Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Blaðsíða 42
og hvað gag'na þær buxur, sem rassinn er farinn úr
frá streng og niður á mitt læri. Slíkt er að vísu ekki
beint á móti lögum, en samt sem áður mjög óskemmti-
leg sjón. Og vísast væri að maður yrði tekinn fastur
um leið og maður sýndi sig í slíkum búningi.
Elías var þannig neyddur til að vera þar sem hann
var kominn, til að brjóta ekki í bág við velsæmisreglur.
Svo mikið fannst honum hann gæti slakað á sið-
ferðiskröfunum að hann gæti með góðri samvizku
fengið lánuð gömul sportföt sem héngu þar á snaga.
Stígvél, sem eigandinn notaði víst við veiðar í ánni, voru
líka alveg mátuleg. Og þegar Elías var búinn að raka
sig, þvo sér og búa sig upp á — því kofinn hafði öll
þægindi — þá leit hann ekki lengur út eins og lassa-
róni, hann hefði vel getað verið eigandinn sjálfur. Það
var ekki svo auðvelt fyrir hann að stinga af með þessi
föt sem hann var kominn í — þá væri hann réttur og
sléttur þjófur — hann varð að setjast þarna að. En
á hverju átti hann að lifa? Hann sá vel að kjallarinn
var byrgur af öllum hlutum ■— en að stela? —• Nei!
Til allrar hamingju voru þarna veiðarfæri — bæði
stengur og færi — og Elíasi fannst það ekki fara í bág
við boðorðin að fá þetta lánað. Næsta dag var gott
veiðiveður og Elías hafði heppnina með sér. Hann veiddi
hvorki meira né minna en þrjátíu smáurriða í ánni,
sem var rétt fyrir neðan kofann.
Það var þegar hann kom aftur með veiðina að hann
eftir langa baráttu framdi dálítinn stuld — guð fyrir-
gefi honum — hann stal einum hnefa af salti. Það er
nefnilega alveg ómögulegt að sjóða fisk í ósöltuðu
vatni.
Hress og endurnærður eftir þessa máltíð fór hann að
líta nánar í kring um sig og grunur hans um kjallar-
ann rættist fyllilega. Það hlaut að vera grósseri, sem
átti þennan kofa. Þarna var allskonar dósamatur —
allt upp í rússneska lifrarkæfu. Og hvað drykkjarföng
snerti var svo mikið óhóf að Elías varð að kingja munn-
vatni sínu hvað eftir annað og biðjast dálítið fyrir til
þess að standast freistinguna. En hann stóðst eldraun-
ina og lét sér nægja að stara á flösku af Black &
White whisky, hann bókstaflega gleypti hana heila með
augnaráðinu, og drakk vatn með!
Eftir þetta heimspekilega fyllirí komst Elías í því-
líkt sólskinsskap að hann tók alla hlera frá gluggun-
um svo bjart yrði inni — eftir því sem bjart gat orð-
ið í þessari hellirigningu. Honum fannst það engin
hætta. Eigandinn hlaut að hafa verið hérna nýlega —
það lá hálft brauð uppi á borði í eldhúsinu — það var
hart en ekki farið að mygla, — varla hugsanlegt að
hann færi að koma í nýtt ferðalag — þegar veðrið var
líka svona. Nei, í bili var engin hætta hvað eigandann
snerti — og ef einhver flæktist á þessar slóðir í berja-
leit þá var ugglaust betra að hafa ekki hlerana fyrir
gluggunum, það gæti annars komið kynduglega fyrir
að sjá Elías vera að læðupokast þarna í kring. Úr því
örlögin á annað borð höfðu sett Elías niður í þennan
kofa var bezt að vera frjálslegur og láta sem maður
væri eigandinn. Hann ætlaði sér ekki að stela neinu —
nema þarna saitkorninu og brauðbitanum sem gleymd-
ist uppi á borði, hann yrði aldrei notaður hvort sem
var — og svo svolítilli smjörklípu sem var byrjuð að
þrána. Og hann ætlaði að hreinsa vel til þegar hann
færi, skúra gólfið, dírka lásinn aftur — sem sagt
breyta eins og sæmdi þeim heiðursmanni sem hann var.
