Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Page 13
Atomkafbáturinn „Nautilus“ Eitt hræðilegasta vopn nútímahernaðar mun brátt líta dagsins ljós, en það er atomkafbátur, sem verið er að byggja í Bandaríkjunum. Kaf- bátur þessi mun geta siglt neðansjávar mánuðum saman án þess að taka eldsneyti eða vistir. Hann getur siglt heimsálfa á milli, bæði á norð- urhveli jarðar, undir heimskautsísnum og í heitum höfum án þess að nokkur verði þess var. Talið er einnig, að hann geti kafað dýpra en þekkst hefur áður. Nautilus mun geta skotið úr kafi tundurskeytum, sem þannig eru útbúin, að þau leita uppi skrúfuhljóð frá skipum. Einnig á hánn að vera fær um að skjóta atomskeytum á staði langt inni í landi, og hverfa síðan hljóð- laust í bylgjurnar eða undir ísinn, en skjóta svo upp eins og vofa einhvers staðar langt í burtu og hefja nýja atomárás. 1 síðasta stríði voru amerískir kafbátar auð- velt skotmál, og þurftu að fara mjög varlega, vegna þess hversu þeir gátu verið stuttan tíma úti. Rafgeymarnir voru litlir, og bátarnir urðu að liggja lengi á hafsbotninum, svo að óvinirnir yrðu þeirra ekki varir, og notuðu þeir nætur- myrkrið til þess að taka loft. Áhöfnin á Nautilus er laus við þessa ann- marka. Kafbáturinn hefir nægan ganghraða til þess að elta uppi hvaða óvinaskip sem er. Hann getur kafað á það mikið dýpi, að mjög erfitt verður að finna hann og exmþá erfiðara að ná til hans með djúpsprengjum. Ekkert vélahljóð heyrist frá honum, né önnur merki þess að hann sé nálægur, t. d. loftbólur e. þ. u. 1. Siglingafræðingar kafbátsins geta gert allar sínar athuganir í kafi, og ef þörf gerist getur hann legið svo lengi á sama stað, að ekkert skip vill eiga það á hættu að verða fyrir skeytum hans. Atomkafbáturinn getur framkvæmt alls konar störf í þágu flotans, eins og tundurdufla- lagnir, flutning á skotfærum, njósnir og vernd- un skipalesta. Hann getur jafnvel aðstoðað land- göngusveitir, sem við ofurefli eiga að etja, annast veðurathuganir og njósnað um allt, sem fram fer í stórum höfnum óvinanna. Nautilus Atomkafbáturinn. getur gert allt það, sem venjulegum kafbát er ætlað, en aðeins miklu betur og enn fleira, vegna hinna alhliða eiginleika. Stefnið á Nautilus verður breitt en ekki straumlínulagað, eins og á venjulegum skipum og kafbátum. Kemur það af því, að honum er ætlað að vera meira neðansjávar en ofan. Er því haldið fram, að kafbáturinn eigi að geta gengið hraðar neðansjávar, þar sem mótstaða vatns og lofts verkar ekki saman. „Atomstöðin“ í Nautilus er varin með þykkum veggjum, og í þeim eru tæki, sem gefa til kynna hvers konar rafeindaverkanir. Vélaaflið byggist á því, að atomsprenging- VIKINGUR 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.