Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagnr 23 oktobcr I961? BRÉF JÓNS JÓNSSONAR frá Hlíðarendakoti til séra Jóns Jónssonar prófasts á Skútustöðum. Bréfritarinn, Jén Jónsson, var fceddur í Eyvmdarholti undir Eyja- fjöttum áríð 1828. Hann lcerði ungur söðlasmíði, var oftast kallaður Jón Söðli og vanalega kenndur við Httðarendakot í Fljótshttð. Jón var maður fríður sýnum og hinn gervilegasti, en gcefumaður var hann eng- inn. — Þegar enski ríthöfundurinn William Morris ferðaðist hér um land, var Jón fylgdarmaðm hans; þótti Morris mikið til um hann og hélt trýggð við hann til csviloka. — Kunnastur er Jón frá Hlíðar- endakoti fyrir trú sína á tilveru útilegumanna í óbyggðum; var sú trú hans svo skýr og ákveðin, að hann leitaði styrks frá alþingi til þess að fara herferð á hendm þeim upp að Stórasjó. Síðustu ár ævi sinnar var Jón mjög hrumur. — Hann mun hafa dáið í átthögum sínum skömmu eftir það er hann lét rita bréf þetta. Reykjavík, 10. apríl, 1905- Vclæruverðugi hcrra prestuir! Ég hef fengið bréf frá hr. Nikulási Þórðarsyni á Kirkjulæk í Fljótshlíð; hann er kunnugur ykkur Mývetningum, hefur verið einn vetur á Grímsstöðum á FjöIIum. Hann segist hafa feng- ið bréf frá merkum manni í Eyjafirði og segist vera full- trúa um, að útilegumenn séu lagztir á fé ykkar Mývetninga, og ráðleggur hann mér að leið- beina ykkur. Það er velkomið, að ég geri það, því það er engum manni kunnara en mér. Ég hef leiðbeiningu frá pers- ónu, sem hefur sagnaranda; hún hefur oft komið á stöðvar þeirra, og það á gandreið. Það er þá fyrst að segja ykkur, að þið þurfið ekki að Icita i Ódáða- hrauni, því að hún tófa bítur ekki nærri greninu. Þeir, sem stela af fé ykkar, eru úr Stóra- sjó og Köldukvíslarbotnum, svo er Kaldakvísl undir Hágöngum, og þar skammt frá er byggðin, sem kölluð er Köldukvislbrbotn- ar. Þeir eru í félagi úr Stóra- sjó að stela fé ykkar. Þeir fara í miðjum ágústmánuði, velja allt það bezta úr fé ykkar og koma aftur um höfuðdag. Þeir eru al- veg óhræddir að stela fé ykkar, því að Ódáðahrauni er allt kcnnt. Það er ekki gaman að eiga við þessa útilegumerm, því að þeir eru rammgöldróttir. Sá, sem ferðinni ræður, heitir Kolur, og við hér í Reykjavík köllum hann Kol stóra; hann er þrjár álnir og tíu þumlungar á lengd og vegur 28 fjórðunga; hann er rammgöldróttur, hcfur sagn- aranda og huliðshjálm og sést hér aldrei á götunum, en sést oft i verzlunum. Hann er í pcysu, sem ekki vinnur á kúla og ckki neitt. Hann er svo rik- ur, að hann á belg af vetur- gömlu tryppi, fullan af gullpen- ingum; hann hefur fjögra manna afl, en þó getur hann ekki hreyft belginn nema tveir menn hjálpi honum; og þetta er allt gróði frá forfcðrum hans. Svona eru allir útilegumenn sterkríkir. Ekki þýðir að setja vörð, því að þeir setja myrkur yfir sig og féð. Eina ráðið fyrir ykkur er að fá tvo galdramenn ríöandi á gandreið og fá menn hér úr Ueykjavík með afturhlaðninga. Það cr úr Reykjavík fimm tíma ferð á gandrcið upp að Stóra- sjó og Köldukvíslarbotnum. — Stóri-Kolur er búinn að búa um sig í holu í jörðinni. Þorgrímur Jónsson, glímumaðurinn mikli, fór eftir bciðni Kols stóra að ganga frá hreysinu; hann lét grafa þrjár mannhæðir, og svo hcfur hann vatn undiir og hlemm ofan yfir stóran, og allt múrað að; svo þarf ekki annað en kippa frá einni loku og þá fara allir á kaf, scm á hlemminn stíga. Þorgrímur var að því hcila viku og fékk 800 krónur fyrir. Hann veit vel um peningana, og hvað þeir cru miklir. Líklega væri bezt að fara sncmma í júnímán- uði, en það er verst að ná i menn að vestan með gandreið. Það er ekki furða, þó að ykk- ur hafi vantað fé í margar ald- ir, því að þetta er voðalega grimmt. Kolur stóri er minn skæðasti óvinur; hann veit, að ég er að hvetja til Icitarinnar, og hann hefur nú sent mér nú í mörg ár scndingu, hverja á fæt- ur annarri, en þcssi persóna að vestan (Galdra-Þrúða), tckur á móti öllum sendingum fyrir mig, svo að þær hafa ekki getaðgcrt mér nokkurt mein. r Okeypis athugun bifreiðalíósa fyrir félagsmenn F.Í.B. Til þess að auka öryggi vetraraksturs mun Ljósastillingastöð F.Í.B. að Suðurlands- braut 10, Reykjavík, framkvæma endur- gjaldslaust athugun á bifreiðaljósum hjá félagsmönnum dagana 18.