2U2
Bara að fá að vera þarna. — Lifa á þeim fiski, sem
hann sjálfur veiddi og þeim berjum, sem hann sjálfur
tíndi. Þessi handleiðsla guðs skyldi ekki gera hann
að þjófi.
Nei, alls ekki!
En, vei, örlögin höfðu ákveðið annað. Þriðja dag-
inn birti til og um kvöldið var komið indælasta veður.
Elías sat í körfustól fyrir utan húsið, melti soðinn
urriða og naut útsýnisins yfir Oslófjörðinn. Þá var
hann allt í einu skelfingu lostinn. Hann sá karlmann
og kvenmann með bakpoka á bakinu koma gangandi
upp hólinn. Kvenmaðurinn hafði víst snúist um öklann
því hún var hölt og studdi sig við karlmanninn. Það
var allt of seint fyrir Elías að reyna að stinga af. Þau
höfðu séð hann — og til allrar hamingju voru þau
ókunnug og grunaði ekki að brögð væri í tafli.
■—■ Hæ, hrópaði karlmaðurinn, — ég verð víst að
biðja yður að hýsa okkur í nótt, konan mín hefur snúið
á sér öklann — við komumst ekki lengra í kveld —
þar að auki erum við víst orðin rammvilt!
Elías varð nauðugur viljugur að bjarga sér úr klíp-
unni með því að látast vera húseigandinn. Hann var við-
kunnanlegasti náungi hann Elías, og þó hann hefði
brotist inn í kofa, þá hafði hann ekki brjóst í sér
til að vera ógestrisinn. Hann hljóp á móti gestum sín-
um og hjálpaði konunni upp síðasta brattann. Hún
var slæm í fætinum — og maðurinn hennar var alveg
örmagna af að draga bæði hana og báða bakpokana
langa leið.
— Púh! andvarpaði maðurinn þegar hann var setztur
inni, ■— þetta var meira púlið. Guði sé lof að við höfum
þak yfir höfuðið í nótt. Segið mér, hvar erum við
eiginlega? Við ætluðum upp í Sunnudal yfir Grænu-
mýrina. —
Já, það er nú hinum megin, svaraði Elías, sem sjálf-
ur vissi ekki vel hvar hann var staddur — einnig hann
hafði farið villur vegar. Þér hafið víst farið til vinstri
í staðinn fyrir hægri!
— Fyrirgefið, þér eigið víst ekki sárabindi, það
verður eitthvað að gera við öklann á konunni minni,
annars kemur hún til með að eiga lengi í þessu.
Elías átti í smástríði við samvizku sína — svona
svolitlar landamæradeilur. En hann sá fram á að undir
slíkum kringumstæðum gæti hann ómögulega haldið
sér svo fast við boðorðin tíu. Ef uxi fellur í brunn
þinn á hvíldardegi, mátt þú draga hann upp — og það
getur ekki verið harðar tekið á „Þú skalt ekki stela“
en „Halda skaltu hvildardaginn heilagan". Eftir nokkr-
ar guðspekilegar vangaveltur tók Elías dírkarann og
fór inn í svefnherbergið þar sem lyfjakassinn var og
dírkaði hann upp.
Þegar Pétursson — hann hafði kynnt sig undir því
nafni — var að nudda öklann á frúnni — allra snotr-
ustu öklar — kveinkaði hún sér og varð allt í einu
náföl.
— Þér eigið víst ekki whisky? hrópaði eiginmaðurinn
skelkaður, það er að líða yfir konuna mína.
Nú var komið að úrslitaorustunni um samvizku
Elíasar. Hann fór niður i kjallarann til að heyja hana
í einrúmi. Það var snörp — en stutt orusta. Hann
mátti hvort eð var engan tíma missa — það var að
líða yfir konuna. — Það var ekki tími til neinnar stór-
orustu eins og þegar Jakob og Jehóva glímdu frámorgni
V í K I N G U R
J