Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 24
Það benda ýmsar líkur til þess, að hér sé laumu-
farþegi um borð, skipstjóri góður!
★
Einhvern tíma var það, að Bjarni Thorarensen amt-
maður sagði sögu, sem áheyrendum þótti í meira lagi
mergjuð, og spyr einhver þeirra hann að, hver hafi
sagt honum þessa. Þá segir Bjarni:
„Það var maðurinn, sem hefur kjaftinn í kring um
állt höfuðið“. En maðurinn var Oddur Hjaltalín, læknir.
★
Líklega hefur þetta gerzt, er þeir Oddur voru sam-
tíða í Kaupmannahöfn, og sýnir það, að Bjarna hefur
fundizt til um túlann á Oddi; mun þó ekki hafa kallað
allt ömmu sína. Eru hér s' nishorn af nokkurum mergj-
uðum svörum Odds, eða ófáguðum gamanyrðum.
Einu sinni var hann beðinn að vitja sjúklings, en var
þá einhvern veginn illa fyrir kallaður og sagði: „Þó
það stæði þriggja þumlunga nagli í auganu á drottn-
ingunni, þá færi ég ekki fet“.
★
Þessa vísu kvað Oddur einu sinni við síra Eyjólf
Gíslason, í bróðerni og vinsemd, því þeir voru góð-
kunningjar:
„Eyjólfur prestur, allra verstur,
enga skynsemd bar.
Biblíuhestur, hrossabrestur
heilagrar kristninnar.
★
Maður nokkur átti tal við Odd og klifaði lengi á hinu
sama, þangað til Oddi leiddist og mælti:
„Ég vildi að þú værir horfinn svo langt ofan fyrir
helvíti, að djöfullinn sæi þig ekki í bezta kíki“.
Til slíkra svara og þvílíkra hefur vin hans, Bjarna
Thorarensen, rekið minni, er hann kvað hinn fræga
snilldaróð eftir hann látinn, og þetta erindi þar á
meðal:
Amæli því enginn
Oddi Hjaltaiín
Orð þótt hermdi hann
Er hneyksluðu suma, o. s. frv.
★
En hann gat líka verið orðheppinn, án þess að vera
klúryrtur. Það sýnir þessi saga:
Fyrri kona hans var dönsk og hét Dorothea Borne-
mann. Faðir hennar var fyrirliði í her Dana. Hann
var andaður er Oddur bað stúlkunnar; var hann þá
við háskólann, að stunda nám sitt í læknisfræði. Var
bróðir hennar þá fyrir svörum með henni, mikilsháttar
maður, vandaður og guðrækinn. Honum gazt miður að
ráðahagnum fyrst í stað og fann það helzt til, að syst-
Á FRÍVÁ
ur sinni mundi leiðast vistin á íslandi, svo afskekkt
sem það væri.
„Haldið þér þá að guð sé síður þar en hér?“ mælti
Oddur.
Þetta svar líkaði Bornemann vel, og kvaðst eigi
mundu standa á móti ráðahagnum, er biðillinn væri
þannig innrættur.
★
Lseknir nokkur hafði þá venju að láta sjúklinga þá,
er til hans komu, afklæðast í herbergi, sem var á milli
biðstofunnar og iækningastofunnar. Dag einn kemur al-
klæddur maður í dyrnar á lækningastofunni, en lækn-
irinn rak hann umsvifalaust fram fyrir og skipaði
honum að afklæðast. Eftir litla stund kemur maður-
inn berstrípaður inn í lækningastofuna með blað í hend-
inni, hneigir sig og segir: „Ég er hérna með reikning
fyrir kirkjugjöld".
★
— Þú varst úti að skemmta þér með einhverjum
kvenmanni í gærkveldi. Það hefur líkast til kostað
skilding?
— Tvö hundruð krónur!
— Ekki meira!
— Nei, hún hafði ekki meira á sér.
★
— Ef þér akið svona ógætilega oftar, verðum við
neyddir til að taka af yður ökuskírteinið.
— Það skiptir engu máli, herra lögregluþjónn. —
Ég hef ekkert!
★
— Hvað er tvíkvæni?
— Það er, þegar einhver ratar tvívegis í sömu
ógæfuna.
★
— Hvers vegna ert þú að taka spegilinn úr bílnum?
-—• Mér þykir það vissara. Konan mín ætlar að aka.
★
Sparsemi.
Móðirin (við skólastjórann): Ég vona, að tvíburarnir
fái að sitja saman. Þeir hafa ekki nema eihn vasaklút.
★
— Sú stúlka, sem ég kýs mér til eiginorðs, verður
að hafa kýmnigáfu í ríkum mæli.
— Auðvitað. Annars tæki hún þér ekki.
★
Jónatan prófessor var boðinn í veizlu. Þegar skipað
var til sæta var honum skákað í virðingarsæti við hlið
húsmóðurinnar. A borðinu beint á móti þeim var stór,
steikt gæs. Nú vildi prófessorinn reyna að vera fynd-
inn, hóf upp raust sína og sagði brosandi:
— A ég nú að sitja hjá gæsinni, góðir hálsar? —
Þegar er hann hafði sleppt orðinu, datt honum í hug
að þetta gæti misskilizt og mælti:
— Ég á auðvitað við steiktu gæsina!
1B4
VIKINGUR