Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Qupperneq 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 3. júlí 1972 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS • Sigríður Eyjaf jarðarsól • Það er upphaf sögu þess- arar, að í Möðrufelli í Eyja- firði bjuggu eitt sinn rík hjón og er ekki getið um nöfn þeirra; ekki varð þeim barna auðið utan einnar dótt- ur, er hét Sigríður. Hún var allra kvenna fríðust og var þess vegna kölluð Eyjafjarð- arsól. Hún var eins dyggðug eins og hún var fríð. Þegar hún var vaxin orðin, komu lærðir menn og ólærðir að biðja hennar sér til handa. En faðir hennar var staðfast á móti öllum bónorðum, enda þótt hún sjálf hefði viljað taka einhverjum þeirra, er báðu hennar. Á beim tíðum var siður að messa á jólanætur, og kepptu allir við að fara í kirkju, en samt vildi enginn vera einn heima á neinum bæ. Einn vetur í Möðrufelli var vinnufólk að tala um, hver mundi vilja vera heima á jólanóttina. En eitt sinn, þegar það er að ’metast á um þetta, kom Sigríður þar að og spurði, hvað það vildi gefa sér til að vera heima svo all?r mættu fara til kirkju. Allir svöruðu í einu hljóði, að ef nokkuð væri til í eieu sinni, sem hún vildi eiga, þá skyldi það vera hennj falt- Kvaðst hún þá hafa verið að gera að gamni sínu við það og vildi eigi þiggia neitt af neinum, en sagðist samt mund;i verða heima. ef það svo vildi. Allir héldu, að hún mundi ei fá það fyrir föður sínum. En hún kvaðst ætla að spyrja föður sinn að því, °g það gjörði hún. Hún seg- ir honum. að hana langi til að vera heima fyrir fólkið, því hún haldi, að sig saki það ekki. Faðir hennar tekur því illa og kvað bað undarlegt, að hún sikyldi vilja vera heima, en fara ekki með þeim. sem vand;i hennar var til. Hann segir sig gruni, að fyrir henni liggi einhver ó- gæfa, fyrst hún hafi svo sterka löngun til að vera hei'ma. Hún kvað nei við og sagði sig mundi ekki saka, það værí hún viss um. Karl- inn lætur þá þetta eftir henni, fyrst hún vilji hafa það svo. Segir hann hjúum siínum, að þau megi fara, því hún ætli að vera heima. Fólk- ið verður fegið mjög. Nú líður fram til jóla, og aðfangada-giur kemur. Fólkið fer nú að búa sig með mesta fögnuði; var fagurt veður, auð jörð með frosti, en tunglsljóssl aust. Þegar fólkið var búið, segir bónd'i því að kveðja Sigríði, en sjálfur kveðst hann ætla að kveðja hana síðast og búa sjálfur um bæinn og skil.ja við. Hún fer nú fram með fólkinu, og kveður það hana. En faðir hennar segir við hana, að hún skuli gá að því að lofa enffum mannj inn í nótt, þó þess verði leitað, og ekki fara á fund neins 'manns og tekur henni sterkan vara fyr- ir því. að hún skuli engan gaum gefa að, þótt barið verði að dyrum eða guðað á glugga. Kveður hann hana nú og segist vona, að engin lifandj vera komist inn í bæ- inn nema honum sé lokið upp. Nú fer fólkið af stað, en hún fer inn aftur og fer að búa sig. Að þvi búnu kveik- ir hún kertaljós, tekur bók og fer að lesa í henni í svefnherbergi foreldra sinna. Líður nú fram til mjðnættis, að hún verður einskis vör. Þá er allt í einu barið að dyrum, og er hún samt kyrr inni sem áður. Er þá barið aftur. og fer á sömu leið. Enn er barið í þriðja sinn og mjklu stórkostlegar en fyrr, FYRRI HLUTI svo nálega þótti sem bærinn mundi molazt hafa, hefði hann ei veríð rammg'jör. Hún gegnir ei að heldur. Líður nú dálítil stund Þá heyrir hún að gengið er upn á bæ- inn og effer honum að glugg- anum, er var yfir henni. Hún heyrir kallað á glugganum og heilsað upp á hana, og tekur hún kveðiunni. Hún lítur út í gluggann. En dimmt var úti; bá gat hún ?