur framhaldskvikmyndin „Saltkrákan“ og kisu gefið nafn. Hlé. 20.00 Fréttir. 20-15 Myndsjá. Farið í myndatökuflug með starfsmönnum Landmælinga íslands, kynntar ýmsartækni- nýjungar, fjallað um klaust- urlíf og sýndar flugbjörgun- aræfingar á Þingvöllum- Um- sjón: Ólafur Ragnarsson. ■ 20.40 Maverick. Aðalhlutverkið leikur James Garner. íslenzkur texti: Krist- mann Eiðsson. 21.30 Um hvítasunnu. Kvikmynd gerð fyrir sjón- varp. Aðalhlutverkin leika Robin Bailey og Gwen Gherr- ell. Islenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 22.20 Dagskrárlok. Mánudagur 23. okt. 1967. 20.00 Fréttir. <, 20.30 Syrpa. Heimsókn í leikhúsin i Reykjavík. Sýndir verða kafl- ar úr leikritunum „Galdra Lofti“ eftir Jóhann Sigur- jónssbn, „Itölskum stráhatti" eftir Eugene Labiche, „Dauða Bessie Smith“ eftir Edward Albee og ,,Indíánaleik“ eftir René d'Obaldia. Umsjón: Jón öm Marinósson. 21.10 Island í augum útlend- inga. Kvikmynd þessa lét brezka sjónvarpið BBC gera um ísland. Nefnist hún „Land of Ice and Fire“, og lýsir Islandi sem landi andstæðn- anna- Þýðandi. Guðni Guð- mundsson, Þulur: Eiður Guð- nason. 21.35 Apaspil. Skemmtiþáttur The Monkees. Þessi þáttur nefnist „Apa- kettir og afturgöngur". Is- lenzkur texti: Júlíus Magn- ússon. 22.00 Bragðarefimir. Þessi mynd nefnist „Hákarla- veiðar". Aðalhlutverkið leik- ur Gig Young. Gestahlutverk: Richardo Montalban. Islenzk- ur texti: Dóra Hafsteinsdótt- ir. 22-50 Dagskrárlok- Þriðjudagur 24. okt- 1967- 20.00 Erlend málefni. Umsjón: Markús örn Antons- son. Að þessu sinni er þátt- urinn helgaður Sameinuðu Þjóðunum. 20.20 Nýja stærðfræðin. Fimmti þáttur Guðmundar Amlaugssonar um nýju stærðfræðina. 20-35 Griðland villidýranna- Griðlöndum villtra dýra Af- ríku fækkar óðum, en á síð- ustu árum hefur verið reynt aö stöðva þá þróun með auk- inni náttúruvemd. Þýðandi: Jón Baldur Sigurðsson Þulur: Eiður Guðnason. 21.001 Almannavárnir. Síðari hluti kjmningar á starfsemi Almannavama. 21.20 Fyréi heimsstyrjöldin. (8. þáttur). Stórveldin sjáfram á langt strið og miða allt við ' aukinn vígbúnað. Þýðandi og þulur: Þorsteinn Thorarensen. 21.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 25- nóv. 1967. 18.00 Grallaraspóamir. Teiknimyndasyrpa gerð af Hanna og Barbera/ Islenzk- ur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 18.25 Denni dæmalausi. Aðalhlutverkið leikur Jay North. Islenzkur texti: Guð'- rún Sigurðardóttir. 18.50 Hlé- 20.00 Fréttir. \ Hví ekki fylgja dæmi dönsku eplaframleið- endanna —- Auglýsa fiskinn á Spáni, Portúgal, Grikklandj og Italíu — Söluferð sem vekja myndi athygli — Stúlkur og útflytjendur á- samt ráðherra — Hugmynd skotið fram. f síSustu viku efndu Danir til mikillar eplasýningar hér í Reykja- vík, fluttu hingað bráðfallegar stúlkur, sem kynntu ýmsa eplarétti og hlutu aðstoð íslenzkra stúlkna til þess ama. Sjálfur landbúnað- arráðherra Dana kom í heimsókn og virðingarmaður úr ráðuneyti hans, auk þess eplaræktarmenn danskir. Tilgangurinn var sá einn að vekja athygli á þessum ágæta ávexti og, auðvitað, með því auka sölu og neyzlu hans hérlendis. Þetta er dálítið snjallt. Blöðin mættu, blaðamenn átu, og skrif- uðu um ágæti danskra epla og eflaust verður sala þeirra meiri en til þessa. En hvemig væri, að við Is- lendingar