Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 5
Mánudagur 3. júlí 1972 Mánudagsblaðið 5 I ii Övinsælar athugasemdir: „Nú, eftir að lýðræðið hefir læst kjafti og klóm í menntamála- kerfið, getur hver sem er flett síðu eftir síðu, bindi eftir bindi, af prentsmiðjuafurðum skóiaskriffinna frjálslyndisins, þar sem viðhorf þess til andlegra hollustuhátta birtast í fullum skrúða, án þess að rekast á meira en svipmyndir af uppeldismála- stoðum vestrænnar menningar.“ * I l ! Endurskólun kennara og presta þolir enga bið — Frjálslyndi skaðar æskuna ekki minna en brennivín! s „Aldrei hefur súðalegri samkoma, kennd við þjóðhátíð, verið baldin en sá þáttur hátíðahaldanna 17. júní, er fram fór í miðborg Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíðardagsins. I nístandi nepjunni óðu svínfullir unglingar, ekki komnir af barnsaldri, fram og aftur, veifandi brennivínsflöskum af öllum gerðum, organdi og hvínandi, þuklandi hitt kynið, og fleygjandi flösk- um í allar áttir, jafnóðum og þœr tæmdust." — TIMINN (fréttapistill ÓV., OÓ., JH.), þriðjudaginn 20. Júní 1972. ! \ \ \ \ ! ! ! Ofi Gleymskan — líf- trygging lýðræðis Jafnvel hin hugsunarsnauð- ustu frjálslyndisflón geta rumskað sem snöggvast, en þó því aðeins, að afleiðingarnar af þeirra eigin verkum taki út yf- ir allan þjófabálk, hrópi til himins. Venjuleg viðbrögð verða óp og hróp, æmt og skræmt — að afleiðingunum eingöngu. Um orsakir er aldrei fengizt, ekki einu sinni um þær spurt. Síkar vangaveltur, gætu enda reynzt varhuga- verðar þar eð hjá því gæti n^jyp^p farið, að sá grunur gripi óþægilega fljótt um sig, að orsök allra meiriháttar þjóð- félagsmeinsemda væri ein og hin sama. Framtíð lýðrasðisins væri stefnt í voða. Lýðræðisveran stígur því á benzíngjafann á ný, heldur á- fram með vaxandi hraða hugsar það sama og ætíð áður F.kki neitt. Hin árlega 17. Júní-skrílöld gleymist venjulega að mestu innan viku til 10 daga. Hún er heldur ekki annað en eitt dæmi af nær óteljandi um upplausn- ar- og úrkynjunarástand mennta- og uppeldismálakerfis okkar, sem eftirtektarsamir at- hugendur hafa séð fyrir um Iangan tíma, en hefir nú orð- ið svo augljóst, að m. a. s. hin þingfjármögnuðu dagblöð, með- orsök ófremdarinnar, treysta sér ekki lengur til þess að þegja það í hel með öllu. Flestir aðrir en blekiðjudraugar menn- ingar- og menntamálaauðvalds- ins, þings og þjóðkirkju, sem finna að hugsanlegai úrbætur eru árás á hagsmuni þeirra og hugmyndabjástur, eru þess fullvissir, að eitthvað hefir gengið úrskeiðis. En hvað? Hvernig víkur því við, að hinn ungi íslendingur, sem hefir setið á skólabekk og verið undir handleiðslu þjóð- kirkjunnar frá því að bleyjurn- ar voru teknar af honum, sýnir þess raunalega fátældeg merki, að hann hafi mannazt og menntazt öll hin mörgu náms- ár? Og hvers vegna er hann jafn gjörsneyddur öllu heil- brigðu siðgildismati og raun sannar? Öíremdin hemur að neðan frá vinstri Allt eru þetta áleitnar spurn- ingar, sem ég tel vera þess ó- maks verðar, að við þeim sé Ieitað svara. Ekki verður undar. því vikizt að viðurkenna þá bláköldu staðreynd, að and- spænis eyðileggingu æskunnar hljóta öll Önnur vandamál þjóð- félagsins að reynast hégómi einn. Sérhvert það afl, er eyði- leggur æskuna, myrðir fram- tíðina. í því sambandi er og hreint ekki úrvegis að gera sér glögga grein fyrir þeim gullvægu sannindum, að af hugsunum hljótast afleiðingar, að heimspekilegar og þjóðfé- lagsfræðilegar hugmyndir og heilabrot eru ekki munaður draumóramannsins, heldur ein auðugasta orkulind, sem nokkru sinni hefir þekkzt. Rætur núríkjandi úrkynjunar í uppeldis- og menntamálum íslendinga, og raunar ekki síð- ur flestra annarra lýðræðisþjóða. eru á engan hátt dularfullar. Þær liggja í löngu viðteknum vélrænum