Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 03.07.1972, Blaðsíða 4
Mánudagsblaðið Mánudagur 3. júlí 1972 Íf Bl&á fynr alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON Sími ritstjórnar: 13496 — Auglýsingasími: 13496 Verð í lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknat Prentsmiðja Þjóðviljans Ekki bœnir, heldur harka Þau gleðitíðindi birtust í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag, að skátar hefðu verið ódrukknir um sl. helgi og „skemmt sér án vandræða". Þetta er ekki lítil viðurkenning fyrir hugsjón Badens Powells, upphafsmanns skátahreyfingar- innar, sem krafðist dyggðugs lífs, heilbrigðj og hreinleika í fari hvers þess, sem gerðist skáti og klæddist einkennis- fötum hreyfingarinnar. Ef nokkurt dæmi er um þá spillingu og afstöðu almenn- ings til l'ifnaðar unglinga má telja týpiskt er þessi geysi- lega ánægja oig léttir ef tekst að halda útisamkundu ung- linga án þess að helmingur lögreglunnar, ásamt aðstoð- armönnum. séu uppteknir við að ko’ma æpandi drukknum erfingjum landsins beám til sín. þá oftar en ekki á heim- ili ’jafn drukkinna foreldra. Svo vendilega hefur skepnu- skapur æskunnar fest rætur í huga almennings og þá ekki síður í huga blaðamanna, að því er fagnað af bamslegri gleði, ef svo óKklega tekst til, að ein helgi sleppi stór- tíðindalaust. Hinn ötuli skribent og klerkur, sr. Árelíus Níelsson, lætur auðvitað ljós sitt skína í þessu nuáli sem öðrum, enda er þetta honum einna skyldast sem sáluhjálpara heillar sóknar. æskulýðsfrömuði og velgerðarmanns. sátta- semjara milli hjóna o.s.frv Eftir að hafa ritað all-ýtarlega en, engu að síður, skemmtilega grein um heimsókn í hóru- hús Hamborgar, hvar klerkur lýsir þunglyndum, mjög- málum, útjöskuðum vændiskonum borgarinnar af guð- dómlegri andagift. þá er honum þó mest í muna, að æsk- an 17. júní kunni sér ekki hóf í áfengisflóðinu. og birtir í tilefni þess glefsur úr umsögnum dagblaðanna um hegð- hinna ungu manna og kvenna. Það er leitt að vel-mein- and'i klerkur eins og sr. Árelíus skuli enn ekki vilja við- urkenna þá staðreynd, að æskan á íslandi er SDÍllt, ekki verna lélegrar menntunar í siálfu sér, enn síður vegna aðbúnaðar eða peninga heldur aðeins vegna FOREI.DR- ANNA, sem eru, margir hveriir. orðnir að svínum bæði í drykkju og lifnaðarháttum. Börnin f'inna fljótt fordæmin og bau eru fljót að nýta sér þau. Sú gullvæga lausn að láta drottinn eða trúna leysa hvert vandamál er löngu úrelt. Það þarf harðari hendur og ákveðnari gerðir. For- eldrar þurfa að blæða lítið eitt fyrir spillingu og óljfnað barnanna. Foreldrar sem eru ófærir að aga böm sín og koma þeim til manns eiga að sæta refsingu .Ekki fangelsii heldur eiga heimili þeirra að vera leyst upp og þeim mein- uð öll hjálp eða oninber ölmusa eins og nú er í tízku. Við erum ekki að greiða útsvör tdl að halda alls kyns ræfla- liði uppi, fyrir þá eina HUGSJÓN að KJÓSA Geir borg- arst'jóra. Það er margt annað við peningana að gera. Vanda’mál bað, sem hér hefur skapazt, stendu,r í beinu sambandá við velferðarmál Svía. en þaðan koma flestar þær hugmyndir, sem svokallaðir stjómmálamenn koma á framfæri hér. Foreldrar þar eru böl, ekki minna, en óvit- arnir. Til skamms tíma hefur þar verið peningaflóð gífur- legt og á allan hátt reynt að gefa fólki kost á að sleppa á- hyggjulaust við uppeldi