Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 3
Mánudagur 3. júlí 1972 Mánudagsblaðtð 3 Aí hverju elska karlmenn eldri konur? Hvað ■ hafa þær Brigitte Bardot, Joan Collins og Rachel Roberts sameiginlegt? Þær sjá aldrei aftur þrítugsaldurinn og þær geta náð sér í hvern þann mann sem þær vilja. Og hvað hafa þær Maggie Leighton og Elizabeth Taylor sam- eiginlegt? Þær sjá aldrei aftur fer- tugsaldurinn, osfrv. osfrv. Og svo er það hin ódrepandi Marlene Ðietrich. Og hvern valdi hinn heimskunni leikstjóri í að afklæðast fyrir nauðgunaratriðið, eftir að hafa prófað hundruð um- sækjenda, í Clockwork Orange? Auðvitað Adrienne Corri. „Þakkláti aldurinn" Jú, eldri konur eru þessa dag- ana það sem sótzt er eftir af full- um krafti, og ungu píunum væri hollara að gæta sín með nýju „frelsispillurnar" sínar og ásókn á karlmenn almennt og kyngetu þeirra, þá hefur karlkynið svarað þannig þessum ógnum þeirra, að þeir leita á náðir og í faðma kvenna, sem dilla við þá... þ. e. kvenna, sem menn einu sinni köll- uðu konur, sem komnar væru á „þakkláta aldurinn". Að gilja — þakkarskuld? Kynferðislegt hugarflug hvers manns gæti verið um gjafvaxta, sæta litla táningastúlku. En þegar fantasían, eða hugarflugið, verður að veruleika, þá verður hann oft- ast fyrir áköfurn vonbrigðum. Hæfileikinn að gefa er sumum okkar eiginlegur. í flestum tilfell- úm ef'fi'a'd'n þó nokkuð, sem við verðum að læra af reynslu. Æsk- an hefur þann galla að hrifsa. fíún heldur að það sé nóg að vera hrífandi í útliti, og að húr: sé að gera karlmanni alveg stór- kostlegan greiða með að láta hann gilja sig. Öll ástaratlotin verða að vera unnin af karlmannsþrælnum. Veit ekkert um karlmenn Hún óskar eftir að henni sé veitt öll áncegjan, látið vel að henni og gerð að eftirlceti. Hún vill alls ekki vita neitt um hvað BRICITarE BARDOT — aldrei aflur þrílug! karlmaður eiginlega er. Hún viil aðdáun hans, notin af likama hans — og oft mikinn„ hliita af laun- unum hans. Ekki til langframa Þetta gæti verið allt í lagi fyr- ir einnar nætur ganian. En það verður fremur snautt ástand fyrir karlmann, sem leitar eftir lang- frama kynningu. Valda vonbrigðum Frá fæðingu er fyrsta reynsla hans í tilfinningalífinu sú, að hann er viðtakandinn. Móðir hans dáir hann og hefur samúð með vandamálum hans. í hennar aug- um nálgast hann enginn; hún elsk- ar hann sofin og vakin, í sjúk- dómum og heilbrigði. Hann eyð- ir því sem eftir er af lífinu í von um að endurheimta slíka ást aftur, áhugamálum hans eða að hjúkra honum í veikindum, þá álíta þær, að það sé 24 tíma skylda á sólar- hring, að gera hann hamingju- saman. Þær hafa þá reynslu, að vita, að karlmaður þarf miklu fleiri en eina konu til að full- nægja honum. í stað þess að berj- ast gegn því, þá hafa þær lært að vera margar mismunandi konur í rúminu... og hvenær þær eiga að leika hvert hlutverk. Feimni — tabú Feimni í öllu myndum hafa þær tapað fyrir löngu. Ekkert sjokkar þær, og þær skammast sín aldrei fyrir að eiga upphafið af ástarleikjum. Ef „eldri konunni" tekst að húkka karlmanninn á annað borð, þá á hún allan eftir- leikinn og miklu betri spil en ungviðið. Og það er ekki sérlega erfitt fyrir reynda konu að ná i Þær reyndu, hreinu eru alstaðar að ná yfirhöndinni — Ungu reynslulausu smápíurnar veita ekkert, heimta allt — Næturgögn eina nóttt — kastað í myrkur næstu Bardot, Taylor, Leighton osfrv. — konur sem kunna — Lesið og lærið auk kynferðismakanna. Ef hann vaknar nógu oft á morgnanna, með laglegu hnátuna við hliðina á sér, sem enn einu sinni hefur mistekizt að hafa rétt samband við hann — hvort heldur ofan nafla eða neðan, þá er hann til- búinn að falla í hendur eldri konu. Zlcstisr ©ff aldur Orðtækið eldri kona nær yfir langt árabil, mörg aldursskeið. Þær konur, sem hafa átt mörg vel varanleg sambönd — eða marga elskhuga. Þær .geta verið giftar sem stendur —- fráskildar eða ekkjur. En þær hafa einn hlut sameiginlegan. Þær kunna vel við karlmenn, og þær vita hvernig á að koma fram við þá. Og framar öllu, þá vita þær hversu á að láta honum finnast hann. vera mikil- menni. Þær ólust upp á þeim tíma, þegar maðurinn var allsráð- andi. Þær eru elskerinnur fremur en viðtökuaðili í kynmökum.- Þær vita - að .samfarahæfileikar þeirra eru vopnin sem geta. haldið. karl- manninum við ' hlið.. þeirra fram í rauðan dauðann, löngu eftir að útlit þeirra hefur. fölnað- Rúmið — kynlíf En frá þeirra sjónamiði byrjar ckki né .endar. kynlífiðj í. rúminu. AUt, Iíf þeirra .mjðast. við, mann þeirra þegar á. allt ,er litið, þá gæti. Iiann verið.sá síðasti!. Hvort heldur að þær eru að elda. oní hann, eða að hlusta á vandræði hans í sambandi við vinnuna, hafa heilbrigðan - áhuga á tómstunda- hvaða karlmann sem er. Hún hreinlega stúderar sálina hans, finnur út hvað hann vill og veitir honum það. ?aitý-stúlkan í partýjum, eða meðal fólks al- mennt af báðum kynjum, er hún alveg ánægð með að standa í skugganum, eftir að hafa kynnzt honum, og láta hann reyna að „heilla" ungu hænsnin. Meðan hann er að „heilla" undirbýr hún sóknaraðgerð sína. Hún kemur honum í skilning um að hana langi í hann, án þess að gera nokk- uð til að fæla hann burtu. Næst þegar sjálfsálit hans hefur orðið fyrir hnjaski, þá er hún tilbúin þcgar hann leitar til hennar. Og þegar hún hefur náð honum, er hún viss um að hún getur haldið honum. Slurton — Taylor Richard Burton játar hamingju- samlega að hann hafi verið Eliza- beth Taylor trúr í tíu ár. Hún segir: „Við liggjum í rúminu og lesum bækur". Huggulegt, finnst ykkur ekki? En munið líka fyrstu daga hins kjarnorkulega ástarsambands þeirra, þegar Liz fór með honum inn á pöbbana í Wales og drakk með honum ölkollur. Og svo alla knattspyrnuleikina ,sem hún fór að sjá með honum í frosti og kulda. ^reytt hlutverk Fyrir tuttugu árum hefði hún getað legið á tígrisdýrsskinni við arinninn til þess að ná elskhuga sínum til sín. Hún er enn stór- falleg, ennþá býr hún yfir óskap- legum kyntöfrum. En hún veit núna, að vegurinn að hjarta mannsins er að vefja tígrisdýrs- skinninu um hnén hans þegar hann skelfur af kulda á knatt- spyrnuleiknum. (Hún sjálf, hin snjalla kona, hefur demantana, sem Richard gefur henni, til að halda að sér hita.) Og hverjar eru svo konurnar sem mennina dreyin- ir um? Það er t. d. Elsie Tanner í Coronation Street. Hún er fertug og aðeins of digur til þess að geta kallazt pin-up-stúlka. Hún fær þúsundir giftingartilboða í hverri viku — og mörg þeirra eru frá pilnim um tvítugt. Ljósmyndari sem ég þekki og vinnur aðallega með fyrirsætum, á litla símanúmerabók fulla af einkanúmerum fyrirsæta. Hann hringir til þeirra aðeins