Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Blaðsíða 5
Mánudagur 25. sept. 1972
Mánudagsblaðið
5
Ovinsælar athugasemdir:
„Aldrei fyrr, á öllum bílífisferli lýðveldiskynslóSarinnar, hafa
íslendingar drukkið meira, étið meira, drabbað meira, bæði
innanlands og utan, brælt meira og svælt, keypt fleiri og
breiðari bíla; í fáum orðum sagt: sökkt fleiri milljónahundr-
uðum í skaðiegan hégóma og niðurlægjandi hjóm.“
Verkalýðsrekendur valda atvinnuleysi - Hraðgróðamenn brenna spariféð
„Þegar kreppir aÖ sjávarútveginum eins og nú gerir af völdum
óðaverðbólgunnar er það miklu geigvcenlegra en menn vilja gera
sér grein fyrir, því að það er miklu þægilegra að látast ekki vita
af óþcegindum en að glíma við þau. Karfafrystihúsin vœru fyrir
löngu hcett að taka á móti karfa, ef sjávarútvegsráðherra hefði
ekki haft góð orð um að leysa vanda þeirra." — Einar Sigurðsson,
útgerðarmaður: ÚR VERINU/Sjávarútvegurinn og bankarnir.
(„Morgunblaðið", sunnudagur 13. Ágúst 1972.)
Gert út á
spaxifjármið
Tæpir tíu mánuðir eru nú
liðnir síðan svokallaðir atvinnu-
rekendur skuldbundu sig til
þess að veita verkalýð sínum
allt að 900% meiri kauphækk-
un að fjórtán mánuðum liðn-
um frá undirritun kaup- og
kjarasamninga hinn 4. Desem-
ber 1971,. heldur en Seðla-
banki íslands, Hagstofa íslands,
Efnahagsstofnun íslands, og
fjöldi annarra velviljaðra og
vitiborinna aðstandenda, höfðu
sannað þeim, að þeir gætu
mögulega greitt. Nefndir aðilar
töldu ágreiningslaust, að af-
koma flestra atvinnugreina
benti til þess, að þeim ætti
yfirleitt ekki að verða um
megn að standast 6—8% út-
gjaldahækkun áhættulítið á ár-
inu 1972, þ. e. samtais vegna
kauphækkana, fyrirsjáanlegra
verðhækkana rekstursvara og er-
lends tilkostnaðar, einstaka sér-
lega vel rekin fyrirtæki í mesta
Iagi 10%. Sá fyrirvari fylgdi
þó með, að aflabrögð og við-
skiptaárferði yrðu ekki lakari
en undanfarið ár.
Ef „atvinnurekendur" hefðu
talíð ómaksins vert að athuga
eigin höfuðbækur, og skilið
hættumerki þeirra, ellegar feng-
ið færa menn til þess að þýða
boðskap þeirra fyrir sig, er ekki
ósennilegt að a. m. k. sumir
þeirra myndu hafa komizt að
svipaðri niðurstöðu.
En sökum þess að raunsýni
og þekking, einkum sérþekking,
hefir ávallt verið í lágmarksmet
um, nánast fyrirlitin, í strandlýð
veldi voru, skrifuðu framverðir
einstaklingsframtaksins undir þá
pappíra, sem verkalýðsrekendur
réttu þeim yfir samningaborð-
ið (sýnileg mánaðarlaun verka-
lýðsbraskaranna og þingþras-
anna Björns Jónssonar, sem á
sœti í ekki fœrri en 8 fasta-
nefndum Alþingis, Péturs Sig-
urðssonar, Eðvarðs Sigurðssonar
og Sverris Hermannssonar kr.
71.520,00 hver um sig, að með-
töldum skattfrjálsum bílastyrk,
fyrir „þingstörf' í September
1972; vinnutími 0 klst.). Merk-
isberum einkarekstursins þótti
því hyggilegra að treysta brjóst-
vitinu sínu, sem allir íslend-
ingar bera takmarkalausa virð-
ingu fyrir, og tékkaheftinu, sem
enginn íslendingur telur sig
geta án verið, og flestir álíta
veita sér seðlaútgáfuréttindi,
heldur en „svartsýni" og „úrtöl-
um" bankastjóra og hagfræð-
inga, er helzt hefir verið fund-
ið til foráttu, að hafa aldrei
staðið í fiskseiðaslorí eða sval-
að athafnaþrá sinni með æðis-
gengnu smáfiskadrápi.