og heimili. Svíar búa nú við upp- lausn og dýrtíð skatta og byrðar, sem eru að ríða þjóðinni að fullu. Hver nýtilegur maður á fætur öðrum er að flýja land sitt vegna ofsköttunar og upplausnar. Hér er að þessu leyti ekki eins á komið. Bamaverndarmál beggja þjóðanna eru að verða hin sömu. Gjörspillt böm, kæru- og skeytingarlausir foreldrar. Það þarf annað en guð eða Krist til að bæta úr þessu. Hjálpin á ekki að vera né verður í formi bænahalds og kjökurs í kirkjum. Harðar hendur og mis'kunnarleysi gagnvart hinum seku er nauðsyn. Það þarf að fóma ör- fáum til að almenningur skilji þá alvöm, sem er á ferð. Aðeins þannig má breyta til hins betra. stöðva þá ó- heill'aiþróun, sem hér hefur náð undirtökum. KAKALI skrifar: I HREINSKILNI SAGT I í * '^4C6£'jftíhtittÍQnÍAkó H ERRADEI IP „Það er engin furða þótt Bjama blöskri“ sagði mað- ur einn við Kakala á dög- unum og átti þá við Bjiarna Guðnason, alþing- istnann, sem mest hefur barizt fyrir að orður á ís- landi verði með öllu af- nurndar. Þó hart sé und- jr að búa þá er því ekki neitandi, að B.jama blöskr- ar réttilega þegar þessum afreksmerkjum ríkisins er út deilt. í síðasta orðuregni frá Bessastöðum fá meðal annarra þrír menn orðu, samkvæmt meðmælum orðunefndar. Allt eru þetta, hver á sínu sviði, ágætir menn. Tveir þeirra, Ólafur Jóhannsson, for- sæt'isráðherra er háskóla- prófessor og pólitíkus, hinn Einar Ágústsson. utanrík- isráðherra og bankastjóri. Þótt hvorugur þeirra hafi verið bjóðinni til tjóns, a.m.k. enn nema innan- lands, þá hefur hvomgur þe.'irra unnið þau afrek. né heldur markað þau spor til fra’mfara og hiagsældar þjóðarinnar að ástæða sé til að sæma þá afreks- merkjum né viðurkenn- ingu forsetaembættisins í nafni alþióðar. Sá þriðii, Sigurður Helgason, hefur að okkur er kunnugt starf- að aðeins að flugmálum og sem, áður fyrr, for- stjórí fyrir einkafyrirtæki, sem seldi venjulegt kaup- sýsludrasl, til hæginda fyrir þá, sem kaupa vildu eða höfðu efni á en alls ekki þjóðamauðsyn. En hann, sem hinir er ágætur maður. vammlaus og dug- legur. Spumingin er sú: hverj- ar eru markalínurnar þeg- ar orðunefnd ákveður ein- hvem fil útnefningar fyrir kross, stiömur eða annað skraut og viðurkenningu fyrir „frábær“ störf eða „afrek“ í þágu íslenzku þjóðarinnar eða alþýðu al- mennt? Það eítt að geta samið sig upp í forsætisráðherra- stólinn í pólitískum hrossakaupu’m eða að hafa starfað við háskólann ætti ekk'i að vera þvílík þjóðar- gæfa, að forsetaembættið sjái sig tilneytt að skrýða manninn viðhafnarorðu og viðurkenna hann sem af- reksmenni. Ólafur Jóhann- esson hefur enn ekkert gert, sem þjóðin getur ver. ið þakklát fyrir, né held- ur sú deild Framsóknar- flokkríns. sem hann er fulltrúi fyrir. Háskólinn hefði lifað bað af þótt hiann hefði ekki nrófessor- ast þar eins og sú stofnun hefur lifað það af þótt hann hvrfi haðan. Pólitísk- ur ferill Ólafs. sem af er. er í bezta lag'i umdeilan- legur, en almennt þó ó- heillaríkur ef til skoðunar þjóðarinnar kemur. Hvað- an í ósköpunum er orðu- nefnd knúin til að viður- kenna einhver frábær af- rek. sem hann hefur unn- ið þjóðinni? Einar Ágústsson er ut- anríkjsráðherra, en úr því embætti hafa margir slopp- Nýtt orðuregn — Hverjir verð- skulda? — Tak- mörkin engin — Ólafur, Einar og Sigurður — Pólitíkusar, einkareksturs- menn — Þjóðþrif eða snobberí — Hlutverk