þegar hann þarf á þeirn að halda í sam- bandi við vinnuna. „Ég er uppgefinn á ungu stúlk- unum," segir hann. „Það eina sem þær vilja er að sýna sig á beztu og vinsælustu stöðunum og tala um sjálfar sig — ÞEGAR þær geta slitið sig frá útstillingunum í verzlunum eða þá frá speglun- um." Auðvitað eru alltaf til hinar ó- fullnægðu „Mrs. Robinson" (mun- ið þið myndina The Graduate?). Það eru þær, sem aldrei hafa þrosk- azt, aldrei hlotið vizku gegnum reynslu. Ungi „sjansinn" ; Ungar stúlkur geta sloppið með slíka framkomu eða hegðan; vegna þess, að þær hafa útlitið. Það skiptir engu máli hve lagleg eða MARLENE DIETRICH — ódrepandi. hve vel eldri kona heldur sér. Hún getur ekki haldið sambandi við karlmann á útlitinu einu saman. Staðreyndin er, að svo lengi sem hún er hrein og vel groomed, þá er údit hennar síðasta vopnið í mannaveiðunum. Konur, eins og vín, batna með aldrinum. Karlmenn, sem vín- neyzlumenn, þurfa dálítinn tíma til að verða sérfræðingar í því bezta. Um leið og þeir taka rykið á flöskunni sem gilda vöru, þá korh- ast þeir að þeim gæðum, sem úrvalið í flöskunni hefur upp á að Og þeir fá aldrei framar áhuga á gerfi-blöndunni. HVERJIR VEIDA STÆRSTU LAXANA í SUMAR ? Fyrir hönd framleiðenda CAM- EL-sígarettanna, efnir fyrirtækið Rolf Johansen & Company í sum- ar til laxveiðikeppni, sem það kall- ar CAMEL-LAX-veiðikeppnina. Þátttökurétt hafa allir. þeir, sem veiða lax á stöng á tímabilinu 25. júní til 2. september. Veitt eru glæsileg verðlaun, eða kr. 10.000 fyrir stærsta lax, sem veiðist í hverri viku, auk sérstakra auka- verðlauna fyrir stærsta laxinn yfir allt tímabiið. Eftirfarandi reglur gilda um keppnina: 1) Stærsti Iax sem veiðist á stöng á íslandi í hverri viku fær heiðursheitið CAMEL-LAX. 2) Keppnin stendur í tíu vikur frá sunnudeginum 25. júní til laugardagsins 2. september. Hver keppnisvika stendur frá sunnu- degi til laugardags. 3) Tilkynning um stærsta lax- inn í hverri laxveiðiá í hverri viku verður að berast Rolf Johan- sen & Company mánudaginn eftir að veiðivikunni lýkur, fyrir kl. 17,30. 4) Daginn eftir, þriðjudag, mun Rolf Johansen & Company hafa samband við þann, sem veiddi stærsta laxinn og kaupa hann fyr- ir kr. 10.000,00. Æskilegt er að sá sem veiddi CAMEL-LAXINN, eigi ljósmynd af sér með laxinn nýveiddan. 5) Sá sem veiðir stærsta CAM- EL-LAXINN þessar tíu vikur fær sérstök heiðursverðlaun í lok keppninnar. í tilefni keppninnar hafa verið prentaðar frumlegar tilkynningar, sem settar verða upp í veiðihús- um víðs vegar um land. Auk regl- anna, sem að framan getur, er á tilkynningunni örstutt saga sem nefnist „CAMEL-SAGAN : „í borginni Winston-Salem í Bandaríkjunum, þar sem CAMEL- sígaretturnar eru framleiddar er gríðarstórt CAMEL-dyr. — Þetta CAMEL-dýr borðar stórlaxa, sem veiðast í ómenguðum ám eins og Iaxveiðiárnar eru á íslandi. Þetta dýr vildi kornast til ís- lands og setjast að í Sædýrasafn- inu í Hafnarfirði, en því var ekki veitt vegabréfsáritun. Það hefur því verið gripið til þess ráðs að kaupa stórlaxa eða CAMEL-LAXA frá íslandi og senda til Winston- Salem vikulega." Þátttökutilkynningar munu liggja frammi í flestum veiðihús- um, en einnig er hægt að tilkynna þátttöku með því að hringja í Rolf Johansen & Company í sím* 86700.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.