Hinn 4. Desember 1971
reyndust forkólfar Vinnuveit-
endasambands íslands þess
vegna einkunnarorðum stéttar-
innar trúir sem jafnan fyrr:
„Þetta reddast allt saman
einhvern veginn."
Peningaglaðari og veiðireif-
ari en nokkru sinni fyrr, héldu
svokallaðir atvinnurekendur hið
bráðasta út á þau hin sömu
miðin, sem ávallt höfðu reynzt
þeim einkar gjöful, og þeir
þekktu bezt: styrkja- og upp-
bótamið í gæzlu ríkissjóðs, og
á sparifé alls ráðdeildarfólks, þ.
á m. barna, unglinga og gamal-
menna; ekkna, munaðarleys-
ingja og eftirlaunafólks; í
vörzlum banka og sparisjóða.
Aldrei fyrr hafði dugnaður Og
leikni „atvinnurekenda" við að
Strá um sig tékkum, samþykkja
víxla og gefa út skuldabréf —
og safna eignum svona í fram-
hjáhlaupi — notið sín fagur-
legar við fjárplógshentari skil-
yrði. Aldrei fyrr hÖfðu verka-
lýðseigendur getað gortað af at-
kvæðasælli draumakauptöxtum.
Aldrei fyrr hafði aðalmálgagn
Sjálfstæðisflokksins, „Morgun-
blaðið", komið auga á heilla-
drýgri bjargráðastörf.
Aðalmálgagn Sjálfstæðis-
flokksins hrósaði vitsmuna-
brunnum verkalýðshreyfingar-
innar fyrir dæmalausa þjóðholl-
ustu (!), sagði þá hafa borið
„djúpstæðan skilning á högum
þjóðarinnar" á borð með sér,
þeir hafi sýnt af sér „einstæða
umhyggju fyrir afkomu at-
vinnuveganna". Til þess síðan
að ekki færi á milli mála, hverj-
um þjóðin skuldaði efnahags-
lega framtíðarvelferð sína, tók
„Morgunblaðið" alveg sérstak-
lega fram, „að fylgismenn
stjórnarandstöðunnar beggja
megin við samningaborðið" hafi
átt „drýgstan þátt í, hversu
giftusamlega hefur tekizt til".
Og ekki efuðust hinir sigur-
glöðu Sjálfstæðismenn andar-
tak um, að þjóðin væri gædd
þeirri hæversklegu þakklætis-
kennd, sem vísir og vitrir leið-
sögumenn jafnan verðskulda, og
þá helzt, þegar þeim hefir lán-
azt að rata með sporgöngulið
sitt yfir hættulegar torfærur.
„Og þess vegna andar nú öll
þjóðin léttara", lauk aðalmál-
gagn Sjálfstæðisflokksins lof-
söng sínum um gæfusmiðina
við gerð kaup- og kjarasamn-
inganna hinn 4. Desember
1971.
Æ íylgir
munaði mærð
Ósanngjarnt væri, auk þess
alrangt, að halda því fram, að
Sjálfstæðismenn hafi ekki haft
rétt fyrir sér um hinn létta
andardrátt þjóðarinnar eftir
gerð glæfrasamninganna. Ekk-
ert getur glatt hjarta heimtu-
frekrat bruðlþjóðar meira en
vonin um endalaust hóglífi á
óskakauptöxtum og eyðsluvísi-
tölu. Trú sína hefír hún enda
staðfest í verki með eftirminni-
legum hætti. Aldrei fyrr, á öll-
um bílífisferli lýðveldiskynslóð-
arinnar, hafa íslendingar drukk-
ið meira, étið meira, drabbað
meira, bæði innanlands og ut-
an, brælt meira og svælt,
keypt fleiri og breiðari bíla; í
fáum orðum sagt: sökkt fleiri
milljónahundruðum í skaðleg-
an hégóma og niðurlægjandi
hjóm.
