Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Blaðsíða 9
HallfreSur Gu'Smundsson:
Við áramót
Það er ekki vegna þess, að ég telji mig hæfan
fulltrúa sjómannastéttarinnar eða hafi nokkurn
rétt öðrum fremur til að stýra málum hennar,
að ég læt þessar fáu línur frá mér fara.
Undirstaða þeirra hugsana, er hér koma fram,
er einungis sú, að mér finnst of lítið um hags-
muna- og hugsjónamál sjómanna rætt, og þá
fyrst og fremst af þeim sjálfum.
Ég tel mig mörgum öðrum fremur þekkja
hugsanir þeirra og dómgreind á hinum ýmsu
málum þjóðfélagsins, þótt það komi óvíðar fram
en vera ætti.
Ég held að flestum og þá ekki sízt fulltíða
mönnum, þyki töluvert til koma um áramót.
Margur mun þá líta til baka, hugsa til liðna
tímans, og þá ekki síður hvað fram undan muni
vera, hvers vænta megi til velferðar og hag-
sældar okkar litlu og fátæku þjóð, en það full-
yrði ég að sé efsta hugsun langflestra íslenzkra
sjómanna. Það verður engan veginn véfengt,
að merkasta mál þessarar stéttar, sem og allra
landsmanna, er landhelgismálið. Það verður
ekki skýrt í stuttri blaðagrein, hver verða öll
þau víðtæku áhrif, er sú ráðstöfun mun færa
í skaut öldum og ekki síður óbornum.
Þau þáttaskipti, sem verða munu út á við og
inn á við í íslenzku þjóðlífi við þessar áorðnu
breytingar, eru óútreiknanleg okkur núlifandi
mönnum.
1 þessu tilfelli, sem og öðrum, er sjálfsagt
bezt að segja sem minnst, ekki sízt á meðan það
er á viðkvæmasta stigi, en það verður þó að
segja hér, að það var ekki ætíð sársaukalaust
fyrr á árum sumum mönnum, er við sjóinn
unnu, að beita þeirri harðýðgi er gert var til
að ná sem beztum afla og f járhagslegri afkomu,
og enginn sannur fslendingur mun harma þann
þátt liðna tímans, og ekki óska afkomendum
sínum að lifa hann upp. Því skal fagnað, að
þjóðin hefur vaknað, og á þessu sviði er hún
hætt að „éta sjálfa sig“.
Það er mikið ritað og rætt um hernám og alla
þá ógæfu, sem af þeirri ráðstöfun stafi.
Sannarlega skal hér ekki dregið úr þeirri
hættu, sem þjóðin er í með að týna sjálfri sér,
en svo sannarlega er það sem önnur þjóðarvel-
ferð undir hverjum einstaklingi komið. Með
öfgafullum gífuryrðum og í oddhvössum slag-
orðum verður ekkert þjóðaröryggi fengið, miklu
fremur skal einstaklingurinn hvattur til að
hugsa um sjálfan sig, heldur en fela umsjá
sína öðrum, sem alloftast reynist miður en
skyldi. Velflestir íslenzkir sjómenn eru bundnir
á pólitískan klafa hinna ýmsu stjórnmálaflokka
í landinu, þar sem forustusauðurinn hringir
bjöllunni og segir hvert halda skuli.
Þetta ætti ekki svo að vera. f okkar framtaks-
og stéttarmálum ættum við að vera allir sem
einn, án tillits til alls annars.
Táknrænt dæmi skeði á síðasta ári, sem oft
mun verða vitnað í í framtíðinni, sem sýnir
betur en allt annað, hversu máttur samtakanna
er mikill. Á ég þar við forsetakjörið. Það er í
fyrsta skipti, að minnsta kosti um mörg ár, sem
þjóðin sýndi að hún hlýddi ekki kalli neins
forustusauðs, hún mat meir sinn eigin vilja en
fyrirskipanir pólitískra angurgapa, sem halda
sig ávallt eiga að ráða athöfnum fjöldans.
Það væri vel, ef alþýða manna sýndi það í
fleiri tilfellum en þessu, að hún léti ekki segja
sér að gera annað en hennar innri og betri
maður segði. Ég hefi oft hugsað til þess, hve
íslenzka sjómannastéttinn gæti miklu áorkað
í sínum hugsjónamálum, ef hún léti aldrei
blekkjast af öðrum óskyldum atriðum.
Það er talað um öfgafullar kröfur hinnar
upprennandi kynslóðar, og allt muni um koll
keyra, ef nokkuð væri eftir því farið.
Hefur þetta ekki alltaf verið svo, og á þetta
ekki einmitt svo að vera hjá þjóð, sem er á
frajnfara- og þroskaskeiði ? Við megum sannar-
lega minnast þess, sem eldri erum, hvað sagt
var um draumsýnir okkar á yngri árum. Allt
var þetta talið skýjaborgir, sem aðeins yrðu til
í huga öfgafullra unglinga, en hver varð raun-
in? Hún varð sú, sem betur fer, að hin tækni-.
lega þróun þjóðarinnar varð miklu meiri en
nokkurn óraði fyrir, nema draumsýnustu skáld
VÍKIN G U R
49