Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 7
Eimskipafélagshúsið, eyðilagðist að miklu leyti. Mjölsekkir og fleiri vörur, er þar voru geymdar, komust langt suður í Pósthússtræti. 1 þessu stórflóði tók Sleipni út og rak upp í Battaríið, fyrir austan lækinn, og brotnaði mikið. Var hann síðan seldur á uppboði. Það var því úti um atvinnu mína á þessu skipi. Ég var hnugginn út af þessu og braut heilann um hvað gera skyldi. Ég var ekki í vafa um að ég gæti valið um hvaða skiprúm sem ég vildi sem háseti, en bæði var það, að mér þótti leitt að fara aftur niður í hásetastöðuna og annað hitt, að mig langaði ekki enn á ný að fara að keppa í fiskidrætti kannske við ofurefli mitt, svo ég tók það ráð að setja í mig kjark og fara til Geirs Zoega, sem flestar átti skúturnar, og er af öllum talinn frumkvöðull þilskipaútgerðar hér sunnanlands. Ég spurði hann blátt áfram hvort hann hefði brúk fyrir mann eins og mig fyrir stýrimann eða skipstjóra á eitthvert af skipum sínum. Hann vissi hvernig komið væri með Sleipni, sem ég hefði annars orðið skipstjóri á. Svolítil ljós- glæta virtist skína, ekki fékk ég afsvar. „Komdu aftur á morgun og talaðu við mig“, var svarið. Ég lét ekki segja mér það tvisvar að koma næsta dag. — „Þú getur fengið Harald litla, það hafa margir góðir menn verið með hann, eins og þú veizt. Þú mátt sjálfur ráða skipshöfn". I þessu síðasta, að ég mætti sjálfur ráða alla mennina um borð, sem eigandi skips eða útgerðarstjóri vanalega vilja ráða, var mér þá þegar sýnt svo mikið traust, að ég fékk hreinustu ást á gamla manninum, bæði fyrir það og að skaffa mér þó ekki væri nema litla Harald til skipstjórnar. Það var meira en ég gat búizt við. Þar sem ekki var langt til vertíðar, mátti vel vera, að allir yfirmenn væru ráðnir, en sem betur fór varð Zoega ekki fyrir neinum vonbrigðum. Að hans sögn hafði Haraldur litli aldrei náð 200 skip- pundum fisTíjar yfir úthaldið, en þetta úthald fékk ég 304 sk. Næsta ár keypti G. Zoega stóran kútter í Englandi „City of Edinburgh", sem hann skírði „Fríðu“ og lét undir mig til skip- stjórnar. Hann sigldi sjálfur í febrúar, með skipshöfn með sér, aðeins 5 menn. Sigldum við skipinu fullu af kolum frá Hull á átta dögum. Skipið var losað og innréttað hér á höfninni á öðrum átta dögum, og eftir 14 daga vorum við komnir inn með fullfermi af þorski úr Eyrar- bakkabugt. Zoega þótti þessi gangur svo góður, að hann fann ástæðu til að leiða málsmetandi menn, sem um götuna fóru, að staflanum og Þorsteinn Þorsteinsson, kona hans og börn. V í K I N G U R 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.