Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Blaðsíða 1
BlaÓ fyrir alla 24. árgangur Mánudagur 25. september 1972 36. tölublað Nú verður látið til skarar skríða: Orðið við kröfu almennings um afhjúpun skattsvikanna Þrautpíndir skattþegnar með þurftartekjur sætta sig ekki við að óhófslýður og bílífismenn séu ómagar á þjóðarbúinu Þá er taJið víst, að í uppsiglingu séu stórfelldar rannsóknir-á skatta- framtali einstaklinga og fyrirtækja, sem virðast lifa „um efni, fram". Hefur skattayfirvöldum lítt gefizt að liegðan þeirra, sem telja Jágt" fram, en lifa, byggja og ferðast framar öllum vonum. í þessu skyni mun nú áædaö að rannsaka sum sterkustu fyrirtæki landsins, sífelldan taprekstur og svo það fyrirbrigði, að forstjórar telja hagkvæmt að tapa ár. frá ári, þótt lífernishætdr breytist alls ekki J einkalífi þeirra. Lögreglan og hjólreiðamennirnir Það virðist nú með hverjum degi ljósara, að lögreglan, þ. e. götulögreglan, á ekki veigalít- inn þátt í umferðarslysum hjól- reiðarmanna. Skýringin er ein- föld. Eins og oft hefur verið bent á, þá eru hjólreiðarsveinar látnir algjörlega eftirlitslausir hér á götunum, enda eru þeir orðnir svo kærulausir í um- ferðinni, að þakka má forsjón- inni, að fleiri eru ekki drepnir eða limlestir á götum borgar- innar en raun ber vitni um. Það er krafa foreldra, að lög- reglan auki nú þegar eftirlit með ' hjólreiðarmönnum, skipi þeim að hlýða umferðarreglum og sjái svo tii að brotamönn- um verði refsað. Tómlæti götu- eftirlitsins er orðið geigvæn- legt og tími til kominn að breytt sé um stefnu. Á íslandi er talað mikið um uppgangstíma síðustu missera. — Surnt af þessu er rétt, mikill hluti er þvílík sjálfsblekking, að nú þegar hefur verið rætt um gengis- fellingu. Þá er sú staðreynd fyrir hendi, að auðkýfingar íslands eru byrjaðir að lifa eins konar „ör- væntingarfullu bílífi", kastað , öllu lausafé, sem tekizt hefur að.„fela" í siglingar, bifreiðir og alls kyns lúxus, sem er andstæður þeim tekj- um sem upp eru gefnar. Almenningi ofboðið Það er þess vegna sem skatta- lögreglan hefur nú undirbúið að skera upp herör gegn þessu fólki, sem með lúxus og millalíferni hef ur ofboðið hinum almenna borg- ara, svo ekki sé talað um þann hóp manna, sem hefur að atvinnu að skyggnast um hagi þessara auð- manna. Kaupsýslumenn hafa jafnan ver- ið fórnardýr allskyns „rassíu" og sumir orðið illilega fyrir barði „skattsins". Nú mun svo komið, að fjöldi annarra og fjarskyldari fyrirtækja, m. a. í iðnaðinum og, að sumu leyti, útgerðinni, verða að gera góð skil og sönn á tekjum og útgjöldum, svo og þeim fjölda sem sum þessara. fyrirtækja hafa á snærum sínum á fullum latinum. Krafizt hörku Núverandi yfirvöldum er ljóst, að með hverjum degi magnast ó- vild almennings í garð þeirra á- Iaga, sem lagðar eru á hinn al- menna borgara. Þeim er og ljóst, að verði ekki brugðið hart við, og fengin opinber dæmi um skatt- svik á „æðri stöðum", þá eru dag- ar þeirra taldir. Engin vettlingatök Það þýðir ekki lengur að byggja á hinu aikunna bragði Nerós heit- ins, að „lýðurinn hrópar á hefnd — til hefndar þarf einhverju a?f fórna" — og kastaði kristnum fyr- ir Ijónin. Eitthvað raunverulegt verður að nota nú. Ofbeldi kirkjunnar í bréfi frá S-Afríku skýrir Viggó Oddsson frá því, liví- Líkt ofbeldi ráðandi kirkjuklíka þar í landi sýni lifnaðarhátt- um manna — apartheid-stefn- una — og enn fleira, m. a. misskiining klerks í Dómkirkj- unni, varðandi alveldi kirkjunn- ar. — Á sömu síðu birtum við laglegt kvæði, Hauststemn- ing, eftir Kristin Magnússon. (Sjá bls. 3) Arabalýður á Íslandi? Fjórða síðán fjallar í leiðara um ofbeldisverk og áfstöðu ís- Iands — svo og, að vanda, gagnrýni Kakala. Heimsfræg mynd í sjónvarpi Sjötta síðan birtir áð venju dagskrá sjónvarps, og ein af myndunum í vikunni er How Green was my Valley, heims- fræg mynd með Walter Pidge- on, og gerist í námumanna- bæ. Þá er og spennandi mynd, Machine-gun Kelly, — spenn- andi gangstermynd, ætluð ung- um og öldnum. — Glímur, box og cowboy-myndir eru í pró- gramminu. — Svo er kross- gátan líka á þeirri síðu. Mysticus og Perry Mason Mysticus á 7 .síðu fjallar um leynimál, en þar í flækist sjálf.yr Perry Mason. Bóndinn og beljan Undiriæjuháttur Sjálfstæðis- manna gagnvart Jósepský Linnulaus ádeila á aumingjaskap Sjálfstæð- isflokksins í landhelgismálinu, sem öðrum mál- um, og einkanlega sú fáheyrða þjónkun og að- dáun fyrirsvarsmanna einkarekstursins innan flokksins, gagnvart kommanum Lúðvík Jóseps- syni, svörnum andstæðingi vestrænnar sam- vinnu, er meðal umræðuefna á 5. síðu — grein- ar J. Þ. Á., en greinar hans vekja nú almenna athygli, fyrir - skarpskyggni, einurð og þekk- ingu. Öhtiur síðan flytur að venju getraunina vinsælu, og svo síð- ari hluta þjóðsögunnar úr síð- asta blaði. Japanskt vændi bezt Er það satt, að stórfelldar „hreins- anir" standi yfir á Morgunblaðinu —, einum sex blaðamönnum hafi verið sagt upp? Hin vinsæla S. síðar birtir greinargóða og ábyggilega lýs- ingu á japönsku vændi, lipurð og þjónustu við „kúnnana" sem alltaf hafa rétt fyrir sér. — Og svo Úr einu í annað!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.