En hvaðan lýðræðisfólki hef-
ir áskotnazt sú vizka, að slík
vinstrimennska geti blessazt til
frambúðar, hefir mér lengi ver-
ið hulin ráðgáta. Ég hefi því
leyft mér að efast um, að end-
ing „velferðarinnar" yrði mikið
betri en efndir venjulegs þing-
þrasaloforðs.
Skylt og rétt er mér reyndar
að viðurkenna, að ég hefi ekki
verið alveg einn um efann. Síð-
ustu vikurnar, aðallega síðustu
dagana, hafa heyrzt raddir, sem
Iáta á sér skilja, að skuldadag-
arnir kunni e. t. v. að vera
skammt undan. Kröfur „at-
vinnurekenda" um tafarlausa
gengisfellingu í einu eða öðru
gervi, ásamt meðfylgjandi hót-
un um stöðvun atvinnuveg-
anna, ef Iögformleg stjórnarvöld
þrjóskast við, virðist einna
helzt hafa orðið til þess að
rumska við atkvæðunum, sem
finna á sér, að kauptaxtarnir úr
himnastiganum og eyðsluvísi-
talan sjálfvirka séu ekki, þegar
öllu er á botninn hvolft, heppi-
legustu varnarvopnin gegn at-
vinnuleysi og verðbólgu. Ég
hefi m. a. s. heyrt getið um
nokkur sjaldgæf og ólýðræðis-
leg atkvæði á strjálingi, er hafi
jafnvel drýgt þá hægri hug-
renningasynd að velta því fyrir
sér, hvort ekki geti annars ver-
ið, að eitthvert smáræði sé til
í þeirri kenningu hagvísinda-
manna, að skýjakauptaxtar og
kjósendaveiðivísitala séu frum-
orsakir verðbólgu, gengishruns
og atvinnuleysis.
Vitaskuld leiðir af lýðræðis-
ins eðli, að hugsandi atkvæði
hljóta alltaf að vera færri en
rúsínukeppir í sláturtíð, enda
ætti lýðræðið enga framtíð, ef
þau væru eitthvað fleiri. Ollum
stranglýðræðislegum atkvæðum
er sameiginlegt, eins og
löng og dýrkeypt reynsla sann-
ar, að til þess að geta skilið,
þurfa þau fyrst að finna —
finna til. Það má því telja full-
víst, að almennur skilningur á
fyrirædunum „atvinnurekenda"
með 'sa'msær'i"'þeirra ög’'Vérka-
Iýðsbraskara hinn 4. Desember
1971, vakni ekki að neinu
■ marki fyrr en atvrnnuleysi hef-
ir heilsað upp á verkalýðinn. En
til þess dugar ekkert smá-at-
vinnuleysi. Það sannaðist bezt
á árunum 1967—1968.
Reikninguiiitn
mikli
Sjálfstæðismaðurinn Einar
Sigurðsson, fyrrv. þingmaður
flokksins síns, einn athafnasam-
asti útgerðarmaður landsins og
helzti fjármálapenni „Morgun-
blaðsins", birtir reikning „frá
sjávarútveginum" í vikulegum
efnahagsmálapistli sínum, „Úr
verinu", hinn 17. þ. m. „til rík-
isstjórnar íslands", sem hljóðar
upp á „Samtals: 1.530 millj.
kr.". Þetta mun láta nærri að
vera sú upphatð, sem sjávarút-
veginn einan skortir til þess
að geta staðið við skuldbind-
ingar sínar um vinnulauna-
greiðslur og önnur útgjöld,
beinlínis og óbeinlínis sprott-
in af nýgerðum kaup- og kjara-
samningum. Ennþá hafa for-
ystumenn annarra atvinnu-
greina, t. d. iðnaðar og verzlun-
ar, ekki birt peningakröfur frá
sér opinberlega „til ríkisstjórn-
ar íslands" af sama tilefni og í
sama tilgangi. Ekki efa ég, að
svipuð kröfugerð muni vera í
undirbúningi líka þar. Einnig
tel ég nokkurn veginn sjálfgef-
ið, að kröfur iðnaðar og verzl-
unar muni ekki verða metnar.
hlutfallslega mikið lægra til
peningagildis. Miðað við fjölda
starfsfólks hverrar hinna
þriggja /neginatvinnugreina
efnahagslífsins, svo og vegna
annarra aðstæðna, ætti „at-
vinnurekendur" því að vanta.
lauslega áædað, allt að þremur
milljörðum króna — strax —
til þess að geta staðið við lof-
orð sín um launagreiðslur.