færum að notfæra 20.30 Steinaldamnennimir- Teiknimynd um Fred Flint- stone og granna hans. Is- lenzkur texti: Pétur H. Snæ- land. 20.55 Sefjun. Þessi mynd lýsir fomeskju- legum trúarsiðum á eynni Bali. Þýðandi: Hjörtur Hall- dórsson. Þulur: Guðbjartur Gunnarson. Rétt er að benda á að myndin er ekki við hæfi bama- 21.20 Með lyftu á höggstokkinn. (Ascenseur pour 1‘échafaud). Frönsk sakamálamynd gerð af Louis Malle- Með aðalhlut- verkin fara Jeanne Moreau og Georges Poujouly. Islenzk- ur texti: Dóra Hafsteinsdótt- ir. Myndin.var áður sýnd 21. október. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. okt. 1967. 20-00 Fréttir. 20.30 Á blaðamannafundi. Umræðum stjómar Eiður Guðnason- 21.00 Tjr einu í annað. Nokkur innlend og erlend skemmtiatriði. Kynnir er Sig'- rún Bjömsdóttir. 21.25 Höllywood og stjömumar. I þessari mynd er fjallað um frægustu elskuhuga kvik- myndanna. íslenzkur texti: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.50 Dýrlingurinn. Roger Moore í hlutverki Sim- on Templar- Islenzkur texti: Bergur Guðnason. 22.40 Dagskrárlok. Laugardagur 28. okt. 1967. 17.00 Enskukennsla sjónvarps- ins. Kennsla þessi er sniðin við hæfi byrjenda. Notuð verð- ur kennslubókin Walter and Connie með íslenzkum texta eftir Freystein Gunnarsson fyrrum skólastjóra. 17.20 Endurtekið efni. Iþróttir. Efni ma.: Lands- leikur í knattspyrnu milli Englands Dg Wales. Hlé. 20.30 Frú Jóa Jóns. Þessi mynd nefnist ,,Skuggi liðins tíma“. Aðalhlutverkin leika Kathleen Harrison og Hugh Manning. Islenzkur texti: Gylfi Gröndal. 21.20 Eftirlitsmaðurinn. (Inspector general). Kvik- mynd gerð eftir samnefndri sögu Nikolaj Gogol. Með aðalhlutverkin fara Danny Kaye, Walther Slezak ogBar- bara Bates. íslenzkur texti: Óskar Ingimarsson. 23-00 Dagskrárlok. okkur nýtízku söluaðferðir varð- andi okkar framleiðslu. Utan nokkurra auglýsinga um fisk vestur í Ameríku má heita, að ís- lenzkur fiskur sé bæði illa og klaufalega auglýstur i helztu viðskiptalöndum okkar- Á Spáni eða Portúgal, Grikklandi eða al- mennt í þeim löndum, sem þessi ágæta íslenzka fnamleiðsla er seld, getur aldrei að líta nýti- lega auglýsingu um fisk, fiskát, eða hinar mörgu aðferðir til að matreiða fiskinn. 1 stað þess að senda skrif- stofustelpur með rómantískar hug myndir um ástargetu spánskra, franskra og ítalskra, sem er þeirra prívatmál, mætti ekki skera upp allsherjar herör og fara í auglýsingaherferð til þeirra landa, sem mest verzla við ók'íc- ur. Spánverjar mundu vakia við og taka eftir ef við létum snjalla sölumenn ásamt laglegum, ljós- hærðum stúlkum fara i söluferð þangað og auglýsa fisk, fiskát og matreiðslu fiskjar. Sama máli gegnir um Itali, og Grikkland. Við gætum vel kallað blaðamenn þar í landi, trakterað þá á ýms- um fisktegundum, skýrt og hrósað framleiðslu okkar og sýnt fram á hversu hollt Dg hress- andi þetta fiskát er. Engu skipt- ir hver okkar persónulega skoð- un er á málinu, viðskipti eru viðskipti, og auglýsing aug- lýsing. Til þessa höfuip við látið draga okkur á asnaeyrunum, gefið út svívirðinga yfirlýsingar í garð clztu viðskiptaþjóða okkar i þess- um efnum. Einhver aúli, búsett- ur í Noregi, er látinn ausa úr skálum reiði sinnar yfiir Spán og Portúgal, hættulegir fávitar hér heima gera sitt bezta