Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 1
« f Umbúðahneyksli Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna 30 milljónir i nýja verksmiÓju - Onnur fullkomin hefur ekki nœg verkefni - 50 milljónir i sfyrk Þegar nú er leitað til almennings að herða ól- ina og ríkisstjómin lýsir yfir, að nokkur harð- indi, miðað við fyrri ár, fari í hönd, þá er ekki úr vegi að athuga hvar bera skuli niður hnífinn, Eins og hér hefur verið rætt og reyndar víðar, þá greip Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir nokkm til þess einmuna vafasama úrræðis að setja upp eig- in umbúðaverksmiðju, þrátt fyrir þá staðreynd, að fyrir hendi er verksmiðja fyrsta flokks, sem ekki aðeins annar öllum þörfum íslendinga í þeim efnum, heldur og getur tekið að sér gnótt ann- arra verkefna ef til býðst. Þrátt fyrir almenn mót- mæli og mótmæli þingmanna, þá hélt S.H. fast við ákvörðun sína og keypti vélar og önnur tæki til þessa nýja æfintýris en kostnaðurinú mun nú vera kominn ýfir 30 milljónir króna. Eins og alþjóð er kunnugt þá er S.H. styrkþegi þjóðarinnar, sem hefur undanfarin ár þegið að gjöf eða láni, tugi milljóna til að halda sér gangandi. Hefur þjóðin afhent Sölumiðstöðinni styrk með góðu geði, en hún bjóst ekki við, að svo æfintýra- lega væri við brugðið. Þeir, sem fyrst töldu þetta mál tímabært, jþ.e. að reisa umbúðaverksmiðju, eru löngu horfnir frá þeirri hug- mynd, enda sjá þeir að allt annað er S.H. nauðsynlegra en að leggja lengra út á vonlausa æfin. týrabraut. munu eflaust koma í veg fyrir það, en að ana í svona vitleysu er neðar öllu. Núverandi stjóm S.H. með formann fjárveitinganefnd- ar Alþingis í fararbroddi hefði hæglega getag hætt við umbúða- áætlun sína og nýtt fjármagn sitt á hentugri hátt, en þar virð- ist ekki hafa verið nokkur vilji fyrir hendi. Þjóðin er ekki hrifin af því, eins og tímar eru nú, að milljónum í dýrmætum gjaldeyri skuli kastað á glæ vegna þess eins að nokkrir menn telja í fljót fæmi, að þarna séu fjárhagsleg Framhald á 5. síðu. Hvað Jvelur sænska lýðræ ðið? Blóðbaðið í Nigeríu óviðkomandi Svíum — Þeir græða ekkert á að mótmæla í þeim efnum — Lifi hræsnin Hvað dvelur Svíann nú? Annað eins blóðbað og nú á sér stað í Nigeríu mun nálega óheyrt í öllum heiminum síð- ustu 2 árin. Stjómarherinn myrðir og svívirðir Ibo-kyn- þáttinn svo hroðalega að jafnvel blökkumennimir í Afríku eru furðu — og ótta — siegnir. Morðin eru skipulögð, ó- nauðsynleg en byggjast aðeins á hatri, og koma niður á bændum, sem skildir vom eftir, þegar „uppreisnarherinn“ í Riafra flýði. Þarna er stórkostlegt blóðbað á borð við það versta í Congo á sínum tíma þegar hinir lánlausu Belgiu- menn hlupu frá nýlendu sinni í óreiðu. Og hvað dvelur sænsku frelsishetjumar" nú? Sannleikur- inn er sá, að, eins og/vant er, þá skiptir það Svia engu máli hver gerðin er — nema þeir geti haft eitthvað gott upp úr því sjálfir. Meðan móðins er að ráðast á Grikki — einn af verri bleittum í bandarískri pólitískri sögu — þá elta Svíarnir, því þeir halda að þeir fái að sleikja beinið ef þeir dilla rófunni, en þar sem Bandaríkjamenn vilja ekki — af skiljanlegum ástæðum — blanda sér í innanríkismál Afríkuríkjanna, þá halda Svíar að sér höndum. Það er löngu kominn tími til að losa okkur úr tengslum við þessa hræsnisþjóð, slíta öllu sambandí og hætta að láta þá teyma okkur út í úlfúð við aðalmarkaðslönd okkar. Nú er komið í ljós, að ekki að- eins er framleiðsla umbúðavérk- smiðjunnar mun dýrari heldur en þeirrar verksmiðju — Kassa- gerðar Reykjavíkur, — sem fyrir er, heldur og hitt, að útilokað er að þessar verksmiðjur geti keppt, því slíkir eru yfirburðir K.R., og ennfremur útilokað að æfintýri S.H. verði nokkurntíma sjálf- bjarga. Má því heita. að hér sé Er fegurðarsamkeppnin hér orðin að hneyksli? / Óundirbúnar stúlkur sendar út — Ekkert eft- irlit — Hnignun síðari árin — Fulltrúar ísl. — Hver gefur umboð — engin viðurkenning Um nokkurra ára skeið var hér haldin fegurðarkeppni, sem smátt og smátt varð þjóðinni til sóma. Einstaka gamaldags þulir mót- mæltu þessu, kölluðu þetta einskonar gripasýningar í líkingu við þær sem þeir kynntust meðan þeir snerust kringum kýrhala sína í heimasveitinni. « sóað milljónatugum beint út í loftið, án nokkurrar vonar um gróða eða jafnvel spamað. íslendingar eru nú ekki á þeim vegi staddir, að þeir hafi nokkur éfni á að flytja inn milljónafyr- irtæki í vonlausa stifni og sam- keppni. Enn þarf þjóðin aðeins eina umbúðaverksmiðju og getur komizt af með hana um ófyrirsjá anlega framtíð. Miklu lakara er þó, að fyrirtæki eins og S.H., sem þiggur ölmusu af ríkissjóði, skuli leyfa sér að leggja upp í þvílíkt æfintýri og þessa um- búðavcrksmiðju. