Mánudagsblaðið - 25.09.1972, Page 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 25. sept 1972
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS
HILDUR ALFADROTTNING
Meðan þau ræddust við, kon-
ungur og drottning, komu til
þeirra þrjú börn yngri en þau,
sem áður er getið, og fögnuðu
þau einnig móður sinni. Hildur
drottning tók því og blíðlega; tók
hún yngsta barnið og setti í kné
sér og lét að því alúðlega; en
það brekaði og var óvært. Setti
drottning af sér barnið, dró hring
einn a fhendi sér og fékk því að
leika sér að .Barnið þagnaði þá
og lék sér um liríð að gullinu;
en missti það loksins á gólfið. var
sauðamaður þar nærstaddur; varð
hann fljótur til, náði hringnum,
er hann féll á gólfið, stakk hon-
tun á sig og geymdi vandlega, og
varð enginn þess var. Þegar Iangt
var liðið á nótt fram, fór Hildur
drottning að hreyfa sig til ferð-
ar; en aliir þeir, sem innan hallar
voru, beiddu hana að dvelja leng-
ur og voru mjög hryggir, er þeir
sáu ferðasnið á henni. Sauðamað-
ur hafði veitt því eftirtekt, að á
einum stað í höllinni sat kona
öldruð mjög og heldur illileg; hún
var sú eina af öllum, sem þar
voru inni, er hvorki fagnaði Hildi
drottningu, þegar hún kom, né
latti hana burtfarar. Þegar konung-
ur sá ferðasnið á Hildi og hún
vildi ekki kyrr vera, hvorki fyrir
bænastað hans né annarra, gekk
hann til þessarar konu og mælti:
„Tak nú aftur ummæli þín, móðir
mín, og virð til bænir mínar, að
drottning mín þurfi ekki lengur
að vera fjarvistum og mér verði
svo lítil og skammvinn unaðsbót
að henni se mverið hefur um hríð'.
Hin aldraða kona svaraði honum
heldur reiðilega: „Öll mín um-
mæli skulu standa, og enginn et
þess kostur, að ég taki þau aft-
ur". Konungur hljóðnaði við og
gekk harmþrunginn afmr til
drottningar, lagði hendur um háls
henni og minntist við hana og bað
hana enn með blíðum arðum að
fara hvergi. Drottning kvaðst ekki
annað mega fyrir ummælum móð-
ur hans og taldi það líkast, að
þau mundu ekki oftar sjást sök-
um óskapa þeirra, er á sér lægju,
og að manndráp þau, er af sér
hefðu staðið og svo mörg væru
orðin, mundu nú ekki geta leynzt
og mundi hún því hrepþa makleg
gjöld verka sinna, þótt hún hefði
nauðug orðið að vinna þau. Með-
an hún taldi harmatölur þessar, fór
sauðamaður að hafa sig til vegs
út úr höllinni, er hann sá, hvern-
ig á stóð, og svo beina leið yfir
völluna að jarðfallinu og þar upp
sem leið lá. Síðan stakk hann á
sig hulinshjálmssteininum, lét á
sig beizlið og beið svo þess, að
Hildur kæmi. Að lítilli stundu
þar, ein og döpur í bragði; sezt
liðinni kemur Hildur drottning
hún þar enn á bak honum og ríð-
ur heim. Þegar hún kemur þar,
Ieggur hún hauðamann í rúm hans
kyrfilega og tekur þar fram af
honum beizlið, gengur síðan til
rúms síns og Ieggst að sofa. Þó
sauðamaður væri allan þennan
tíma glaðvakandi, Iét hann sem
hann svæfi, svo að Hildur yrði
einskis vör annars. En er hún var
gengin til rekkju, hefur hann eng-
an andvara á sér framar; sofnar
hann þá fast og sefur fram á dag,
sem von var.
Morguninn eftir fer bóndi fyrst-
SÍÐARI
HLUTI
ur á fætur af öllum á bænum, því
að honum var annt um að‘ vitja
um sauðamann sinn, en bjóst við
þeim ófögnuði í staðinn fyrir
jólagleði að finna hann dauðan í
rffrm-Snu.^ifirS'g 'orð'ÍS* hafði áB1
undanförnu. Um leið og bóndi
klæðist, vaknar hitt heimilísfólk-
ið og klæðist; en bóndi gengur að
rúmi sauðamanns og hefur hönd-
ur á honum. Finnur hann þá, að
smalamaður er lífs; verður bóndi
af því ails hugar feginn og lofaði
guð hástöfum fyrir þessa líktt Síð-
an . vaknar sauðamaður heill og
hress og klæðist. Meðan á því
stendur, spyr bóndi hann, hvort
nokkur tíðindi hafi borið fyrir
hann um nóttina. Sauðamaður
kvað nei við; — „en mikið und-
arlegan draum dreymdi mig".
