Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 6
að ég átti þess ekki kost að kaupa það, en á
hinn bóginn stóðst ég ekki þetta góða boð vinar
míns Bjarna, og sótti um auðfengna inntöku í
skólann. Fyrri veturinn leigðum við tveir saman,
Richard Hansson Beck frá Reyðarfirði og ég, í
einlyftu, lágu húsi við Tjarnargötuna, sem enn
stendur þar. Þá átti það Jón Þórðarson kaup-
maður. Ég svaf í járnbedda við rúmföt að
heiman, lifði við skrínukost, hitaði mér sjálfur
kaffi á prímus. Ég fór með 10 krónur í vasanum
að heiman, til þess að kaupa fyrir ýmislegt, sem
ég gat ekki án verið. Richard Beck, sem var
frá Sómastöðum í Reyðarfirði, ríkisheimili,
hafði alltaf nóga peninga og borðaði á matsölu-
húsi eins og fínn maður. Hann var reglusamur
og indæll piltur í alla staði, vorkenndi mér aura-
leysið og margbauð að lána mér peninga, en ég
var ekki alveg á þeim buxunum að fara að safna
skuldum, meðan ég vissi ekki meira um framtíð
mína en orðið var, því þó maður drægi fisk úr
sjó og fengi töluvert innlegg, sást aldrei pen-
ingur. Það var bókstaflega ekki hægt að særa út
nokkurn pening. Faðir minn var að reyna að
herja 2—5 krónur út í skútureikning minn,
til þess að borga upp í opinber gjöld. Öll greiðsla
var vörur út í reikning. Rétt eftir nýárið þenna
vetur, sem við Beck leigðum saman, fékk hann
peningabréf að heiman, með segi og skrifa
300 krónum, var kátur og sýndi mér seðlabunk-
ann og sagði: „Þú gerir það nú fyrir mig að
þiggja hjá mér svo sem 20 krónur að láni og
borga þær einhverntíma við hentugleika", og
réttir mér 20 krónur. Ég stóðst ekki mátið
lengur og tók 10 krónur að láni hjá þessum vini
mínum og borgaði honum lánið með fyrstu
Hiistið 1891 tók Stýrirnannaskólinn
til starfa undir stjórn Markúsar Fr.
Bjarnasonar. Þorsteinn Þorsteinsson
var meðal fyrstu nemendanna. Fyrstu
nemendur skólans útskrifuðust þaðan
árið 1893. Voru þeir fjórir, og urðu
allir skipstjórar. Birtist hér mynd af
hinum fyrstu skipstjórum, er liér á
landi luku prófi frá löggiltum stýri-
mannaskóla. — Talið frá vinstri:
Kristinn Magnússon, Þorsteinn Þor-
steinsson, Pétur Ingjadsson og Þor-
váldur Jónsson.
peningunum, sem ég fékk. Okkar kunningsskap
var því miður lokið, því hann fór næsta vetur
til Danmerkur til að ljúka sínu námi þar, en ég*
hélt áfram hér. Það síðasta, sem ég frétti af
honum var það, að hann varð eftir prófið skip-
stjóri á skútu á Austfjörðum, er fórst með
allri áhöfn.
*
Vorið 1892 sótti faðir minn um bæjarleyfi til
hlutaðeigandi yfirvalda í Reykjavík, og var um-
svifalaust synjað um leyfið, með þeim forsend-
um, að hann gæti ekki sýnt tiltekna fjárupphæð
sem skuldlausa eign. öll voru börnin komin
upp, yngsta barnið, Kolbeinn, alveg kominn að
fermingu. Þetta þótti mörgum skringileg ráð-
stöfun bæjarstjórnarinnar og ólík því sem nú
gerist, þar sem hver sem vill veður inn í bæinn
til dvalar. Um þessar mundir var ég að ljúka
prófi í stýrimannafræði hér við skólann, svo ég
gat þess vegna snúið á bæjarstjórnina, bað um
bæjarleyfi fyrir mig, og auðvitað sömu fjöl-
skylduna, sem ekki var þá h'ægt að neita mér
um. Það gleður mig, að bærinn hefur ekki tapað
fé á þessari fjölskyldu.
Eins og áður er sagt, byrjaði ég skipstjórn
mína á Sleipni 1893. Ég var líka skipstjóri á
sama skipi árið 1894. Eigendur voru bænd-
urnir Guðni á Vatnsnesi og Pétur í Bergvík í
Leirunni. Eftir úthaldið um haustið var Sleipn-
ir, ásamt fleiri skútum af þeirri stærð, settur
upp í fjöruna hér í Reykjavík, til þess að standa
þar til næstu vertíðar og til aðgerðar og eftir-
lits. Þennan vetur gerði einu sinni svo mikinn
útsynning og stórbrim, að vörugeymsluhús
Helga Helgasonar, sem stóð þar, sem nú er
46
VÍ K I N □ U R