afstæðis- og hagræð- iskenningum, sprottnum úr jarðvegi sálarlausrar efnis- hyggju, sem svokallaðir mennta- menn hafa gleypt hráar, með þeim árangri, að á ekki lengri tíma en u. þ. b. hálfum manns- aldri hefir að mestu tekizt að kippa stoðunum undan þeirri uppeldismenningu, er um marg- ar aldir mótaði hugsuði, frum- kvöðla og skapendur vestrænn- ar menningar. Bannfærð sjónarmið Vestræn menning, upprunn- in í Hellas, og þar auðvitað áður en pestarský þradalýðræð- isins höfðu myrkvað landið til fulls, barst m. a. fyrir áhrif kristindómsins um gjörvalla Evrópu í aldanna rás, óx og þroskaðist í baráttu þjóðanna fyrir tilverunni og varð for- senda drottnunarvalds Evrópu- þjóða um margar, bjartar aldir. Vestræn menning var ekki hvað sízt reist á því sjónar- miði, að hlutverk skólans skyldi vera að þroska andann, skerpa hugann og styrkja lyndiseigin- leikana; ennfremur að efla virðingu ungviðisins fyrir erfðavenjum og menningararf- Ieyfð kynstofnsins. Allt annað, sem nauðsynlegt var til þess að búa æskuna undir lífsbar- áttuna, var hlutverk heimilis- ins, fjölskyldunnar, ættarinnar, kirkjunnar og annarra samfé- lagsstofnana. Þetta sjónarmið hvíldi á hinn bóginn á grunni vissra sjálfgefinna forsendna Iífsspekilegs eðlis. T. d. var ekki dregið í efa, að til væri nokkuð, sem héti og væri sannleikur, að arfleifð vestrænnar menn- ingar væri falin í árangri geng- inna kynslóða í leit að óvefengj- anlegum sannleika; að einstakl- ingurinn væri gæddur með-- fæddum verðleikum og/eða Iýttur óafmáanlegum annmörk- um, sem þjóðfélaginu bæri að taka fullt tillit til — með ein- um eða öðrum hætti. Vestræn menning gerði auk þess ráð fyrir ákveðnum, ó- hagganlegum þjóðfélags- og stjórnmálalegum lögmálum. Þ. á m. að einstaklingarnir væru skapaðir ójafnir frá náttúrunn- ar hendi, þó að öllum væri hins vegar í upphafi gefinn tiltekinn réttur til lífs, frelsis og eigna. Af því leiddi, að vest- ræn menning viðurkenndi ekki rétt fjöldans til þess að ræna hina hæfari möguleikunum á að njóta yfirburða sinna, og dæmdi jöfnunarviðleitnina ekki minna ranglæti en undirokun hinna mörgu til hagsbóta hin- um fáu. Og grundvöllur vest- rænnar menningar hvíldi á ennþá fleiri lýðræðisfjandsam- legum forsendum, er hér yrði of Iangt upp að telja, en þó er rétt að geta þeirrar, að menntun, eins og allt annað. sem gefur lífinu gildi, var tal- in fást aðeins og eingöngu fyr- ir ástundun og skyldurækni, strit og stríð, aga og sjálfsaf- neitun, að því þó tilskildu, að náttúrugreind væri einnig til að dreifa. Þetta er „þróunin” Nú, eftir að lýðræðið hefir læst kjafti og klóm í mennta- málakerfið, getur hver sem er flett síðu eftir síðu, bindi eftir bindi, af prentsmiðjuafurðum skólaskriffinna frjálslyndisins, þar sem viðhorf þess til and- legra hollnustuhátta birtast í fullum skrúða, án þess að rek- ast á meira en svipmyndir af uppeldismálastoðum vestrænn- ar menningar. Ástasðan er ekki fyrst og fremst sú, að menn- ingarverðmæti hins vestræna heims hafi gleymzt; þau hafa verið upprætt af ásettu ráði og samkvæmt þrauthugsaðri, fyrir- fram gerðri stefnuskrá. Það væri auk þess synd að segja, að þeir, sem hafa framið verkn- aðinn, hafi á nokkurn hátt far- ið dult með áform sín. í öllum þeim orðaflaumi, sem gengið hefir yfir á undan „endurbóta- stefnunni", hefir hugarheimi vestrænnar menningar verið al- gerlega hafnað sem afturhalds- hindrunum í götu Nýmenntun- arinnar. Frjálslyndisfræðingar koma ekki auga á neina menningar- arfleifð, sem getur talizt þess virði að halda í heiðri; öll siða- Iögmál eru fordómar aftan úr grárri forneskju, og geta ekki haft „hagnýta þýðingu" í hin- um „háþróuðu iðnaðarþjóðfé- lögum nútímans". Það eitt er rétt og gott og fagurt sem efl- ir aðlögunarhæfni ungdómsins