Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 4
Endurminningar Þorsteins Þorsteinssonar, skipstjóra í Þórshamri Höfundur endurminninga, feirra, sem hér fara á eftir, Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson í Þórshamri, er svo þeklctur maður, aS lóng kynning ætti að vera óþörf. Þó þykir vel við eiga, að geta hér nokkurra helztu æviatriða hans. Þorsteinn er fæddur J+. októher 1869 á Mel í Hraun- hreppi í Mýrasýslu. Foreldrar tians voru Þorsteinn bóndi Helgason og kona hans Guðný Bjarnadóttir. Eignuðust þau 13 hörn, er sum urðu landskunn. Elzt þeirra var Bjarni prestur og tónskáld á Siglufirði, en Kolbeinn skipstjóri yngstur. Ellefu ára hóf Þorsteinn að stunda sjó með föður sinum. Var hann 'síðan sjómaður á opnum bátum í allmörg ár. Snemma bar á því, að hann var hagur vel. Jafnframt sjómennskunni gerðist hann brátt báta- smiður. Vann hann að þeim starfa í Engey, en þar voru smíðaðir fjölmargir opnir bátar, eins og kunnugt er. Þegar þilskipaútvegur hófst fyrir alvöru við Faxa- flóa, gerðist Þorsteinn sjómaður á skútum. Var hann i fyrstu á „Engeynni", skútu þeirra Engeyjarbænda. Árið 1891 lióf hann nám við stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi vorið 1893. Gerðist hann þegar stýri- maður, en varð skipstjóri eftir fyrstu vertiðina. Reynd- ist hann mikill sjómaður og frábxr aflamaður, mjög oft aflahæstur. Var sérstaklega rómuð skipstjórn hans á fiskiskipinu Georg, er hann átti i félagi við Tryggva Gunnarsson og Bjarna Jónsson snikkara. Gekk sú út- gerð með afburðum vel. Árið 1902 hóf Þorsteinn útgerð og verzlun. Reisti hann á svonefndri Bakkabúðarlóð tvö fiskgeymsluhús og stóra fiskverkunarreiti, ásamt tveimur ibúðarhúsum. Geta má þess, að árið 1903 smíðaði Þorsteinn ásamt Bjama mági sínum í Engey fyrsta mótorbátinn við Faxaflóa. Sá bátur reyndist vel og var lengi í förum. Þegar togaraöldin hófst hér að ráði árið 1907, var Þorsteinn strax til taks.. Stofnaði hann ásamt Hjalta Jónssyni og nokkrum mönnum öðrum Fiskiveiðafélagið Island. Árið 1911 gerðist hann togaraskipstjóri og var síðan með togara samfleytt til ársins 1925. Reyndist hann þá, sem fyrr, einn af mestu aflamönnum flotans. Síðustu veiðiför sína á togara fór Þorsteinn í lok vertíðar 1925. Var sú för einhver hin fengsxlasta, sem farin hafði verið til þess tlma á íslenzkum togara. Var fyrst farið austur á Hvalbak, síðan á Hombanka, og komið með skipið drekkhlaðið. Varð farmurinn úr því 800 skippund af fullverkuðum fiski. Þannig lauk hinn mikli aflamaður sjómennskuferli sínum. Þorsteinn hefur átt þátt í stofnun margra nytsamra félaga og fyrirtækja og setið í stjóm þeirra. Hann var einn af stofnendum Skipstjórafélagsins Öldunnar og formaður þess um skeið. Hlut átti hann að stofnun Þilskipafélagsins við Faxaflóa, Slippfélagsins, H.f. Kol og salt, Slysavarnafélags íslands o. fl. félaga. Var hann forseti Slysavarnafélagsins um nokkurt skeið. Þorsteinn kvæntist árið 19Q1 Guðrúnu Brynjólfsdóttur óðalsbónda og skipasmiðs í Engey Bjamasonar, hinni ágiótustu konu. Þorsteinn Þorsteinsson hefur verið hraustmenni hið mesta og heilsugóður fram um áttrætt. Nú er heilsan tekin að bila, enda aldurinn orðinn hár. Hefur og maðurinn ekki hlíft sér um dagana. Eru það einkum fæturnir, sem látið hafa undan. Undrar það engan, sem þekkti til þess, live miklar voru stöðumar á skútum áður fyrr, og ekki síður togurum, eftir að þeir komu fyrst. Þorsteinn hefur góðfúslega léð Víkingnum til birt- ingar endurminningar sínar frá skútu- og togaraöld. Ritaði hann þær fyrir 12 árum, en ekki hafa þær verið birtar fyrr en nú. Gils Guðmundsson. 44 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.