Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 11
Þjó5, sem Iei5 undir lok
Sumardag einn fyrir um hundrað árum, sá
hópur guilgrafara, sem var á leið yfir torfær-
asta hluta Kaliforníu, Yanafólkið í fyrsta sinn.
Fyrir 46 árum fannst síðasti lifandi maður
þessa þjóðflokks; það var reynt að ala hann
upp við siðmenningu hvítra manna, en það varð
honum að bana. Þar með var þjóðinni útrýmt,
„siðmenning“ hvítu mannanna hafði enn á ný
unnið eitt „afrekið“ í viðskiptum við frum-
stæðar þjóðir.
Og það er engin ný bóla, að sigurvegarar,
sem leggja undir sig nýtt land útrými íbúunum,
sem fyrir eru: Þegar Gyðingar lögðu undir sig
Palestínu, drápu þeir landslýðinn, sem þar var
fyrir. Þegar Spánverjar komu til Ameríku, út-
rýmdu þeir Inkunum í Perú og Aztekunum í
Mexíkó, og stöðugt hefur rauðskinnum í Norður-
Ameríku, Papíum í Ástralíu og Kanökum á
Suðurhafseyjum fækkað meir og meir. Þegar
gullgrafararnir sáu Yanafólkið í fyrsta sinn,
nefndan sumardag árið 1851, hófst ófriðurinn
svo að segja strax. Það fór hér eins og annars
staðar, þar sem hvítir menn og rauðir voru
nágrannar. Fyrst reyndu þeir að lifa saman í
friði, svo urðu eins og af tilviljun einhverjar
skærur þeirra í milli og þar með hófst ófriður,
sem lauk með því, að rauðskinnunum var út-
rýmt.
Yanafólkið, sem bjó í norðvesturhluta Kali-
forníu, þegar gullgrafararnir hittu það, var
þá einungis fáliðað. Þjóðin lifði á sama stein-
aldarmenningarstigi og aðrir Indíánar um það
leyti, er Kólumbus kom til Ameríku. Þeir kunnu
ekkert til jarðyrkju, en veiddu fugla og hirti og
fiskuðu laxinn í ánum, bæði með löngum spjót-
um og í laxagirðingar. Þeir notuðu uxa til
áburðar og kunnu að gera vopn og áhöld úr
hornum þeirra og beinum. tJr húðunum gerðu
þeir klæði, en fæturnir voru ætíð berir. Enginn
Yani hefur nokkru sinni notað skó, og þess
vegna var iljahúðin þykk og hörð eins og sútað
leður. Ævaforn aðferð við hjartarveiðar var sú,
að þeir sveipuðu um sig hjartarskinni, settu
úttroðinn hjartarhaus með hornum á höfuð
sér, gengu á fjórum fótum og ráku upp baul
eins og hjörtur. Þegar þeir hittu gullgrafarana
í fyrsta sinn, sýndu þeir engan ótta. Þeir skipt-
ust á mat við hvítu mennina, og fannst kostur
þeirra gómsætur, og það varð þeim að óláni,
því eins og önnur náttúrunnar börn höfðu þeir
óljósar hugmyndir um eignarrétt. Og eins og
annað frumstætt fólk lifðu þeir í óhófi, þegar
vel veiddist, en sveltu svo ef til vill vikum
saman, þegar veiðin brást.
Nú Jcomu æ fleiri gullleitarmenn til Kali-
forníu, síðan komu landnemar, forðabúr voru
sett niður, og Yanamennirnir, sem fundu þessi
forðabúr, létu greipar sópa. Þeim smakkaðist
maturinn vel og það var þeim nóg. En gullgraf-
ararnir og landnemarnir voru ekki alveg á
sama máli. I fyrstu ákærðu þeir flakkandi
Indíánaþjóðflokka og skutu nokkra menn, þeir
svöruðu í sömu mynt; síðan var Yanamönnum
kennt um öll þessi manndráp, og hvítu menn-
irnir ákváðu að gera upp við þá sakirnar.
Ágústmorgun einn árið 1865 komu nokkrir
tugir vel vopnaðra gullgrafara ríðandi inn í
dalinn, þar sem Yanafólkið bjó. Morguninn
var lygn og fagur, sólin var nýkomin upp, og
einungis nokkrar Yanakonur sátu úti fyrir
tjöldunum og skófu húðir. Svo kvað við skot.
Karlmennirnir komu út, þeir voru skotnir niður,
aðrir komu í þeirra stað, spjót og örvar flugu
gegnum loftið, riffil- og skammbyssuskot gullu,
bláleitur púðurreykur lá í loftinu, og í síðasta
sinn í sögu Ameríku sáust steinaxir og spjót
með tinnuoddi í bardaga gegn skotvopnum.
Eftir hálftíma var öllu lokið. Allir Yanarnir
voru drepnir, að undanskildum fáeinum, sem
tekizt hafði að flýja út um hitt dalsmynnið.
Gullgrafararnir vissu ekkert um það. Þeir voru
sannfærðir um, að þeir hefðu útrýmt öllu Yana-
fólkinu, og einungis fréttir frá flakkandi Indí-
ánum fræddu þá um, að enn lifðu nokkrir
einstakiingar af þessum dauðadæmda þjóðflokki.
Enda þótt Yanarnir hefðu nokkur einkenni
sameiginleg rauðskinnum Kaliforníu, voru þeir
ekki af sama kynstofni. Sennilegt er, að þeir
V I K I N □ U R
51