éð andlit mannsins, og þótti henni báð svo fagurt, að slíkt hafðj hún aldrei séð á ævi sinni. Hann biður hana að finna sig út. Hún segist hvorki geta bað né mega. Hann biður hana því betur og segir. að það skuíi ekki tefja hana lengi. Hún see’ir, að það sé sama, hún gjöri það ekki; segir hún. að hann geti lokið erindi sínu á glugg- anum. Það segist hann ekki geta; kveðst hann þurfa að ná fundi hennar, því hann þurfi að fá að drekka. Hún segjst geta ráðið úr þvi, því ausa sé á bæjarveggnum og lækur renni hjá bænum, og geti hann fengið þar að drekka og hafi hún ekki ráð á öðrum svaladrykk. Hann segist ekki geta drukkið hel- blátt vatnið Þá segist hún ekki geta bjargað honum við. Hann segist þá verða að fara svo búrnn frá henni; en það kveðst hann vilja segja henni, að einhvem tíma kunni henni að verða eins heitt um hjartarætumar eins og sér sé nú. „Það fer sem auðið er“ segir hún. Siðan fer hann sinn veg og verður hún einskis vör framar um nóttina. Nú kemur fólkið heim um morguninn. Óðar en karlinn er búinn að heilsa henni, spyr hann hana áhyggjufull- ur, hvort hún hafi einskis orðið vör um nóttina. Hún kveður nei við. Hann segir, að hún þurfj ekki að segja sér neitt um það, segist hann vita það vel og sjá það á henni; gengur hann þá svo fast á hana, að hún verður að segja honum upp alla sög- una. Hann spyr hana hvort hún hafi ekki lokið upp fyrir honu'm. Hún neitar því. Hann kveður hana hafa gjört vel í því. Ebki segist hún vita það, en það munj síðar sann- ast hversu hollt sér verði, að hún hlýddi boði hans. Er nú ekki meira um þetta tal- Nú líður fram til næstu jóla, og verður nú tíðrætt um það milli fólksins, hver nú muni vilja vera heima. S'ig- ríður segist vera til með að verða heima aftur fyrir það sem fyrr; og er það ráðum ráðið, að hún verði heima næstu jólanótt. Nú kemur að- fangadagskvöld, og er sama veður sem áður en tungls- Ijós og biört nótt. En þennan dag verður móður hennar svo snögglega illt. að hún treystist eá til að fara, og segir Sigríður að fleiri muni verða heima en ætlað var í fyrstu, því faðir sinn muni varla fara. Nú býr fólkið sig til kirkjunnar og fer af stað. En foreldrar Sigríðar og hún eru eftir. Karlinn lokar nú siálfur bænum og býr um hann sem fyrr og fer nú að lesa. Þegar hann er búinn að bví og líður fram að mið- nætti, þá er barið ógurlega að dyrum. Sigríður spyr bá föður sinn, hvort hún eigi ekkj að fara t'il dyra. Karl ‘kveður nei við. kveðst hann sjálfur vilia mæta komend- um, því þeir vilji finna sig á undan henni. Nú fer karl- inn út og er svo lengi í burtu að beún mæðgum er farið að leiðast. Sigríður segir því við móður sína. hvort hún eigi ekki að vitia um föður sinn. En móðir hennar segir, að hún skulj enn bíða v'ið þvi ekki væri betra, að hún færi og kæmi aldrei aftur. ef ó- vættur hefði grandað föður hennar, os