Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 12
hafi verið síðustu leifar þjóðflokks, sem upp-
runalega byggði Kaliforníu og vesturhluta
Ameríku, en hafi verið hrakinn æ lengra og
lengra norðvestur á bóginn og fækkað niður í
fáein hundruð. Þeir hafa því eitt sinn verið
drottnarar iandsins og átt það allt. Nú voru
hinir síðustu flúnir inn í Tehama-Conyon,
hrjóstrugt fjallaskarð, þar sem kjarr og hrunið
stórgrýti úr hlíðunum þakti dalbotninn. Sá, sem
legði leið sína fram á hábrún þessa fjallaskarðs
og horfði niður í hyldýpið, myndi telja útilokað,
að' manneskjur gætu lifað þarna niðri. Engan
inngang var að sjá frá skarðsbrúninni og þaðan
varð engin lífvera greind. Yanarnir reistu tjöld,
eða byggðu kofa inni í þéttasta kjarrinu, og
þaðan niður að ánni, sem rann eftir skarðinu,
ruddu þeir sér eins konar göng í kjarrið til að
fara um, er þeir sóttu vatn eða veiddu lax í
ánni. Þar var dálítið um hirti og birni, og
stundum nokkur laxveiði í ánni, en líklega hafa
Yanarnir oft liðið mikið hungur, og það hefur
komið þeim til að laumast út úr þessum felu-
stað og ræna forðabúr þeirra hvítu. Kúrekarnir,
sem matvælin áttu, vissu hverjir þjófarnir
voru, þeir sátu um þá og árið 1866 náðu þeir í
dreng, sem þeir álitu 10—11 ára, og kölluðu
Iski, af því það var eina orðið, sem þeir gátu
greint af tali hans. Þeir héldu honum hjá sér í
nokkra daga, en morgun einn var hann á burt.
Síðan sáust Yanar afar sjaldan. Þegar þeir
voguðu sér út úr skarðinu, gættu þeir þess ætíð,
áður en þeir fóru inn aftur, að hlaupa góðan
spöl á klettum eða vaða lengi eftir læk, svo þeir
létu ekki eftir sig nein spor, sem gætu vísað
leiðina inn í gjána. Fyrir kom, að hvítir menn
komu óvörum að einstaka Yanamönnum, en
þeir stukku klöpp af klöpp, sveifluðu sér milli
trjátoppanna og hurfu niður í hyldýpi skarðs-
ins. Það var undarlegt að hugsa til, að þarna
niðri í jarðsprungunni skyldi lifa steinaldar-
fólk, síðustu leifar þjóðflokks, sem eitt sinn
drottnaði yfir öllu landinu. Hversu margir voru
þeir nú? Enginn vissi það.
I nóvember árið 1908 voru nokkrir amerískir
verkfræðingar á ferð í leit að vatnsfalli til
rafvirkjunar, og í nágrenni Tehamadalsins
fundu þeir fótspor, sem þeir töldu vera eftir
björn. Einn þeirra áleit þó, að þau væru eftir
Indíána, en hinir hlógu að honum. Það voru
engir Indíánar á þessum slóðum. Þegar spjót
kom allt í einu fljúgandi niður mitt á meðal
þeirra, skiptu þeir þó um skoðun. Daginn eftir
fundu þeir leið inn í skarðið, og þar sáu þeir
kofa úr greinum og berki. Inni í honum lá
fjörgömul kona veik. Þeir gáfu henni vatn,
reyndu að tala við hana, en skildu hana ekki.
Þeir fóru og komu aftur daginn eftir, en þá var
kofinn tómur. Síðustu Yanarnir höfðu tekið
hana með sér og flúið lengra inn í skarðið,
þegar þeir urðu varir hvítra manna. Líldega
hafa þeir svo látið lífið af hungri og kulda, því
veturinn varð mjög harður.
Aftur liðu þrjú ár, svo enginn hafði neinar
spurnir af Yanamönnum. Svo einn vetrarmorg-
un heyrðu nokkrir menn, sem lágu í tjöldum
við Hjartará, nokkra kílómetra frá Tehama,
hundana gelta sem óðir væru og þeir sáu mann,
næstum nakinn, sitja á steini með spjót í hend-
inni. Hann var ákaflega máttfarinn og gat
ekkert sagt. Þeir lögðu hann við eldinn, hlúðu
að honum með teppum og neru hann, þar til
honum hlýnaði. Daginn eftir var hann fluttur
til næsta þorps. Þetta var Iski, drengurinn, sem
tekinn hafði verið til fanga fyrir 46 árum.
Hann var nú 57 ára, hann var gamall maður,
og hann var hinn síðasti af sinni þjóð. Hann
gat aðeins sagt, að nú væri allt fólk hans dáið,
enginn var eftir, hungur og kuldi hafði gert
út af við þá síðustu. Þegar hann var farinn að
hressast, létu þeir hann fylgja sér inn í skarðið
og söfnuðu saman síðustu vopnum, tækjum og
teppum, sem Yanarnir höfðu látið eftir sig. Það
var allt látið á safn. Sjálfur var Iski fenginn
í hendur Watermann prófessor við Kaliforníu-
háskóla. Watermann vildi kynna sér mál hans.
Iski var afar auðsveipur og blíður, hann gerði
allt, sem hann var beðinn. Það leið nokkuð áður
en hann vandist mataræðinu, en svo borðaði
hann með góðri lyst. Hann var klæddur í
amerísk föt, en skó vildi hann ekki nota. Hann
gat blátt áfram ekki hreyft sig með skó á fót-
unum. Allt, sem hann sá, olli honum undrun,
einkum þó, að svona margt fólk skyldi vera til.
Hann hafði haldið, að heimurinn væri ekki öllu
stærri en það, sem hann hafði séð af honum
um dagana. Málið, sem hann talaði, var gjör-
ólíkt öllum indíánamállýskum, sem kunnar eru,
og á þeim fimm árum, sem Iski lifði, tókst
Watermann prófessor að skrifa orðabók yfir
það. Ritmál hafa Yanarnir ekkert haft, eða þá
að Iski hefur ekki þekkt það.
Þegar Iski var 62 ára, dó hann. Hann dó úr
þeim sjúkdómi, sem gerir út af við svo margar
frumstæðar þjóðir, sem komast í kynni við hvíta
menn: berklaveiki. Síðasta orð hans var „saltu“.
Það þýddi á hans máli: hvers vegna? Það var
hinzta kveðja hans og þjóðar hans til mis-
kunnarlauss heims, og hinzta spurning.
52
V I K I N □ U R