Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 30
ÁRNISIGURÐSSON, skipsijöri frá Asi Fyrir sunnan Hafnai’fjörð er fallegt býli, sem heitir Ás. Bærinn stendur undir samnefndu fjalli. Þaðan að heiman sjást allar skipaferðir á Hafnarfjarðarleið, þó alllangt sé til sjávar. — Margir sjómenn þekkja Ásfjall. það vísar leið fyrir Valhúsgrunn og ber þá um Vesturkot. Fyrir og eftir síðustu aldamót bjuggu í Ási hjónin Sigurður Jónasson og Guðrún Árnadótt- ir, sem var seinni kona lians. — Árni var elzta barn þeirra, fæddur í Ási 16. febrúar 1900. Við Ás var hann kenndur alla ævi. Sigurður stund- aði sjómennsku á þilskipum jafnframt búskapn- um; Hann fórst með skútunni Geir frá Hafnar- firði á vetrarvertíðinni 1912. Árni Sigurðsson ólst að mestu leyti upp með móður sinni, dugnaðar- og gáfukonu, sem auðn- aðist að halda heimilinu saman, þó fátækt væri, því að börnin voru mörg og ung. Snemma mun Árni Sigurðsson hafa veitt móður sinni stuðn- ing með vinnu sinni, því hann var skylduræk- inn, duglegur og vel innrættur. Árni Sigurðsson gekk í Flensborgarskóla og lauk þar fullnaðarprófi vorið 1917. í þeim skóla kom það í ljós, að hann var gæddur frábærri reikningsgáfu, sem þó átti eftir að sannast enn betur í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, en þaðan lauk Árni vorið 1920 hinu almenna stýri- mannaprófi — meira prófinu —, með hæstu einkunn, sem tekin hefur verið við þann skóla frá því hann var stofnaður 1891, og til þessa dags. Hlaut í éinkunn 110 stig af 112, sem var samanlagður stigafjöldi allra námsgreina, ef tekin var hæsta einkunn í öllum fögum. Þar bættist ísl. sjómannastétt duglegur, ung- ur maður, með glæsilegum námsferli. Næstu ár- in var Árni á ýmsum skipum, sem sá, er þessar línur ritar veit ekki deili á nú orðið til hlýtar. Það var árið 1926, að Árni kom til mín. Eftir það vorum við saman á sjó nær 12 ár. Lengst af var Árni stýrimaður, skipstjóri í ígripum. Þó var þetta ekki óslitið, því hann var 2 ár skip- stjóri og 1 ár stýrimaður á öðrum togurum í millitíð. Frá þeim árum, sem við Árni Sigurðsson vor- um saman, er margs að minnast. Sum af þeim árum voru mikil erfiðleikaár fyrir útgerðina, og þau seinustu í harðri samkeppni við ný, stór og hraðskreið skip annarra þjóða. Ég þakka Árna í Ási fyrir sína góðu aðstoð og þann öruggleika, sem var svo einkennandi fyrir hann í ferðalög- um á sjó, ög sem honum var svo sýnt um, að aldrei bar út af, hvar og hvenær sem var, og hvernig sem hann var fyrirkallaður. Árni í Ási var ekki að sama skapi sterkbyggð- ur sem hann hafði gáfur til, var engin ham- hleypa til vinnu. Þó var hann góður verkmaður, netamaður alveg óskeikull. Það þurfti ekki að fylgjast með neinu af hans verkum, hann gerði alt rétt og vel, stórt og smátt. Árni í Ási var grandvar maður og umtalsgæt- inn. Sleggjudómar voru honum fjarri skapi, enda var hann fær um að mynda sjálfum sér skoðun á mönnum og málefnum, og það þýddi ekkert að halda að honum neinni fyrirfram ákveðinni hóp- skoðun. Árni hafði það þá til, að verða dálítið kíminn, þegar vinna átti umtalseíni eftir sett- um reglum. IJann kunni vel að meta það, sem vel var gert, og eins hitt, sem miður var, þótt hann ræddi fátt um, því hann var stillingar- maður. Enda þótt Árni Sigurðsson væri öll sín sjó- mennskuár á fiskiskipum, og skipaði sinn sess þar með sóma, þá er það alveg víst, að í öðrum stöðum hefði hann notið sín enn betur. Staðar- ákvarðanir hans held ég, að ekki hafi þurft um að deila. Stórbrotinn reikningur lá honum í handraða. Eftir þá löngu viðkynningu ,sem ég hafði af Árna Sigurðssyni, efaðist ég ekki um það, sem 19D V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.