Bessa- staðavaldsins — Engin völd? ið orðulaust, og embættis- ferill hans hefur ekki ver- ið í sarnræmi við ósk al- þjóðar eða 90% hennar a.m.k. ekki í landvarnar- málum, bví hann hefur þar flæmzt undan „þrýst- ingi“ komma og landráða- manna. Á hinn bóginn hefur hann, að ósk alþjóð- ar, verið talsmaður henn- ar í landhelgismálinu þ.e. útfærslu fiskveiðilögsög- unnar og staðið sig ágæt- lega þótt engir sigrar hafi fengizt ennþá, og nersónu- lega reynt að fá föður píanósn’illings í heimsókn hingað, en án sýnilegs ár- angurs. Sigurður Helgason er dugmikill kaupsýslumað- ur, hefur starfað fyrir einkafyrirtæki allt sitt líf, þótt mest fari fyrir hon- um. sem varaformann'i Loftleiða og aðalmennis fyrirtækisins í vestur- heimi, hvar hann hefur umsjón með að opna skrif- stofur og farmiðasölu í öllum málsmetandi borg- um og þorpum í Ameriku norður og svo S.-Ameríku. Loftle'iðir er voldugt og stórmerkt fyrirtæki oí? ef- laust á Sieurður sinn þátt í veleenoni bess. en betta er þó aldrei nema einka- fyrirtæki m<=ð siálfsögð gróðasjónarmjð fvrir aug- um og orð leikur á, að innan Loftleiða gætu margir aðrir státað Fálka- orðunni ef ástæða væri til að veita mönnum þá virð- ingu fyrir það eitt að hafa verið dugnaðar- og þrifa- mennj og ekki komizt undir mannahendur. Það eitt sameiginlegt með þessum þrem mönn- um er að þeir eru persónu- lega skilvísir og grandvar- ir menn og vera má, að þessi þjóð sé komin á það stig að verðlauna beri þá, sem þannjig eru! Það hefur löngum verið vitað, að forsetaembættið er afllaust og «100 öllu þýðingarlaust. Forsetinn er sameiningartákn þjóð- arinnar þótt svo færi síð- ast, að kosning hans, i fyrsta skipti, yll:i einhverj- um óþverralegustu deilum milli landsmanna sem um getur í götóttri stjóm- málasögu þess. Á hitt hef- ur aldrei verið bent, að bótt embættið hafi skip- að ágæt'ir menn, bá hafi völd þeirra, frá upphafi. verið svo vendilega rýrð að þeir hafa aldrei getað komið í veg fyrir að hverj- um ótýndum skussa hafi verið veitt orða fyrir „af- rek“ í þióðarhag. Þótt þrír ofanereindir menn séu með beim beztu. sem. hlot- ið hafa hnossið — óverð- skuldað —. þá barf ekki annað en fletta upp'-orðu- listanum og sjá hvílíkt himinhrópandi grín er gert að sönnum afreksmönnum þjóðarínnar með því að setja þá á bekk með ýms- um sem síðustu tvo ára- tugina hafa verið útnefnd- ir. Núverandi forseti, geen maður, ætt'i að creta saot stopp þegar nefndin fær honum listann rm þá, sem heiðra ber. Það væri að vísu óheyrt ef slík rödd neitunar og siálfsts°ðrar hugsunar heyrðist frá Bessastöðum, rödd sem raunverulega sannaðý að embættið væri annað en innantómar móttökur, há- degis- og kvöldverðir. heimsóknir og yfirreiðir. tómt skraut og skrum, bótt nauðsynlegt sé fyrir þjóð- höfðingja. Það yrð’i fersk- ur blær og embættinu til sóma ef forsetinn gerði lýðum ljóst, að ekki væri hægt að fá sig til að und- irrita ALLT. Það hefði t d veríð dálítið gaman ef Ól- afur forsætisráðherra hefðí siálfur orðið að undirrita sóma sinn. Það var unn'haflega eðli beiðursmerkia þeirra sem ríkið veitir. að menn gætu verið stolt;ir af beim, sem fengu bað. og viðtab°ndur siálfir stolti- fvrir að vera viðurkenndir af b'íóðinní, sem menn se’m böfðu eitt- hvað þriflegt lagt fram t'il Framhald á 7. síðu. ! ! ! I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.