Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 45
1857 gegn 47 milj. króna greiðslu nokkurra stórvelda í ríkissjóð Danmerkur. Enginn eyrir af öllu þessu hér talda sameignarfé hefur til íslands komið. Það á hlutdeild sína inni í sjóði Danmerkur. Sameignarlönd (condominia). Sem skaðabætur fyrir Noreg létu Svíar Friðrik VI. fá sænska Pommern og Riigen. Ibúatala þessara landa var að vísu þá aðeins yn af íbúatölu Noregs, en þau voru hlutfallslega miklu auðugri en Noregur og lágu auk þess nær Danmörku. Riigen og Pommern urðu ekki séreign Danmerkur, heldur sameign, sameignarlönd. Lengi höfðu Dana- konungar litið hertogadæmið Lauenburg girndarauga, líklega'mest vegna þess, hversu miklar og góðar þjóð- jarðir (Statsdomæner) voru þar. Rétt fyrir aldamótin 1800 höfðu danskir og enskir umboðsmenn verið að semja um sölu íslands til Englands fyrir 1.200.000 sterlingspund til útbúnings danska flotans plús hita- beltisey í milligjöf. En Danir vildu fá Lauenburg í milligjöf. Svona stóðu sakir, er Rússland, Svíþjóð og Danmörk mynduðu „Vopnaða hlutleysissambandið" 1800 og ófriðurinn hófst. En 1815 seldi Friðrik VI. Prússlandi sænska Pommern og Riigen fyrir hertoga- dæmið Lauenburg og 2.600.000 Thlr. milligjöf. Lauen- burg varð sameignarland. Árið 1864 létu Danir Lauen- burg af hendi við þýzku stórveldin til að kaupa Dan- mörku grið, þ. e. Dönum einum til gagns. Færeyjar voru eitt sinn sjálfstætt þjóðveldi, urðu svo hjálenda í Gulaþingslögum (sendu engan mann á Gulaþing) og því næst hjálenda Noregs með landslögum Magnúsar lagabætis. Öldum saman hafði Færeyjum ver- ið stjórnað undir íslandi og þar giltu sum ísl lög, t. d. Stóridómur, sællar minningar. Tunga og menning Fær- eyinga var því sem næst íslenzk. Að eyjarnar voru ekki látnar fylgja Noregi, mun ekki hafa stafað af því, að Svíum hafi virzt þær einskis virði, heldur vegna þess, að haldið hafi verið að þær tilheyrðu Is- landi. Eftir 1814 var eyjunum stjórnað undir Islandi sem fyrr, og eftir 1821 héldu færeysk, norsk og íslenzk lög gildi sínu þar alveg eins og áður, og það eru til skjöl fyrir því, að þær voru ekki álitnar vera hluti úr Danmörku. Hafi ísland ekki fengið meiri rétt yfir eyj- um þessum, urðu þær 1814—21 íslenzk-danskt sameign- arland. Sem sameignarland (condominium) eruFæreyjar livorki hluti Islands né Danmerkur, heldur landshluti, sem enn er óvíst um hvar lendir, og eins er til, að sameignarlandið fái sjálfstæði. Það, að Danmörk hefur stjórnað Færeyjum sem dönskum landshluta, skerðir í engu stöðu Færeyja sem sameignarlands, því slíkt er algengt. Þannig hefur t. d. Bretland eitt stjórnað sam- eignarlandi þess og Egyptalands, Súdan, um langan aldur, en nú krefjast Egyptar ekki aðeins hlutdeildar í stjórn þess, heldur beint, að það verði sameinað Egyptalandi. Árið 1850 neyddu Danir Færeyinga til að senda fulltrúa á ríkisþing sitt, og hefur það viðgengist síðan. Þótt eyjunum sé nú stjórnað sem dönsku amti, hafa þær samt aldrei verið innlimaðar í Danmörku, enda mundi slík innlimunaryfirlýsing ekki geta breytt hinni þjóðarréttarlegu stöðu Færeyja sem condominium. Krónnýlendur. Á Indlandi lutu konungi íslands og Danmerkur Tanquebar á austurströnd Dekans ,og Serampur (Frede- riksnagor) í Benegal. Þetta voru litlar borgir víggirt- ar, en að þeim lágu stór verzlunar- og áhrifasvæði. 