að vélaskrölti og peningajúðsku bruðlþjóðfélagsins. Ungmennin skulu þekkja góð skil á stétta- barátm og öðru sérhagsmuna- poti, markmið þeirra skal vera að verða rík fljótt. Þau eiga að þekkja allar kúnstir kröfugerð- ar út í æsar, þeim ber að líta á ókeypis og fyrirhafnarlausa námsaðstöðu sem sjálfsögð rétt- indi, skuld þjóðfélagsins, þ. e. starfandi fólks, við sig. Og — umfram allt annað — kennarinn má ekki „þröngva" neinu að nemendum sínum. Hans hlutverk er ekki að miðla þekkingu á lífsspeki og vísind- um, sem dýrðleg menningar- veröld hefir látið í arf eftir sig. Nei, kennarinn á að leggja kapp á „góða samvinnu" við barnið í þeim tilgangi að sam- sama það (og sig) „nýjum heimi", þar sem „reynsla" barnsins og „frjáls athafnasemi" býr það undir lífið á einhvern öldungis óskiljanlegan hátt. Þannig á æskan að „þróast frjáls" og Iaus undan „hinum niðurbælandi myndugleika- hroka" eldri kynslóðarinnar, og verða „sjálfstæð" í orði og at- höfnum, með eigin frjálsvilja að leiðarljósi (eða svona álíka „sjálfstæð" og laufblaðið, sem fýkur af trénu í fyrstu vind- hviðu). Samvinnuuppeldi Vitaskuld er það fásinna á lýðræðislegasta stigi að gera þvi skóna, að barn, sem er rænt réttinum til þess að læra að gera greinarmun á réttu og röngu, heilbrigðu og sjúku, góðu og illu, og fer auk þess á mis við agaða hugsunarþjálf- un, öðlist hina allraminnstu hæfni til þess að temja sér rök- rétt og skynsamleg viðbrögð eða siðmannlega framkomu yf- irleitt. Það, sem í þess stað ger- ist, er nákvæmlega það, sem gerist dags daglega. Lýðveldishátíð alla daga árs- ins. Kennarinn, sem hefir verið leystur undan þeirri skyldu, að innræta börnum og ungling- um óhlutbundið siðgildi á skipulegan hátt, verður að fylla tómarúmið með einhverju öðru Sökum þess, að honum er ætl- að, nauðugum viljugtun, að á- byrgjast „aðhæfinguna" að framfærslusveit vinstrimennsk- unnar sem lýðrasðissinnum þóknast að nefna „velferðar- ríki", verður honum sá einn kostur gerlegur að blása það upp með löggiltum bábiljum og heilaspuna („Allir menn eru skapaðir jafnir", „Negrar eru góðir, hvítir menn eru vondir", „Verkamenn eru heið- arlegustu menn í heimi, heild- salar gera ekki annað en að stela", „Öll stríð eru Þjóðver;- um að kenna", „Meirihlutinn hefir alltaf rétt fyrir sér", o. s. frv., o. s. frv.). Framleiðslan verður þess vegna óhjákvæmi- lega: Hugsunarlaust, ósjálfstcett og auðsveipt atkvœðasmcelki, sem auðvelt er að 'venjá á að trúa á eyðsluvísitölu og drauma- kauptaxta. Þessar ábyrgðarlausu uppeld- isaðferðir enda þannig ekki ein- vörðungu í stjarfri múgmann- eskju. Þær tortíma hæfileika mannsefnisins til þess að hugsa skýrt og sjálfstætt — að fullu og öllu — um nokkurn skap- aðan hlut. Frjó og skapandi hugsun krefst áreynslu og erf- iðis. Þar sem æska skólaverk- smiðjunnar er ekki þvinguð til þess að reyna á heilafrumurn- ar eða þola módæti, verða hin andlegu viðbrögð hennar að sjálfsögðu sjaldan annáð en meiningarlaus, tilþrifalaus þver- móðska, þrúgandi tómlæti. Meginástæður þess, að ennþá skuLi vera blessunarlega fjöl- mennur hópur mannvænlegra ungmenna hér og þar í þjóð- félaginu, er án efa því að þakka, að mörgum heimilum hefir lánazt að varðveita fornar dyggðir, svo og alltof fámenn um flokki drengskaparmanna í kennarastétt, sem aldrei hafa Iéð máls á að leigja sig út sem agenta vinnumarkaðarins. En — því er verr og miður — þessi heiðursfylking verðu; sífellt áhrifaminni. Hinum, sem ekki gera skilsmun á mennta- stofnun og bí'laviðgerðaverk- stteði, heyrir nánasta framtíð til. Og í vor féll næstum helm- inigur nemenda á landsprófi í Reykjavík og nágrenni. J. Þ. A. \ \ \ \ \ ! \ \ ! \ \ \ \ \ \ \ I \ \ I \ \ ! \ ! ! i I \ \ 1 \

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.