til að eyðileggja markaði okkar í Grikklandi, landinu sem kaupir smáfiskinn okkar og heldur þeirri viðskiptahlið uppi. Okkur kemur ekkert þeirra stjómarfar við og ef einhver nennti að setj- ast niður og leggja fyrir sig hverskonar brjálæði hefur gripið um sig í þessum efnum, þá myndi hann fljótt sjá villu síns vegar. Spánn hefur lotið sömu stjórn síðan 1936, í ár 1967 er afdank- aður blaðamaður, búsettur í Nor- egi, látinn rita svívirðingar um það ríki og Portúgal. Grikkir hafa verið í stjórnarfarsbasli í áratugi bæði við konungsfjöl- skylduna og kommúnista. Nú er enn ein ný stjórn búin að koll- varpa gömlu spillingarstjórninni vegna þess að kommar voru að hrifsa allt til sín með skyndibylt- ingu og aðstoð annarra ríkja. Þá þarf utanríkisráðherra, krat- inn Emil Jónsson, að koma með yfirlýsingar, elta sænsku krata- kvikindin, sem eru orðnir al- þjóðaaðhlátursefni. Okkur koma þessi mál lítið við meðan Afríka er Afríka og Vietnam er Vietnam. Fyrir okkur er það eitt nauð- synlegt að halda heilbrigðum viðskiptasamböndum við þær þjóðir, sem við okkur vilja verzla. Okkur er óviðkomandi stjómmálaástandið þar meðan ekki er gert á okkar hluta og meðan þessi riki skipta sér ekki af innanlándsmálum okkar. Það er nóg af hræsninni í Skandinövum, þótt við fyllum ekki þann flokk. Nú þegar eru vandræði fyrir höndum vegna frumhlaups þessa Norðmanns og frelsishugsjónar Emils. Við- skiptaráðuneytið, saltfiskfram- leiðendur og enn fleiri ábyrgir aðilar ættu nú að segja sann- leikann, segja hvemig ráðuneyt- ið hefur verið þrábeðið um að reyna nú að halda sér saman og fella niður pólitískar yfirlýs- ingar og umvöndunarkjaftæði- Islendingar eiga á'ð' koma sánní ár fyrir borð. Við efgum áð auglýsa okkar vörur eins og Danir gera. Við eigum að senda ungar stúlkur, ráðherra og fræði- menn, útflytjendur o.s.frv. í söluferð um þessi lönd. Mark- aðir eru ótakmarkaðir, mögu- leikar óendanlegir ef rétt er að farið. En hver maður veit, að það er ekki á okkar færi né okkar hlutverk að leika „frels- ara“ né umbótamenn á alþjóða- sviðinu. Til þess hafa íslend- ingar of lengi og of oft þagað, hvað sem á hefur gengið- Hræsni Svíanna og hræsni Krags er hann rékur efnn náinn ^amstarfsmann sinn eru dæmigerð' „afrek“ smá- menna, sem hvorki skilja né vilja skilja smæð sína. Þeim er leyft að tala, en ekki annað. Og Svíamir eru alltaf tilbúnir að veita þeim lið, sem þeir halda' að fari með sigur af hólmi. Nú er tízka að skamma Grikki,. en af hverju gleymist vinur þeirra og fóstbróðir í síðasta stríði? Herra Adolf Hitler. Vegna þess að þá lá við, að hann ynni. Og Svíar hefðu verið flengdir ef Adolf þeirra hefði unnið og þeir sýnt sig í mótþróa við hann. Þarna er, sænska lundin, sænska frelsið og sænski kjarkurinn. Svei. íslendingar þurfa aðeins að' sjá um sig sjálfa. Hvorki vinir okk- ar hinir norrænu né aðrir hafa það áhugamál, nema máske Bandaríkjamenn. Við getum enn aukið markaði okkar nær enda- laust ef við einbeitum okkur að því og seljum varning okkar á þann hátt, sem 20. aldar fólk selur og auglýsir. Með því, að fara að dæmi dönsku eplamann- anna, þá gætum við stóraukið neyzlu fiskjar héðan í mark- aðslöndum okkar næstu árin. Hví I ekki reyna? » *•

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.