„Hvernig var draumur sá?" seg-
ir bóndi. Sauðamaður byrjar þar á
sögunni, sem fyrr er sögð, er Hild-
ur kom að rúmi hans og Ieggur
við hann beizlið ,og greinir síðan
hvert orð og atvik, er hann man
framast. Þegar hann hefur lokið
sögunni, setur alla hljóða nema
Hildi; hún segir: „Þú ert ósann-
indamaður að öllu því, sem nú
hefur þú sagt, nema þú getir sann-
að með skírum jarteikmun, að svo
hafi verið sem þú segir". Sauða-
maður varð ekki endurrjóða við
það og þrífur til hringsins, er
hann hafði náð um nóttina á
hallargólfinu í álfheimum, og seg-
ir. „Þó ég ætli mér óskylt að
sanna draumsögu með jarteiknum,
þá vill þó svo vel til, að ég hef
hér eigi óljósan vott þess, að ég
hefi með álfum verið í nótt, eða
er þetta ekki fingurgull yðar,
Hildur drottning?" Hildur mælti:
„Svo er víst, og hafðu allra manna
heppnasmr og sælastur leyst mig
úr ánauð þeirri, er tengdamóðir
mín hefur á mig lagt, og hef ég
orðið nauðug að vinna öll þau
ódæmi ,er hún á mig lagði". Hef-
ur þá Hildur drottning sögu sína
svolátandi:
„Ég var álfamey af ótignum
ættum; en sá sem nú er konung-
ur yfir álfheimum, varð ástfang-
inn í mér. Og þótt móður hans
væri það allnauðugt, gekk hann
að eiga mig. Varð tengdamóðir
mín þá svo æf, að hún hézt við
son sinn, að hann skyldi skamma
unaðsbót af mér hljóta, en þó
skyldum við sjást mega endrum
og sinnum. En á mig lagði hún
það, að ég skyldi vera ambátt I
mannheimum, og fylgdu þar með
þau ósköp, að ég skyldi verða
mannsbani hverja jólanótt á þann
hátt, áð ég skyldi leggja beizli
mitt við þá sofandi og ríða þeim
somví leið, er" eg reið sauðamanni
þessum í nótt, til að hitta kon-
unginn, og skyldi þessu svo fram
fara, þangað til óhæfa þessi sann-
aðist á mig og ég yrði drepin,
nema ég hitti áður svo vaskan
mann og hugaðan, að hann bæri
traust til að fylgja mér í álfheima
og gæti eftir á sannað, að hann
hefði þangað komið og séð þar
athæfi manna. Nú er það bert, að
allir hinir fyrri sauðamenn bónda,
síðan ég kom hér, hafa bana beð-
ið fyrir mínar sakir, og vænti ég,
að mér verði þó ekki gefi nsök
á því, sem mér varð ósjálfrátt,
bví enginn hefur fyrr til þess orð-
ið að kanna hina neðri leið og
forvitnast um híbýli álfa en þessi
fullhugi, sem nú hefur Iey9t mig
úr ánauð minni og álögum, og
skal ég að vísu launa honum það,
þó síðar verði. Nú skal hér og
eigi lengri dvöl eiga, og hafið þér
góða þökk, er mér hafið vel
reynzt; en mig fýsir nú til heim-
kynna minna". Að svo mæltu
hvarf Hildur drottning, og hefur
hún aldrei síðan sézt í mannheim-
rnn.
En það er frá sauðamanni að
segja, að hann kvongaðist og reisti
bú næsta vor eftir. Var það hvort
tveggja ,að bóndi gerði vel við
hann, er hann fór, enda setti hann
ekki saman af engu. Hann varð
liinn nýtasti bóndi í héraðinu, og
sóttu menn hann jafnan að ráð-
um og liðsemd; en ástsæld hans
og lán var svo mikið, að mönnum
þótti likindum meiri og sem tvö
höfuð væru á hverri skepnu, og
kvaðst hann allan sinn uppgang
eiga að þakka Hildi álfadirottn-
ingu.
EINNAR MÍNÚTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
rannsóknurí
ertu?
Beljan og bóndasnillingurinn
„Ég er sko alls enginn Iæknir, Tom Naby, en þú ert með
heilahristing. Jafnvel höfuðkúpubrotinn. Hvað sem að er, þá
er víst, að þú þarfnast hjúkrunar og hana færðu ekki nema í
Morrestown. Ég hefi verið að velta þessu fyrir mér. Aukalest
— sem ekki hefur fleiri en tvo-þrjá farþega — fer héðan eftir
tvo tíma. Það gefur mér nægan tíma og þú heldur það út það
lengi. Þú gerir aðeins það, sem ég segi þér og þú verður ekki
verri en þú ert þegar. Og síðan færðu beztu spttalaumönnun
— alveg frítt.
Og auk alls þessa færðu nokkur hundiruð dollara í skaða-
bætur, sem við skiptum á milli okkar."
Amor Sneed, bóndi, var stoltur með sjálfum sér, fyrir snilli
sina.
— O--
Auglýsið í
M ánudagsblaðinu
Prófessor Fordney hafði næstum kastazt úr sæti sínu, þegar
neyðarhemlar járnbrautarinnar snarstoppuðu hana á miklum
hraða. Hann var í talsverðu uppnámi, og leit skjótt aftur í hinn
skítuga vagn til að sjá, hvort hinn farþeginn — þeir voru að-
eins tveir — sem staðið hafði við enda vagnsins fyrir skömmu,
væri í lagi. Fordney sá hann liggjandi á baknu, auðsýnilega
meðvitundarlausan.
„Er hann mikið slasaður?" spurði lestarstjórinn nokkrum mín-
útum síðar.
„Það er erfitt að segja," svaraði Fordney. „Það verður að
koma honum á spítala eins fljótt .og auðið er. Hvað skeði eigin-
lega?"
„Rákumst á belju. Lélegt skyggni — var að byrja að dimma.
Þetta er;í þriðja skiptið á tveimur mánuðum. Við fáum aldeil-
is fyrir ferðina á skrifstofunni, þegar þessi maður heimtar
skaðabætur — ef liann þá lifir."
„Ljósaskipti — Ijósaskipd," endurtók Fordney prófessor. „Já,
einmitt það. Þú þarft ekki að óttast um skaðabótarkröfur þessa
manns," fullvissaði hann lestarstjórann. „Hann gerir engar kröf-
ur — ef hann hefur vit fyrir sér."
Hvers vegna sagði Fordney þetta? Sjá bls. 6.
C5Z31E
Der Sommer- Sonderteil,
DM 3.
«S 27~
Handarbesfen
68Schnitte
Gr.34-52
Kleider JÉ
Jacken
Hosen