Hversu lengi slík surnma
hrykki til, er auðvitað viðskipta-
Ieyndarmál svokallaðra atvinnu-
rekenda.
En reikning sinn senda „at-
vinnurekendur" ráðaleysissam-
laginu, sem við verðum, nauð-
ug viljug, að sætta okkur við
að reki einkapeningabrall sitt
undir firmaheitinu „ríkisstjórn
íslands". Væntanlega eiga hrað-
gróðamenn við íslenzku þjóðina
í heild, og þá ekki hvað sízt
eigið starfsfólk; fólkið, sem
þeir fyrir tæpum tíu mánuðum
höfðu heitið skilvíslegri
greiðslu vinnulauna. Fljótt á lit-
ið virðist mér póstfangið
skakkt. í annan stað fæ ég ekki
skilið, að það geti verið alvara
fullorðinna og reyndra manna,
að þeir búist við að núverandi
„ríkisstjórn íslands", sem fyrir
rösku ári hét öllu vinnandi
fólki a. m. k. 20% hagsældar-
aukningu og bölvaði sér upp
á, að aldrei skyldi hún láta sér
gengislækkun til hugar koma
með einum eða öðrum hætti,
anzi margendurteknum hunda-
kúnstum og bófabrellum af
þessu tagi.
En — afsakið, ég sé að ég
hefi ekki lesið ívitnaða grein-
argerð með reikningi sjávarút-
vegsins í efnahagspistli aðal-
málgagns Sjálfstæðismanna af
skyldugri athygli. Við nánari
athugun sé ég, að enda þótt
reikningurinn sé stíiaður á „rík-
isstjórrí íslarids", þá ér það
bara formsatriði. Sjálfstæðis-
menn í sjávarútvegi eru ekki
fýlliléga sannfærðir um, að „rík-
isstjórn íslands" megni að
greiða vinnulaunin fyrir þá. En
þeir vita samt sem áður, hver
bæði vill og kann.
í pistlinum segir:
„Einn er sá maður á Islandi,
sem öðrum fremur getur af-
létt þessum ósóma af sjávar-
útveginum, og væri mdkill
mannsbragur að. Sá maður er
sjávarútvegsráðherra."
Áður hefir sami Sjálfstæðis
maður játað trú sína á „skiln
ing" og „sérþekkingu" sjávar
útvegsráðherram með „manns
braginn", og síðast lúnn 13. þ
m. lýst yfir, að hann reisi at
vinnurekstur sinn að miklu
leyti á „góðum orðum" hins
góða dáta.
Sjálfstæðismenn sviku skyn-
samlega og heiðarlega stefnu
sína í landhelgismálinu, eins
og flestum öðrum málum áður,
hinn 15. Febrúar þ. á., einmitt
á grundvelli „skilnings", „sér-
þekkingar", „mannsbrags" og
„góðra orða" þessa sama stjórn-
málarisa, og telja síðan, að
„einn er sá maður á íslandi",
sem getur vísað veginn í þeim
málum. Ég get því ómögulega
láð Einari Sigurðssyni þótt
hann gangist við þeirri skoðun
sinni, að ofurmennið muni
ekki um að bæta erfiðleikum
sjávarútvegsins á sig, og leysa.
En hver er maðurinn?
„Maðurinn" er sjálfur Lúðvík
Jósepsson, sami „maðurinn" og
„leysti" vandamál sjávarútvegs-
ins á árunum 1956—1958 og
„færði út" landhelgina.
ísland, þú þarft engu að
kvíða! J. Þ. Á.