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er mikið fyrir tæki þótt rekstur þess hafi ekki verið eins æskilegur og bezt verð úr á kosið. Ýmsir erfiðleikar Einar Jónsson Einar Jónsson hóf þó fegurð- arkeppnir upp í það veldi, að íslenzk kvenfegurð hlaut mik- ilsverða viðurkenningu og aug- lýstu hinar ungu stúlkur þjóð- ina meira en aðrar herferðiríþá átt þjóðinni til gagns. Sumar hafa lagt fyrir sig fyrirsætu- vinnu og komizt all-langt á þeirri braut, aðrar komizt til frama í ýmsum störfum sem að fegurð og snyrtingu lýtur. Nýir aðilar 8-1. þriðjudag upplýsir Tím- inn, að enn séum við að „keppa“ en nú sé ekki stuðzt við neitt sérstakt né heldur séu hinar ungu stúlkur undirbúnar á nokk- urn hátt til að koma fram í keppnum af þessu tagi erlendis. Ekki er heldur vitað hvaðan þessum aðilum kemur umboð til að senda einhverjar stúlkur út á nafn þjóðarinnar, án þess að þær hafi nokkurt aðhald eins og Einar og aðrir aðilar t.d. í Banda- rikjunum veittu meðan sómi var að slíkri þátttöku. Aðrar umgengnisreglur íslenzka súlkan, ekki síður en karlmaðurinn, er óframfærin og uppburðarlitil í eðli sínu. Is- lendingar eru t.d. £ flestum til- fellum ékki enn komnir á það stig almennra mannasiða að kynna sig á mannamótum eða viðhafa aðrar þær sjálfsögðu kurteisisregl'ur, sem flestar þjóð- ir hafa tileinkað sér- Ekki er Framhald á 5. síðu. > 'Kynna fískalurðir? Það yrði ekki amalegt að geta sent laglega ljóshærða stúlku í kynnisferð til Spánar, Portúgals, Ítalíu eðo Grikklands til að auka sölu á þessari útflutningsvöru okkar — í sama stíl og Danir aug- lýsa eplin sín. — Slík auklýsing myndi vekja geysiathygli, ekki síst ljóshærðu stúlkurnar sem þeir suðrænu dá svo mjög. Því ekki fara nýjar leiðir í viðskiptum okkar, fylgjast með breyttum tím- um? Sjá grein um þetta á 6. síðu. Ný frystihús - Engin verkefni - Ekkert hráefni - Hvað langt á að ganga? Neyðaróp frystihúsanna út um landið er algjört. ÖU kvarta þau urn hráefnisskort og öll virðast þau ekki hafa nein verkefni að ráði. Þrátt fyrir þetta. ástand er búið að byggja tvö ný frystihús í Vest- mannaeyjum, sem ekkert hafa að gera, og víða annars staðar eru ný slík hús 'í byggingu. Suður í Keflavík er m.a. eitt frystihús, sem nú er notað sem kjötgeymsla og ýmislegt annað „gagn“ er fundið fyrír þessar dýru byggingar. Mönnum verður aS spyrja: ar Kveldúlfur teymdi borgar- Hvað er um að vera? Hve lengi stjómina í verksmiðjubyggingu á svona ráðleysi að ganga hjá út £ Örfirisey vegna þess, að síld fyrirtækjum, sem þiggja fé úr kom EINU SINNI inn á sundin almenningsvasa? Eins og tímar hér. Það er eins gott að hafa eru og eins og útlitið virðist einhverja gát á þessum málum vera, þá er margt annað þarfara nú, því þjóðin í heild og ríkis- en að vasast í nýjum byggingum. stjórnin sérstaklegji, verður nú Þess er krafist að þjóðin leggi að að halda á því fé, sem næst inn. sér og það er sjálfsagt, en gera með sæmilegum hætti. Gildir verður þó þá kröfu, að á þessum þetta ekki sízt um frystihúsin, mánuðum sé ekki eytt i neitt sem virðast ekki skilja breytta Örfiriseyjaræfintýri eins og þeg- tíma. í BLAÐINU ( DAG * Útilegumenn á íslandi fyrir 60 árum. — Stór- merkt bréf Jóns söðlasmiðs. — Bls. 4. Ragnar í Smára og heimsmenningin. — KAKALI — bls. 3. * Tveir þjóðarleiðtogar. — Jónas Jónsson frá Hriflu, 2. síða. * Bátar til sölu eða leigu. — Sjómenn skrifa, á 5. síðu. ^ Stríðið við Hagkaup — leiðari. * Úr einu í annað — Sjónvarp — Saltfiskux og sölutækni — og margt fleira.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.