leið enn nokkur tími. Þá ætlar Sigríður fram, en í þvi kemur barlinn inn. og er á honum æð’i mikið. Skipar hann Sigríði að búa sig hið skjótasta. bvf nú sé sá kominn, er hann hafi geymt hana lengst. Hún kem- 'ur hvorki fyrir sig orði né eiðj en spyr þó, hver það sé og hvert hún eigi að fara. Hann segir hún fái að vita bað seinna, hún burfi einung- is að flýta sér, því hann vilji ekkj bíða. Móðir bennar spyr, hvernig á þessu standi og í hvaða hendur hann ætli að láta hama; segir hún. að betta sé undarlegt af honum. Karl- inn segir ,að þær skuli ekk- ert hugsa um það. Nú fer hún að búa sig, og segir hann hún skuli nú kveðia móður sína. Hún g’jörir það, og má nærri geta með hvaða skan- lyndi þær hafa skilið. Segir móðir hennar að bótt von hefði verið á. að sér mundi batna, geti það engan veginn orðið. fyrst að þetta hafi komið upp á. (Frarníh. í næsta blaði) EINNAR MÍNÚTU GETRAUN: Hve slyngur rannsóknari ertu? Fordney ákærður fyrir morð Daginn eftir að hann kom í Blue Cow gistihús’ið í sumarleyfi sínu frétti prófessor Fordney, en þetta var í Yorkshire, Englandi, frá hótelstjóranum að gamall vinur hans byggi í nágrenninu. Fékk hann þá upplýsingar um hvern;ig hann ætti að komast þangað og lagði síðan af stað, snemma morguns, í heimsókn. Hann barði að dyrum bæði á aðaldyrnar og bak- dyrnar, en fékk ekkert svar. Þegar hann var um það bil að fara þá rakst hann á fmi Halstead, vinnukonuna, sem var að koma að húsinu. Hann kynnti sig með erfiðleikum. þar sem í ljós kom. að frú Halstead heyrði afar illa, og lét í ljós, að eitt- hvað kynni að vera að. Eftir að hún hafði opnað aðaldymar með lykli sem hékk á afarmikilli lykla- kippu, þá fór hún upp á loftið í svefnherbergi hús- bóndans. en hann opnaði dymar á ’jarðhæðinn'i, og kom þá að George Docker dauðum. Hann lokaði dyrunum hægt og gekk hljóðlega um herbergíð og reyndi að finna einhver sönnunargögn um hversu látið hefði borið að. „Hreyfðirðu við nokkru eftir að hafa fundið hr. Docker dauðann? spuxði Hittington. rannsóknari, afsakandi. Hann hafði heyrt af afrekum hins kunna glænafræðings. „Ég læsti aðeins dyrunum á bóka-herbergínu — lykillinn var í skránni — til að fullvissa mig um . . „Það er ósatt, yðar göfgi“ greip frú Halstead framm í. „Þegar ég var á leiðnni n’iður stigann. var þessi maður á ferli inni í bókaherberginu, en því- næst kom hann út, læsti dyrunum og vildi ekki hleypa mér inn. Sagð;i að hann yrði að kalla á lögregluna. Svei! Það var sannarlega h-ann. se'm myrti húsbóndann“. Rannsókn-arinn öskraði nokkrar spumingar í eyr- að á henni. og var orðinn ærið þreyttur á að heyra hana endurtaka æ ofan í æ. „hvað segirðu “ við hverja spumingu. „Það kann að vera, að ég heyri illa, en ég er sko ekki vitlaus“ s-agði kerlingarskassið. „Hann myrti húsbóndann . . . hann, sem kallar sig glæpasér- fræðing!" Fordney prófessor brosti: „Rannsóknari, ég er hræddur um, að þú verðir að krefjast þess að hún segi sannle’ikann“. Við hvað átti hann? Svar á 6. síðu. AuglýsiS i MánudagsblaSinu Ljúffengir rétiir ■ og þrúgumjöður. I-ramrem frá - kl II 10 1500 og kl. IX 23 10 ‘ Borðpanlanir liiá yfirfranl reiðslumanni Sími 11322 VEITINGAHUSIÐ

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.