1 Tanquebar voru 1911 ca 15 þús. íbúar, en í Serampur ca 50 þús. Um langt skeið græddi Indlandsfélagið í Khöfn of fjár á einokaðri verzlun við þessar nýlendur og við Kína. En árið 1845 seldi Danastjórn enska Ind- landsfélaginu nýlendur þessar fyrir 1 millj. rd. í Afríku átti konungur íslands og Danmerkur 3 ný- lendur á Gullströndinni; Augustenborg, Fredensborg og Christiansborg við Akkara, sem nú er höfuðborg brezku nýlendunnar The Colony of the Gold Coast, sem er mikið og stórauðugt land. 1 tíð Dana voru nýlendur þessar þrjár aðeins víggirtar smáborgir, en áhrif þeirra náðu yfir stór svæði, og hald þeirra hefði gefið tilefni til að krefjast stórra landsvæða í Afríku síðar. En 1850 seldi danska stjórnin Englandi þessar nýlendur. í Vesturheimseyjum áti krónan 3 eyjar, frjósamar mjög og með inndælu loftslagi. Ibúatalan var ca. 30 þús. Árið 1916 seldi Danmörk Bandaríkjunum þessar eyjar fyrir 100 milj. króna. Var haldið, að Bandaríkin myndu ná þeirri upphæð inn í sköttum og tollum á 3—4 árum. Sala einvaldskonungsins á sameignarlöndunum Riigen og Pommern 1815 og Indlandsnýlendunum 1845 var sennilega bindandi fyrir Island, en skipting and- virðisins hefur enn ekki farið fram. Sala og afhending Danmerkur á krónnýlendum og samveldislöndum eftir 1848 með undirskrift dansks grundvallarlagaráðherra hefur verið algerlega óheimil gagnvart Islandi, þótt hún muni að líkindum hafa ver- ið gild þjóðaréttarlega út á við, gagnvart kaupandan- um. í sambandslögunum játaðist ísland undir það, að þeir milliríkjasamningar, sem Danmörk hefði gert og ísland vörðuðu og hefðu verið birtir 1918, giltu fyrir Island. Þar með sýnist og gefið, að gagnvart þriðja ríki getur ísland engu riftað af því, sem Danmörk hefur heimildarlaust selt í birtum milliríkjasamningum. Þetta gildir út á við, en ekki gagnvart Danmörku. Dan- mörku getur ísland krafið til reikningsskapar á þess- um- heimildarlausu sölum og afhendingum síðan 1848, sem og þeim löglegu fyrir 1848. Og við skulum krefja þá skila í löndum. Það er íslandi ekki samboðið að verzla með lönd sín eða landsréttindi. En eins og ég drap á áður, eru sameignarlönd (con- dominia) og krónnýlendur aðeins nokkur hluti þeirra sameigna, sem þarf að gera upp og skipta. Síðan á 14. öld hafa konungarnir setið í Danmörku, og frá byrjun 15. aldar í Kaupmannahöfn. Það ber því að leggja sérstaka áherzlu á það, að síðan í byrjun 15. aldar hefur Kaupmannahöfn því verið sameiginlegur höfuðstaður allra landa konungs, en þó einkum hinna norrænu landa hans. Um aldirnar hefur stöðugur fjár- straumur gengið frá íslandi (og Grænlandi) til Kaup- mannahafnar. Sumt af þessu fé gekk beint til danskra atvinnuvega, sem konungur vildi styrkja, en sumt til konungs sjálfs. Það verður seint tölum talið, hvað Danmörk hefur hagnast á þessu. En miklu síður verð- ur þó nokkru sinni mælt hyldýpi þeirra hörmunga og eyðileggingar, er þessi taumlausa fjárpínd steypti yfir Island. — En svo mikið er víst, og því verður aldrei haggað, að eignir konungs og lconungssjóðs, og mann- virki og stofnanir, sem kostaðar voru úr Jconungssjóði, voru ekki eign Danmerkur einnar, heldur sameign. Allt það yrði hér of langt upp að telja. En sérstaklega er V I K I N □ U R 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.