—31. október frá kl. 8—19 alla virka daga, nema laugardaga. Þegar nauðsynlegt reynist að stilla ljós eða lagfæra þau, verður sú þjónusta veitt gegn venjulegu gjaldi. Félagsmenn eru beðnir að framvísa félags- skírteini við skoðunina. ' FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA. HAT FIAT ■ . ir . y Skoðið FIAT — 124. Nýjasta FIAT-bifreiðin á markaðnum í sýn- ingarglugga vorum að Laugavegi 178. Davíð Sigurðsson hf. Þetta má ekki svo tU ganga lengur; þctta er hraustasta kyn- slóðin í landinu, og væri gott að hún blandaðist saman við okkur. Það er engin Ieið að yf- irvinna þá, ncma fá galdramenn að vestan úr Arnarfirði, ríðandi á gandreið, víst tvo á gandreið. Kolur stó<ri hefur sagnaranda, gandreið, huliðshjálm og peys- una. Hann hcfur þrjá varghesta, brúnan, gráan og rauðan, sem þjóta upp Bakarabrekkuna með strákana. Hann verzlar á Eyrar- bakka og í Reykjavík. Gestur á Hæli er hans verzlunarmaður. Þeir sækja við frá Stórasjó í Skriðufellsskóg og rciða hann allan á gandreið; það má leggja á gandrcið tíu hesta- — En öll þessi mikla fjárvöntxm úr Árn- nessýslu cr eftir útilegumenn úr Arnarfellsjökli. — Kolur stóri á um tuttugu börn, tvö börn á ári hverju, og er ekki nema hálf- fimmtugur. Fyrir jólin var haldin veizla hjá huldupresti, og þar kenndi margra grasa. Þar voru álfar, mennskir menn, byggðarmcnn, tröll og dvergar. Það, sem tók þó yfir alit, var bcrgrisi úr Blá- felli, Bergþór að nafni. Hann var átján álnlr á hæð og digur tíu og vær álnir. Hann er það gam- all að hann sá Sigurð Fáfnis- bana og Brynhildi, og hann sagði að Sigurður væri sá fallegasti maður, scm hann hafði séð og hún sú fallegasta. Þar var og Hrefna kona hans, sem á heima hinumcgin við Hvítárvatn. Þau voru alltaf að kýtast eins og hjón, sem kcmur illa saman. Ég bið þig að Iesa bréf þctta í heyranda hljóöi, svo að þið gct- ið tckið þctta mál til íhugunar, því að það er ykkar mesta vel- ferðannál, Mývetninga. Ég fann aldrei Pétur á Gautlöndum í Reykjavík, en Iáttu ekki hjá líða, að hann fái að sjá það, því að hann er tregur á að trúa, að þeir væru til. Hver veit, ncma mér gangi betur í sumair við f jár- lagancfndina heldur en seinast. Tryggvi Gunnarsson vildi ryðja 5 allar áttir nema til mín, því að hann kann ekki að halda á lands- ins fé. — Svo fer ég að slá botn- inn í þctta bréf, prestur minn, og bið ykkur að taka þetta mál til íhugunar. P-S. — Bergrisinn segist hafa þá réttu trú á Þór og Óðin, bölv- aði Ólafi Tryggvasyni, Ólafi helga og Þorgeiri Ljósvetninga- goða, en hrósaði Hákoni Hlaða- jarli. Og skessugarmarnir eru svo stórar, að þær eru fimm og hálf alin á hæð, en tröllkarlarnir sjö álnir; dvcrgamir ein og hálf al- in og verða 150 ára gamlir. Pils- Sölubörn \ sem vilja \ | selja Mánu- \ | dagsblaðið i \ I úthverfum \ \ geta fengið \ I það sent \ \ heim \ in, sem skessugreyin eru í, eru f jórtán álnir á vídd — og þetta er sitt hvort kyn. Ég hef séð pilsin, og þær sendu gripi þeim, sem saumuðu. Þær eru alltaf í skinnbjálfum, garmarnir aima. Stóri Kolur gaf þeim pilsin. Kolur stóri drekkur oft fjóra potta af brennivíni á dag og fer um fjöll og fimindi ríðandi á gandreið og hefur kvénfólk, hvar sem hann getur, eins og djöftd- óður andskoti. Þinn einlægur Jón Jónsson söðlasmiður frá Hlíðarendakoti. Krossgátan LÁRÉTT: LÓÐRÉTT: 1 Nýtt land 2 Forsetnihg 8 Grannir 3 Tóbak 10 Ósamstaeðir 4 Ull 12 Skelfing 5 Löstur 13 íþróttafélag 6 Sagnorff 14 Sleipir 7 Atrenna 16 Tilbáðu 9 Vatnsból 18 Þreyta 11 Hringa 19 Taug 13 Ástundunarsamur 20 Lengdarmál 15 Mjúk 22 Sinjun 17 Kvenmannsnafn 23 Ósamstæffir 21 Veiki 24 Ófriffur 22 Ræningi { 26 Atviksorð 25 Fúi 27 Herbergi 27 Fangamark 29 Högninn 28 Verzlunarmál 1,5 miijón Radionette-útvarps og sjónvarpstíeki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru selá í yiir 60 lörídum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra. '_ BETRl HLJOMUR - TÆRARI MYNDIR Fcstival Séksjon Fcstival Sjalusl Grand Fcstival Kvintctt Hi-Fi Stcreo Gulvmodcll Dueit Scksjon Festlval Bordmotlell Kvlntctt Hi-Fi Stcreo Seksjon — RADIONETTE-verzlunin, Aðalstræti 18 — GÆÐI OG FEGURÐ

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.